Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 309. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1339  —  309. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á l. um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991, og lögum um aðför, nr. 90/1989 (sektarinnheimta o.fl.).

Frá allsherjarnefnd.     1.      Við 1. gr. 3. efnismgr. orðist svo:
                 3. Þegar birta þarf dóm skv. 3. mgr. 133. gr. skal hann birtur á dómþingi. Ef svo stendur á sem í 2. mgr. segir má þó birta dóm í Lögbirtingablaði.
     2.      Við 3. gr.
                  a.      Í stað fjárhæðarinnar „50.000 kr.“ í 1. málsl. 1. efnismgr. komi: 60.000 kr.
                  b.      Í stað orðanna „Ákveður þá lögregla viðurlög“ í 2. málsl. 1. efnismgr. komi: Getur þá lögregla ákveðið viðurlög.
     3.      Við 4. gr. Greinin orðist svo:
                 3. mgr. 133. gr. laganna orðast svo:
                 3. Ákærði skal kvaddur til að vera viðstaddur uppsögu héraðsdóms sé þess kostur. Sæki ákærði þing telst dómur birtur fyrir honum. Nú verður dómur ekki birtur á þann hátt á dómþingi og ákærða eru þar gerð önnur viðurlög en sekt eða upptaka eigna sem svarar til hærri fjárhæðar en áfrýjunarfjárhæð í einkamálum ásamt greiðslu sakarkostnaðar og skal þá ákærandi birta honum dóm skv. 20. gr. Ella þarf ekki að birta dóm þótt ekki sé sótt þing af hálfu ákærða við uppkvaðningu hans.
     4.      II. kafli (7., 8. og 9. gr.) falli brott.
     5.      Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um breyting á lögum um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991 (sektarinnheimta).