Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 246. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1174  —  246. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um græðara.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.     1.      Fyrri málsliður 1. mgr. 1. gr. orðist svo: Markmið laga þessara er að stuðla að gæðum heilsutengdrar þjónustu græðara og öryggi þeirra sem leita eftir slíkri þjónustu eða nýta sér hana.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðanna „leggja stund á“ í 1. mgr. komi: veita.
                  b.      Í stað orðanna „utan hins almenna heilbrigðiskerfis“ í 1. og 2. mgr. komi: utan hinnar almennu heilbrigðisþjónustu.
                  c.      Síðari málsliður 2. mgr. orðist svo: Slík þjónusta felur í sér meðferð með það að markmiði að efla heilsu fólks, lina þjáningar, draga úr óþægindum og stuðla að heilun.
     3.      Við 3. gr.
                  a.      Orðin „og landlæknis“ í lokamálslið 3. mgr. falli brott.
                  b.      Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Uppfylli skráður græðari ekki lengur skilyrði skráningar skal Bandalag íslenskra græðara taka hann af skrá.
                  c.      Á eftir orðunum „starfsgrein græðara“ í síðari málslið 5. mgr. komi: aðgang almennings að skrá yfir græðara.
     4.      Við 4. gr.
                  a.      Orðin „mistökum eða“ í 1. málsl. 2. mgr. falli brott.
                  b.      Í stað orðanna „enda veiti hún sambærilega vernd“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: eða annars konar tryggingu sem veitir sambærilega vernd að mati ráðherra.
     5.      Við 6. gr.
                  a.      Í stað orðanna „hins almenna heilbrigðiskerfis“ í fyrri málslið komi: hinnar almennu heilbrigðisþjónustu.
                  b.      Síðari málsliður orðist svo: Að öðru leyti fer um meðferð upplýsinga, þar á meðal öryggi þeirra, samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og reglum settum með stoð í þeim.
     6.      Við 5. mgr. 7. gr. bætist: og ber þá að skrá það í sjúkraskrá sjúklings.