Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 677. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1229  —  677. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um uppboðsmarkaði sjávarafla.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar (GHj, GÞÞ, MS, KÓ, UMÓ).



     1.      Við 2. gr.
                  a.      Á eftir 1. tölul. komi nýr töluliður, svohljóðandi: Reiknistofa uppboðsmarkaða: Aðili sem leyfishafi hefur falið að sjá um framkvæmd uppboða skv. 5. tölul. og þá starfsemi sem tilgreind er í 6. gr. Reiknistofa skal uppfylla þau skilyrði sem ráðherra setur með reglugerð skv. 5. gr.
                  b.      2. tölul. orðist svo: Uppboðsmarkaður: Markaður þar sem sjávarafli, eldistegundir bæði úr ferskvatns- og sjávareldi, vatnafiskur og afurðir úr framantöldu eru seldar á frjálsu uppboði. Uppboðsmarkaður getur jafnframt veitt aðra þjónustu sem tengist sölunni.
                  c.      Við 4. tölul. bætist nýr málsliður sem orðist svo: Leyfishafi hefur heimild til að fela reiknistofu uppboðsmarkaða að sjá um framkvæmd uppboðs.
     2.      Við 4. gr. Við bætist ný málsgrein sem orðist svo:
                      Um vigtun afla gilda ákvæði laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, og reglur sem settar eru á grundvelli þeirra eftir því sem við á.
     3.      Við 5. gr. Greinin orðist svo:
                      Ráðherra skal í reglugerð kveða á um útgáfu rekstrarleyfa og starfsemi uppboðsmarkaða, þar á meðal um gagnsæi viðskipta, birtingu uppboðsskilmála og um uppboðslýsingar. Ráðherra setur jafnframt reglur um starfsemi reiknistofu uppboðsmarkaða.
     4.      Við 6. gr. bætist ný málsgrein sem orðist svo:
                      Leyfishafa er heimilt að fela reiknistofu uppboðsmarkaða þann hluta starfsemi sinnar sem mælt er fyrir um í þessari grein.
     5.      Við 9. gr. Greinin orðist svo:
                      Með brot gegn lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim skal fara að hætti opinberra mála. Brot gegn ákvæðum laga þessara og reglum settum samkvæmt þeim varða sektum hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi og fangelsi allt að tveimur árum sé um stórfellt eða ítrekað ásetningsbrot að ræða.








Prentað upp.