Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 587. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1320  —  587. mál.
Breytingartillagavið frv. til l. um breyt. á l. nr. 117/1993, um almannatryggingar, með síðari breytingum.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur, Guðrúnu Ögmundsdóttur og Ágústi Ólafi Ágústssyni.    Við 1. gr. A-liður orðist svo: 2. mgr. orðast svo:
    Greiðslur sjúkratrygginga skv. 1. mgr. skulu vera sem hér segir:
     1.      100%: Vegna þeirra sem eru eldri en 67 ára, eru langsjúkir og dveljast á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum eða hjúkrunarrýmum á öldrunarstofnunum, sbr. nánari útfærslu í reglugerð ráðherra. Sama gildir um sjómenn 60 ára og eldri sem uppfylla framangreind skilyrði.
     2.      100%: Vegna þeirra sem fengið hafa 75% örorkumat skv. 12. gr., eru langsjúkir og dveljast á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum eða hjúkrunarrýmum á öldrunarstofnunum, sbr. nánari útfærslu í reglugerð ráðherra. Sama gildir um endurhæfingarlífeyrisþega sem uppfylla framangreind skilyrði.
     3.      100%: Vegna andlega þroskahamlaðra einstaklinga 18 ára og eldri.
     4.      75%: Vegna barna og unglinga, yngri en 18 ára. Þó skal ein skoðun á ári greidd að fullu samkvæmt gjaldskrá ráðherra. Ekki er heimilt að taka þátt í kostnaði vegna gullfyllinga, króna, brúa eða annarrar sambærilegrar meðferðar, svo sem tannplanta.
     5.      75%: Vegna elli- og örorkulífeyrisþega sem fá greidda tekjutryggingu frá Tryggingastofnun ríkisins, sbr. nánari útfærslu í reglugerð ráðherra.
     6.      50%: Vegna öryrkja og þeirra sem eru 67 ára og eldri sem fá ekki greidda tekjutryggingu frá Tryggingastofnun ríkisins, sbr. nánari ákvæði í reglugerð ráðherra.
Endurgreiðsluhlutfall vegna annarra þátta en almennra tannlækninga skal vera það sama en ráðherra skal útfæra það nánar í reglugerð.