Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 643. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1440  —  643. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um Ríkisútvarpið sf.

Frá minni hluta menntamálanefndar.



    Meiri hluti menntamálanefndar hefur kosið að skila nefndaráliti um téð frumvarp á síðasta degi þingsins eftir að ljóst varð að það hlyti ekki afgreiðslu. Þau vinnubrögð eru mjög í stíl við undirbúning málsins af hálfu menntamálaráðherra og gang þess í menntamálanefnd, og hefði málið þurft miklu meiri umfjöllun í nefndinni til þess að vera tækt til 2. umræðu. Sést það raunar mætavel á tilbúnaði meiri hlutans í nefndaráliti hans og breytingartillögum. Minni hlutinn mótmælir þessari aðferð meiri hlutans. Málið er vanreifað og er meðal annars eftir að taka afstöðu til álita efnahags- og viðskiptanefndar um fyrirhugaðan nefskatt og álitamál varðandi réttindi starfsmanna hafa ekki verið skoðuð með fullnægjandi hætti. Þá hefur enn ekki farið fram umræða innan nefndarinnar um ágreiningsmál sem varða hlutverk, rekstrarform, stjórnarhætti o.fl.
    Minni hlutinn hefur frá upphafi lagst gegn veigamiklum þáttum þessa máls. Upplýsingar við meðferð þess í nefndinni og við umfjöllun utan hennar hafa styrkt minni hlutann í þessari afstöðu sinni og aukið efasemdir um aðra þætti. Því er minni hlutanum ekki harmsefni að þetta frumvarp skuli nú lagt til hliðar og skorar á menntamálaráðherra að láta endurskoða frumvarpið frá rótum í nýrri nefnd þar sem m.a. ættu aðild starfsmenn Ríkisútvarpsins, stéttar- og fagfélög sem hér koma einkum við sögu og fræðimenn auk fulltrúa allra þingflokka. Minni hlutinn bendir sérstaklega á þrjú mál á yfirstandandi þingi sem auk skýrslu fjölmiðlanefndar síðari væri hægt að leggja til grundvallar í starfi nefndarinnar, nefnilega þingsályktunartillögu Guðjóns A. Kristjánssonar og fleiri þingmanna Frjálslynda flokksins um rekstur Ríkisútvarpsins (49. mál á þskj. 49), þingsályktunartillögu Marðar Árnasonar og fleiri þingmanna Samfylkingarinnar um Ríkisútvarpið sem almannaútvarp (400. mál á þskj. 507) og frumvarp Ögmundar Jónassonar og fleiri þingmanna Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs um breytingu á lögum um Ríkisútvarpið (657. mál á þskj. 1001). Með slíkri endurskoðun og öflugri almennri umræðu um fjölmiðla og hlutverk þeirra kynni að nást sátt um heildstæða fjölmiðlalöggjöf fyrir Ísland 21. aldar.
    Áheyrnarfulltrúi Frjálslynda flokksins í nefndinni, Sigurjón Þórðarson, er sammála áliti þessu.

Alþingi, 11. maí 2005.



Mörður Árnason,


frsm.


Katrín Júlíusdóttir.


Kolbrún Halldórsdóttir.



Björgvin G. Sigurðsson.


Fylgiskjal.


Umsögn minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar


um fjármögnun Ríkisútvarpsins.


