Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 644. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1451  —  644. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 36/1982, um Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Frá minni hluta menntamálanefndar (MÁ, BjörgvS, KJúl).



     1.      Við 1. gr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: 4. mgr. fellur brott.
     2.      2. gr. orðist svo:
             1. og 2. málsl. 4. gr. laganna orðast svo: Stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar skal skipuð fimm mönnum, einum tilnefndum af Reykjavíkurborg, tveimur tilnefndum af starfsmannafélagi hljómsveitarinnar og einum tilnefndum af fjármálaráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið skipar formann án tilnefningar.
     3.      Við bætist ný grein, 3. gr., svohljóðandi:
             Í stað orðanna „einum tilnefndum af Ríkisútvarpinu, einum tilnefndum af starfsmönnum hljómsveitarinnar“ í 2. málsl. 7. gr. laganna kemur: tveimur tilnefndum af starfsmönnum hljómsveitarinnar.