Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 735. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1272  —  735. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um skipan ferðamála.

Frá samgöngunefnd.     1.      Við 5. gr. Á eftir orðunum „Samtaka ferðaþjónustunnar sem tilnefna þrjá fulltrúa“ í 1. mgr. komi: Sambands íslenskra sveitarfélaga sem tilnefnir tvo fulltrúa.
     2.      Við 8. gr. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Ferðamálastofa ákveður hvaða íslensk ferðafélög eru undanþegin ákvæðum laga þessara að því er lýtur að ferðum innan lands.
     3.      Við 9. gr. Í stað orðanna „á síðustu þremur árum“ í c-lið 2. mgr. komi: á síðustu fjórum árum.