    Efnahags- og viðskiptanefnd hefur að beiðni menntamálanefndar fjallað um þann þátt í frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið sf. sem lýtur að fjármögnun RÚV.
    Umfjöllun nefndarinnar var öll í skötulíki enda gafst aðeins lítill tími til að ræða málið og aðeins á einum fundi. M.a. var ekkert farið yfir umsagnir sem fyrir lágu. Meiri hlutinn þröngvaði málinu úr nefndinni gegn vilja minni hlutans, sem taldi nauðsynlegt að fá rýmri tíma til umfjöllunarinnar. Mikið er í húfi að Ríkisútvarpinu verði tryggðir öruggir tekjustofnar. Mikilvægt er við mat á fjármögnunarleiðum að tryggja eins og kostur er sjálfstæði RÚV, þannig að um sé að ræða tryggan tekjustofn sem haldi a.m.k. raungildi sínu og fari ekki eftir geðþóttaákvörðun stjórnvalda við fjárlagaafgreiðslu hverju sinni. Ekki er síður mikilvægt að sanngirni sé gætt gagnvart almenningi ef sérstaklega á að skattleggja fyrir þeim tekjum.
    Minni hlutinn átelur harðlega hvernig meiri hluti nefndarinnar kastaði til höndunum við afgreiðslu þessa máls. Ekki var orðið við ósk minni hlutans um að kalla þá fyrir nefndina sem fjölluðu um fjármögnun Ríkisútvarpsins og lögðu til þá leið að tekinn yrði upp nefskattur. Upplýst var í nefndinni að það hefðu verið ráðuneytisstjórar í menntamálaráðuneyti, fjármálaráðuneyti og forsætisráðuneyti sem fengu það verkefni að gera tillögu um fjármögnunina. Engar upplýsingar lágu fyrir um forsendur fyrir vali á nefskatti eða hvort aðrar leiðir hefðu verið kannaðar. Af umfjöllun þeirra gesta sem komu til fundar við nefndina um málið, m.a. frá fjármála- og menntamálaráðuneyti, má þó ráða að sú leið sem valin var er lítið undirbyggð. Einnig var mjög óljóst hvort og í hvaða mæli aðrar leiðir voru skoðaðar.
    Í skýrslu um fjármögnun RÚV kemur fram að samkvæmt viðhorfskönnun IMG/Gallup frá árinu 2002 er nefskatturinn greinilega hvað óvinsælastur meðal almennings, 41% aðspurðra vildi að RÚV yrði fjármagnað með beinum framlögum úr ríkissjóði, 33% með afnotagjöldum einstaklinga 18 ára og eldri og 26% með nefskatti. Í því sambandi má nefna að ASÍ telur afnotagjöld réttari leið en nefskatt.
    Í frumvarpi stjórnarflokkanna er gert ráð fyrir 13.500 kr. nefskatti. Ekki er þar gert ráð fyrir að skatturinn taki verðbreytingum og er það m.a. gagnrýnt í umsögn RÚV. Það undirstrikar að RÚV verður háð geðþótta stjórnvalda við fjárlagagerð hverju sinni. Undanþegnir gjaldinu eru þeir einstaklingar sem ekki sæta álagningu sérstaks gjalds í Framkvæmdasjóð aldraðra. Þar er um að ræða börn innan 16 ára aldurs og þá sem eru 70 ára og eldri, auk þeirra sem hafa skattstofn sem nemur 855.231 kr. eða rúmlega 71 þús. kr. á mánuði. Nefskatturinn kæmi því illa við lágtekjufólk, auk þess sem í mörgum tilvikum getur þessi skattur komið verr út en afnotagjald fyrir aldraða þar sem tveir eru í heimili á aldrinum 67–70 ára. Sama gildir um öryrkja, en í núgildandi kerfi fá 67 ára og eldri og öryrkjar 20% afslátt af afnotagjaldinu.
    Gallarnir við nefskattinn eru þeir að hann dregur verulega úr sjálfstæði stofnunarinnar og verður ákveðinn í fjárlögum hverju sinni, því að engin ákvæði eru um að hann hækki t.d. árlega í samræmi við verðlagsbreytingar. Skatturinn kæmi mjög misjafnt niður á heimilum og fjölskyldum. Heimili þar sem eru t.d. margir unglingar 16 ára og eldri kæmu illa út úr skattinum. Ekki er gert ráð fyrir neinum jöfnunaraðgerðum varðandi fjölmenn heimili. Er ljóst að sumar fjölskyldur gætu þurft að greiða ígildi tveggja til fjögurra eða jafnvel fimm afnotagjalda eða sem svarar á bilinu 54–67 þús. kr. Fram kom að engin tilraun hefur verið gerð til þess að meta hversu margar fjölskyldur gætu þurft að greiða ígildi margra nefskatta, sem hæglega hefði verið hægt að gera í fjármálaráðuneytinu eða hjá embætti ríkisskattstjóra. Var það staðfest á fundinum að hægt hefði verið að fá fram þessar upplýsingar.
