Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 701. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1394  —  701. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á ýmsum lögum við stofnun Landbúnaðarstofnunar.

Frá Drífu Hjartardóttur.



     1.      Við 27. gr. Greinin orðist svo:
                  Í stað orðanna „embættis yfirdýralæknis“ í 2. mgr. 2. gr. laganna og orðsins „yfirdýralæknis“ í 2. mgr. 2. gr. laganna, og sama orðs hvarvetna í 7.–10. gr. og 15., 16. og 19. gr. laganna, kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Landbúnaðarstofnun.
     2.      Við 43. gr. Greinin orðist svo:
                  1. mgr. 78. gr. laganna orðast svo:
                  Landbúnaðarráðherra fer með yfirstjórn fisksjúkdómamála. Honum til aðstoðar er fisksjúkdómanefnd. Í henni eiga sæti yfirdýralæknir sem er formaður nefndarinnar og auk hans einn fulltrúi Landbúnaðarstofnunar, fiskistofustjóri og forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Ef atkvæði verða jöfn í nefndinni skal atkvæði formanns ráða úrslitum. Fisksjúkdómanefnd skal hafa forgöngu um fisksjúkdómarannsóknir og gera tillögur til ráðherra um aðferðir til varnar gegn útbreiðslu fisksjúkdóma, sem getur um í kafla þessum, og annað er að fisksjúkdómum lýtur.
     3.      Við 49. gr. Greinin falli brott.
     4.      Við 52. gr. Greinin falli brott.
     5.      Við 55. gr. Greinin orðist svo:
                  12. tölul. 1. mgr. 22. gr. laganna orðast svo: Yfirdýralæknir.