Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 696. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1227  —  696. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. um Lífeyrissjóð bænda.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ólaf Pál Gunnarsson frá fjármálaráðuneyti, Sigurbjörgu Björnsdóttur frá Lífeyrissjóði bænda og Ernu Bjarnadóttur frá Bændasamtökum Íslands. Umsagnir sem bárust nefndinni um málið voru jákvæðar.
    Í frumvarpinu er lagt til að víkka úrræði stjórnar Lífeyrissjóðs bænda til að mæta breyttri stöðu sjóðsins. Tryggingafræðileg úttekt hefur sýnt að staða sjóðsins hefur versnað mjög á síðustu árum og að framtíðarskuldbindingar hans eru mjög þungar, svo sem lýst er í athugasemdum við frumvarpið. Þá eru einnig lagðar til breytingar sem taka mið af búvörusamningi.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 27. apríl 2005.Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Dagný Jónsdóttir.


Birgir Ármannsson.Gunnar Birgisson.


Jóhanna Sigurðardóttir.


Lúðvík Bergvinsson.Una María Óskarsdóttir.


Ögmundur Jónasson.


Helgi Hjörvar.