Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 5. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 5  — 5. mál.
Tillaga til þingsályktunarum aðgerðir til að endurheimta efnahagslegan stöðugleika.

Flm.: Steingrímur J. Sigfússon, Jón Bjarnason, Kolbrún Halldórsdóttir,
Hlynur Hallsson, Ögmundur Jónasson.


    Með hliðsjón af mikilvægi þess að:
     a.      verðbólga náist sem fyrst niður fyrir viðmiðunarmörk Seðlabankans,
     b.      stöðugleiki haldist á vinnumarkaði og kaupmáttur launa verði varðveittur,
     c.      sjálfbær þróun verði leiðarljós í orku- og atvinnumálum og þróun þjóðlífsins almennt,
     d.      tryggja útflutnings- og samkeppnisgreinum viðunandi starfsskilyrði,
     e.      bæta skilyrði til nýsköpunar í atvinnulífinu og til uppbyggingar sprotafyrirtækja,
     f.      draga úr viðskiptahalla og erlendri skuldasöfnun,
     g.      viðhalda stöðugleika í fjármálakerfinu og halda aftur af skuldasöfnun heimilanna,
     h.      jafnvægi náist á nýjan leik í þjóðarbúskapnum almennt,
ályktar Alþingi að fela ríkisstjórninni að grípa til eftirfarandi aðgerða:
     1.      Gefa út formlega yfirlýsingu um að hvorki verði af hálfu opinberra aðila stuðlað að né veitt leyfi fyrir frekari stórvirkjunum né uppbyggingu meiri orkufrekrar stóriðju en þegar er í byggingu, a.m.k. til ársloka 2012. Áhersla verði þess í stað lögð á fjölbreytta smáa og meðalstóra iðnaðarkosti af viðráðanlegri stærð fyrir hagkerfið og aðstæður viðkomandi byggðarlaga.
     2.      Beina þeim tilmælum til Fjármálaeftirlitsins að hugað verði vandlega að áhættumati í bankakerfinu, svo sem hvað varðar áhrif af snöggri gengislækkun krónunnar eða lækkun fasteignaverðs. Markmiðið verði að hraður vöxtur útlána að undanförnu skapi ekki hættu fyrir efnahagslífið og farið verði yfir eiginfjárlágmörk og áhættugrunn fjármálastofnana í því ljósi.
     3.      Beina þeim tilmælum til Seðlabanka Íslands að íhuga vandlega að beita aukinni bindiskyldu hjá innlánsstofnunum, a.m.k. tímabundið, til að draga úr þenslu á peningamarkaði og huga að öðrum aðgerðum sem stutt geta viðleitni stjórnvalda til að endurheimta efnahagslegan stöðugleika, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001.
     4.      Yfirfara aðferðir við mælingar á þróun verðlags og athuga sérstaklega hvernig vænlegast sé að meta húsnæðiskostnað í vísitölu neysluverðs.
     5.      Tryggja aðhald í ríkisfjármálum og slá á þenslu með því að leggja fyrir Alþingi nú í haust árið 2005 tillögur um að falla frá eða fresta eftir atvikum a.m.k. hluta þeirra almennu skattalækkana sem lögfestar voru fram í tímann í desember 2004. Í staðinn komi aðgerðir til að bæta stöðu tekjulægstu hópa samfélagsins og barnafjölskyldna.
     6.      Efna til víðtæks samstarfs við aðila vinnumarkaðarins, samtök bænda, neytenda, öryrkja, og aldraðra, og aðra þá aðila sem efni standa til um aðgerðir þessar og þátttöku í að tryggja á nýjan leik efnahagslegan og félagslegan stöðugleika.

Greinargerð.