    Athygli vekur að í athugasemdum við 11. gr. frumvarpsins segir svo: „Almennt mætti þó miða við að haga skattlagningunni þannig að hvert þriggja manna heimili yrði nokkurn veginn jafnsett eftir sem áður, sem mundi þýða að gjaldið lækkaði fyrir fámennari heimili, en hækkaði fyrir heimili þar sem fullorðnir einstaklingar 16 ára og eldri væru 4 eða fleiri.“ Engin skýring hefur fengist á því hvað hér er átt við og því óljóst hvað ætlast er fyrir, en ekki verður séð að nein lagastoð sé fyrir einhvers konar jöfnunaraðgerðum eins og frumvarpið er úr garði gert. Má líka nefna í því sambandi að samkvæmt upplýsingum sem fengust úr menntamálaráðuneytinu voru ekki fyrirhugaðar neinar sérstakar jöfnunaraðgerðir umfram þær sem nú giltu um Framkvæmdasjóð aldraðra. Þetta m.a. staðfestir það sem minni hlutinn hefur haldið fram, að illa hefur verið staðið að fjármögnunarþætti þessa frumvarps.
    Ástæða er líka til að ætla að fjöldi námsmanna fengi á sig þennan skatt, en í frétt nýverið kom fram að þrír af hverjum fimm námsmönnum 16 ára og eldri vinni jafnhliða náminu. Ekki er ólíklegt að margir þeirra skríði yfir þau lágu tekjumörk sem undanþegin eru nefskatti, eða um 71 þús. kr. á mánuði. Ljóst er því að verið er að taka upp nýjan skatt á fjölda námsmanna.
    Minni hlutinn gagnrýnir að ekki hafi verið skoðaðar aðrar leiðir miðað við þá mörgu galla sem eru á því að taka upp nefskattinn. Má þar nefna leiðir sem áður er getið og fram koma í skýrslu Þorsteins Þorsteinssonar, forstöðumanns markaðs- og afnotasviðs Ríkisútvarpsins, frá því í maí 2004. Þar er bent á átta mismunandi útfærslur í fjármögnun RÚV. Skýrsluhöfundur mælir þar helst með innheimtu byggðri á fasteignagrunni. Minni hlutinn tekur undir það að þann kost hefði mátt kanna frekar. Útfærsla á þeirri leið þar sem fast gjald yrði á hverri fasteign ásamt því að lögaðilar tækju meiri þátt í fjármögnun RÚV er miklu vænlegri en nefskatturinn. Þorsteinn benti á að með þeirri leið sem hann hefur skoðað um innheimtu byggða á fasteignagrunni hefðu lögaðilar greitt fjórðung af fjármögnun RÚV. Auk þess hefði með föstu gjaldi á hverja fasteign, sem ekki hefði þurft að vera hærri en nefskatturinn, 13.500 kr., hefði verið hægt að sneiða hjá þeim stóra galla að í mörgum tilvikum þurfa fjölskyldur með ungmenni á heimilunum að greiða allt að tvöfalt hærri fjárhæð en núgildandi afnotagjald. Fjöldi annarra leiða kom einnig til greina og vísar minni hlutinn í því sambandi til skýrslu Þorsteins um fjármögnun RÚV, sem fylgir áliti þessu sem fylgiskjal.
    Með vísan til framangreinds telur minni hlutinn vinnubrögð ríkisstjórnarinnar við ákvörðun um fjármögnun RÚV forkastanleg, enda virðist engin skoðun hafi farið fram á því hvað leið sé heppilegust út frá sjálfstæði Ríkisútvarpsins eða hagsmunum almennings. Það sjónarmið eitt virðist hafa ráðið ferðinni að gera það sem tæknilega var auðveldast í framkvæmd og þar byggt á skattheimtunni í Framkvæmdasjóð aldraðra þar sem allt aðrar forsendur liggja til grundvallar.

Alþingi, 6. maí 2005.

Jóhanna Sigurðardóttir.
Lúðvík Bergvinsson.
Ögmundur Jónasson.


Fskj.

Þorsteinn Þorsteinsson,
forstöðumaður markaðs- og
afnotasviðs Ríkisútvarpsins:


Fjármögnun Ríkisútvarpsins.
(Maí 2004.)


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.