Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1424, 131. löggjafarþing 727. mál: útflutningur hrossa (hámarksaldur útflutningshrossa).
Lög nr. 55 20. maí 2005.

Lög um breytingu á lögum nr. 55/2002, um útflutning hrossa.


1. gr.

     1. gr. laganna orðast svo:
     Útflutningur á hrossum er heimill án sérstakra leyfa að uppfylltum skilyrðum laga þessara og stjórnvaldsfyrirmælum settum samkvæmt þeim. Þó má ekki flytja úr landi yngri hross en fjögurra mánaða eða fylfullar hryssur sem gengnar eru með sjö mánuði eða lengur.

2. gr.

     Á eftir orðunum „hæft til útflutnings með tilliti til“ í 1. málsl. 2. gr. laganna kemur: aldurs.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. maí 2005.