Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 732. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1223  —  732. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 57 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jón B. Jónasson frá sjávarútvegsráðuneyti og Hrafnkel Eiríksson frá Hafrannsóknastofnuninni. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Félagi kvótabátaeigenda, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Félagi smábátaeigenda og Hafrannsóknastofnuninni.
    Með frumvarpinu er lagt til að heimilt verði við veiðar á uppsjávarfiski að meta magn meðafla með sýnatöku og reikna hann til aflamarks fiskiskips á þeim grundvelli. Felur breytingin í sér frávik frá þeirri meginreglu laganna að flokka beri allan afla um borð í fiskiskipum og landa honum þannig. Í athugasemdum með frumvarpinu eru tilgreindar ástæður þess að rétt þykir að víkja frá þessari meginreglu við þessar veiðar og tekur meiri hlutinn undir þau sjónarmið sem þar koma fram. Þá eru í frumvarpinu lagðar til nokkrar breytingar sem lúta að framkvæmd leyfissviptinga vegna veiða umfram veiðiheimildir.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 27. apríl 2005.Guðjón Hjörleifsson,


form., frsm.


Guðlaugur Þór Þórðarson.


Dagný Jónsdóttir.Sigurrós Þorgrímsdóttir.


Una María Óskarsdóttir.