Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 590. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1380  —  590. mál.
Breytingartillagavið frv. til samkeppnislaga.

Frá Lúðvík Bergvinssyni, Jóhönnu Sigurðardóttur,


Ögmundi Jónassyni og Sigurjóni Þórðarsyni.


    Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Núverandi forstjóra Samkeppnisstofnunar verður heimilt, kjósi hann svo, að taka við sem forstjóri nýs Samkeppniseftirlits. Ákveði hann að taka stöðuna skal hann tilkynna það nýrri stjórn Samkeppniseftirlitsins um leið og hún hefur verið skipuð.

Prentað upp á ný.