Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 592. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1294  —  592. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um Neytendastofu og talsmann neytenda.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (PHB, DJ, BÁ, UMÓ, GunnB).     1.      Við 3. gr. Orðin „hafa menntun á háskólastigi og“ í 2. mgr. falli brott.
     2.      Við 4. gr.
                  a.      Í stað orðanna „sem heyra undir“ í c-lið 2. mgr. komi: á málefnasviði.
                  b.      Í stað orðsins „ákvörðunina“ í 3. mgr. komi: ákvörðun skv. 2. mgr.
     3.      Við 5. gr.
                  a.      Orðin „hafa lokið háskólaprófi og“ í 1. mgr. falli brott.
                  b.      Við 3. mgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Talsmanni neytenda er heimilt að gera þjónustusamning við Neytendastofu um undirbúning mála fyrir embættið.
     4.      Við 7. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo:
                  Talsmaður neytenda tekur ekki til meðferðar ágreining milli neytenda og seljenda, en honum ber að leiðbeina þeim sem til hans leita með slík mál um hvaða leiðir eru færar, m.a. innan stjórnsýslunnar og hjá dómstólum.
     5.      Við 12. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo:
                      Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. öðlast ákvæði til bráðabirgða gildi nú þegar.
     6.      Við ákvæði til bráðabirgða bætist ný málsgrein er orðist svo:
                      Við samþykkt laga þessara skipar viðskiptaráðherra tveggja manna undirbúningsnefnd sem hafa skal heimild til að undirbúa gildistöku laganna, þ.m.t. að bjóða starfsmönnum Löggildingarstofu og Samkeppnisstofnunar, eftir því sem við á, annað starf hjá Neytendastofu.