    Tillaga þessi, nánast óbreytt, var fyrst flutt undir lok marsmánaðar sl. (666. mál á 131. löggjafarþingi) en þá hafði verðbólga farið yfir viðmiðunarmörk Seðlabankans með tilheyrandi viðbrögðum af bankans hálfu. Bankinn tók þá saman greinargerð til almennrar birtingar sem jafnframt var send ríkisstjórn, sbr. ákvæði laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands, og yfirlýsingu ríkisstjórnar og Seðlabanka frá 27. mars 2001. Bankinn hefur nú í annað sinn á árinu orðið að bregðast við verðbólgu sem er umfram þolmörk þar sem tólf mánaða hækkun vísitölu neysluverðs mældist 4,8% í september. Greinargerð bankans um málið frá 19. september er stutt en vísað var til þess að 29. september gæfi bankinn út ársfjórðungsrit sitt um peningamál og þar mundi birtast ný verðbólgu- og þjóðhagsspá. Greinargerðirnar frá 18. febrúar og 19. september fylgja tillögu þessari sem fylgiskjöl. Í nýútkomnu ársfjórðungsriti Seðlabankans, en fyrstu þrír kaflar þess fylgja tillögunni sem fylgiskjöl, kveður við harðan tón. „Ójafnvægi í þjóðarbúskapnum hefur aukist verulega,“ segir Seðlabankinn, „frá því að Peningamál komu síðast út 6. júní sl. og er það meira um þessar mundir en um langt skeið.“ Seðlabankinn metur verðbólguhorfur til næstu tveggja ára enn óviðunandi þrátt fyrir verulega hækkun stýrivaxta bankans allt frá í maí á sl. ári. Seðlabankinn undirstrikaði alvöru málsins af sinni hálfu 29. september með ákvörðun um 0,75% hækkun stýrivaxta. Afleiðing þessarar ákvörðunar Seðlabankans virðist m.a. verða enn frekari styrking krónunnar.
    Í aðalatriðum eru aðstæður í efnahagsmálum þó hinar sömu nú og á útmánuðum nema að enn hefur syrt í álinn. Þannig er ljóst að viðskiptahallinn á árinu verður enn meiri en áður var spáð eða 13–14% af vergri landsframleiðslu, þ.e. 130–140 milljarðar kr. Glæný þjóðhagsspá Seðlabankans gerir reyndar ráð fyrir enn meiri viðskiptahalla en þetta eða 14,2%, sem jafngildir tæpum 142 milljörðum kr. miðað við áætlun um 998 milljarða kr. landsframleiðslu á árinu. Viðskiptahallinn er með þessu að slá öll fyrri met og verður hærra hlutfall en sést hefur frá stríðslokum, þ.e. í þau 60 ár sem samanburðarhæfir þjóðhagsreikningar ná til. Erlendir aðilar, og nú upp á síðkastið einnig aðilar tengdir innlendum fjármálastofnunum, hafa tekið til við útgáfu skuldabréfa í íslenskum krónum til sölu erlendis sem nam undir lok september fast að 60 milljörðum kr. og hefur gengi krónunnar enn styrkst af þeim sökum með tilheyrandi og enn versnandi afkomu útflutnings- og samkeppnisgreina. Krónan er nú orðin sterkari en hún hefur nokkru sinni verið síðan í lok fastgengistímabilsins 1987–1988. Mörgum er enn í fersku minni hvernig því tímabili lauk með gríðarlegum erfiðleikum og yfirvofandi stöðvun atvinnulífsins, einkum útflutningsgreina. Stjórnarskipti fylgdu í kjölfarið þegar ekki reyndist samstaða um óumflýjanlegar aðgerðir í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks.
    Skuldir þjóðarbúsins halda áfram að aukast og munar þar ekki síst um mikla aukningu skulda heimilanna sem hafa aukist um 150 milljarða á einu ári og eru að öllum líkindum að nálgast 1000 milljarða markið nú á haustmánuðum, voru tæpir 970 milljarðar um mitt ár.
    Fæstir, nema ráðherrar ríkisstjórnarinnar, neita því lengur að aðstæður í efnahagsmálum eru orðnar ískyggilegar, svo ekki sé sagt beinlínis háskalegar. Ójafnvægið, eða ógnarjafnvægið, eins og greiningardeild eins bankanna kaus að kalla það á dögunum, blasir við hverjum þeim sem hefur augun opin og því lengur sem það dregst að takast á við vandann, því alvarlegri geta afleiðingarnar orðið. Á það er bent að m.a. sé óvenjulegt við ástandið nú hversu fyrirsjáanlegt það hafi verið. Seðlabankinn hefur ítrekað varað við því hversu mjög hljóti að reyna á hagstjórnina vegna samanlagðra áhrifa stóriðjuframkvæmdanna, skattalækkana, breytinga á fasteignamarkaði o.fl. Í besta falli, og einungis ef ytri skilyrði verða hagstæð og skynsamlegar aðgerðir í hagstjórn koma til á næstu mánuðum, getur enn tekist að ná svokallaðri mjúkri lendingu í hagkerfinu. Hættan er hins vegar augljóslega sú að miklu verr fari, t.d. ef ytri skilyrði versna snögglega og/eða ríksstjórnin sér ekki að sér. Harkalegt samdráttarskeið, verðbólguskot samfara snöggri og mikilli gengislækkun krónunnar, rýrnun kaupmáttar og greiðsluerfiðleikar heimila og fyrirtækja með tilheyrandi erfiðleikum í fjármálakerfinu gæti orðið útkoman, sem sagt brotlending en ekki mjúk.
    Hér á eftir fer upphafleg greinargerð tillögunnar frá síðasta þingi, uppfærð þar sem það á við hvað varðar talnaefni og annað sem breyst hefur.
    Á Íslandi ríkir nú skeið ójafnvægis í efnahagsmálum. Við búum við einhverja mestu þenslu sem riðið hefur yfir fyrr og síðar, viðskiptahalli með tilheyrandi erlendri skuldasöfnun er geigvænlegur og verðbólga á uppleið. Forsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði eru við það að bresta. Geysihátt raungengi krónunnar skapar útflutnings- og samkeppnisgreinum mikla erfiðleika. Skilyrði til nýsköpunar í almennu atvinnulífi eru afar erfið við þessar aðstæður og áhugi innlendra fjárfesta beinist að útlöndum. Þrátt fyrir þetta heldur ríkisstjórnin óbreyttri siglingu hvað varðar áherslu á áframhaldandi og frekari uppbyggingu erlendrar stóriðju og hefur lögfest stórfelldar þensluhvetjandi skattalækkanir langt fram í tímann. Við þensluhvetjandi aðgerðir ríkisstjórnarinnar bætist svo ástandið í fjármálaheiminum. Það einkennist af útlánaþenslu og miklu innstreymi erlends lánsfjár vegna mikils vaxtamunar, en hvort tveggja er að vextir hér eru háir og vextir í löndunum umhverfis okkur í lágmarki. Greiðari aðgangur að lánsfé á svo aftur sinn þátt í miklum hækkunum á fasteignamarkaði með tilheyrandi áhrifum á þróun verðlags eins og nánar verður vikið að síðar.
    Nokkurn veginn sama er á hvaða mælikvarða er litið, þenslumerki sjást um allt þjóðfélagið. Hinu svokallaða góðæri er þó vissulega misskipt, bæði milli einstaklinga og landshluta. Þegar mikill og vaxandi viðskiptahalli og erlend skuldasöfnun er höfð í huga má spyrja hvort frekar sé um að ræða veislu sem slegið er lán fyrir en raunverulega aukna verðmætasköpun á traustum grunni.

