Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 699. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1276  —  699. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um loftferðir, nr. 60/1998, með síðari breytingum.

Frá samgöngunefnd.



     1.      Við 5. gr.
                  a.      Í stað 1. og 2. mgr. komi ein ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Öll flugslys, flug- eða flugumferðaratvik önnur en þau sem tilkynna ber til rannsóknarnefndar flugslysa, sbr. lög um rannsókn flugslysa, nr. 35/2004, skulu tilkynnt til Flugmálastjórnar Íslands. Á þetta m.a. við um flug- eða flugumferðaratvik eða önnur þau atvik sem, ef ekki leiðrétt, hefðu valdið hættu fyrir loftfar, farþega þess og farm eða aðra utan þess eða ef hætta hefur vofað yfir flugvelli eða flugleiðsögubúnaði eða rekstri þeirra.
                  b.      Í stað „1. og 2. mgr.“ í 3. mgr. komi: 1. mgr.
                  c.      Lokamálsgreinin orðist svo:
                      Samgönguráðherra er einnig heimilt að setja reglur um að þeir aðilar sem tilkynningarskyldir eru skv. 2. mgr. geti tilkynnt hvers kyns truflanir á starfsemi, rekstri, stjórn eða viðhaldi loftfars eða flugleiðsöguþjónustu sem áhrif gætu haft á flugöryggi án þess að það hafi leitt til tilkynningarskylds atviks.
     2.      Við 7. gr. Lokamálsgrein a-liðar (57. gr. a) orðist svo:
                  Ákvæði greinarinnar gilda einnig um skólastarfsemi á sviði flugleiðsöguþjónustunnar eftir því sem við á.
     3.      Við efnismálsgrein a-liðar 8. gr. bætist: og eigenda farms.
     4.      Á eftir 11. gr. frumvarpsins komi ný grein, svohljóðandi:
                  Orðin „og lögum þessum“ í 2. mgr. 101. gr. laganna falla brott.
     5.      Efnisákvæði 12. gr. orðist svo:
                  Aðila sem tilkynnir, í samræmi við ákvæði 47. gr., innan 72 klst. um atvik sem ekki hafa leitt til flugslyss eða alvarlegs flug- eða flugumferðaratviks, verður ekki refsað eða hann beittur viðurlögum þótt um sé að ræða brot á ákvæðum laga þessara eða á reglum settum á grundvelli heimilda í lögum þessum, nema ásetningi, stórfelldu gáleysi, neyslu áfengis, örvandi eða deyfandi lyfja sé til að dreifa.
                  Tilkynningu um atvik sem ekki verður refsað fyrir, sbr. 2. mgr., skal ekki beitt sem sönnunargagni í opinberu máli.