Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 583. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1222  —  583. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 43 29. maí 1998, um stofnun hlutafélags um síldarútvegsnefnd og stofnun sjóða í þágu síldarútvegsins.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jón B. Jónasson frá sjávarútvegsráðuneyti. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Hafrannsóknastofnuninni, Sjómannasambandi Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands og Landssambandi smábátaeigenda.
    Með frumvarpinu er lagt til að heimildir svonefnds vöruþróunar- og markaðssjóðs síldarútvegsins sem stofnsettur var með lögum nr. 43/1998 til að efla vöruþróun síldarafurða og afla nýrra markaða fyrir síldarafurðir verði rýmkaðar þannig að sjóðnum verði jafnframt heimilt að styrkja nýsköpun, rannsóknir og fræðslu- og kynningarstarf í sjávarútvegi.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    
Jón Bjarnason sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er hann samþykkur áliti þessu en með fyrirvara.

Alþingi, 27. apríl 2005.



Guðjón Hjörleifsson,


form., frsm.


Guðlaugur Þór Þórðarson.


Dagný Jónsdóttir.



Sigurrós Þorgrímsdóttir.


Una María Óskarsdóttir.


Jón Gunnarsson,


með fyrirvara.



Jóhann Ársælsson,


með fyrirvara.


Magnús Þór Hafsteinsson,


með fyrirvara.











Prentað upp.