Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 482. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1201  —  482. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um fjarsölu á fjármálaþjónustu.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur og Lúðvík Bergvinssyni.     1.      Á eftir 10. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                 Þjónustuveitandi ber sönnunarbyrði fyrir því að upplýsingar hafi verið veittar í samræmi við efni þessa kafla.
     2.      Við 20. gr. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Brjóti þjónustuveitandi gróflega eða ítrekað gegn lögum þessum er Fjármálaeftirliti heimilt að birta opinbera viðvörun vegna þess.