Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 551. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1215  —  551. mál.
Frumvarp til lagaum miðlun vátrygginga.

(Eftir 2. umr., 26. apríl.)    Samhljóða þskj. 832 með þessari breytingu:

    32. gr. hljóðar svo ásamt fyrirsögn:

Endurgjald.

    Væntanlegur vátryggingartaki skal upplýstur um endurgjald sem vátryggingamiðlari þiggur eða áskilur sér vegna viðskiptanna. Skýrt skal koma fram hvor skuli greiða endurgjaldið, væntanlegur vátryggingartaki eða vátryggingafélag.
    Vátryggingamiðlari má ekki taka við endurgjaldi af neinu tagi frá vátryggingafélagi nema vegna vátryggingarsamninga sem komið hefur verið á milli vátryggingafélagsins og vátryggingartaka.
    Upplýsingar skv. 1. mgr. skal einnig veita við breytingu eða endurnýjun á vátryggingarsamningi.