Verðbólga yfir þolmörkum.
    Verðbólga mælist nú yfir viðmiðunarmörkum Seðlabankans, þ.e. meiri en 4%, í annað skiptið á árinu og verðbólguspár og verðbólguvæntingar eru á uppleið. Þetta gerist þrátt fyrir verulegar hækkanir bankans á stýrivöxtum og þrátt fyrir að hækkandi raungengi krónunnar að undanförnu ætti að skila sér í verulega lækkandi verðlagi innfluttrar vöru. Forsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði eru miðaðar við að verðbólga fari ekki yfir viðmiðunarmörk Seðlabankans og því er ljóst að vaxandi verðbólga nú kann að reynast afdrifarík hvað varðar stöðugleika á vinnumarkaði.

Geigvænlegur viðskiptahalli.
    Viðskiptahalli fer ört vaxandi og horfur eru vægast sagt ískyggilegar í þeim efnum. Viðskiptahallinn nam 8% af vergri landsframleiðslu á síðasta ári eða rétt tæpum 70 milljörðum kr. Á föstu gengi er það jafn mikið og methallinn árið 2000, en viðskiptahallinn þá átti einmitt stærstan þátt í að krónan féll harkalega á árinu 2001. Viðskiptahallinn stefnir í 13–14% á þessu ári eða um 130–140 milljarða kr. Það er meiri halli þegar á þessu ári en áður hafði verið spáð og því er hugsanlegt að botninum sé náð að þessu leyti. Þó eru engar líkur til annars en áframhaldandi og gríðarlegs viðskiptahalla á næsta ári þegar stóriðjuframkvæmdir ná hámarki. Eldri spár hafa gert ráð fyrir 14% viðskiptahalla árið 2006 upp á 140–150 milljarða kr. Þar með er ekki allt talið, því að samkvæmt þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins sjálfs er gert ráð fyrir samfelldum hallarekstri þjóðarbúsins til ársins 2010 eða lengur. Ísland er í þessum efnum nokkuð sér á báti, t.d. í hópi Norðurlandanna, en spár OECD gera ráð fyrir afgangi af viðskiptum allra hinna ríkjanna á Norðurlöndum við útlönd á þessu ári. Í Danmörku er áætlað að afgangurinn verði 3,1%, í Finnlandi 4,9%, í Svíþjóð 6,4% og hvorki meira né minna en 16,3% í Noregi.
    Helmingur viðskiptahallans er vegna vöruskipta. Útflutningur vöru og þjónustu var 19% meiri á árinu 2004 en árið áður en innflutningur jókst um 27% á föstu gengi. Rekja má um helming viðskiptahallans 2004 til halla á vöruskiptum, en ljóst er að þensla á fasteignamarkaði, stóriðjuframkvæmdir og einkaneysla ýttu undir verulega aukinn vöruinnflutning. Þjónustujöfnuður var neikvæður um rúma 14 milljarða kr. árið 2004 en hann var 8 milljarðar kr. 2003. Ljóst er að hátt gengi krónunnar á síðastliðnu ári skapaði hagstætt árferði til utanlandsferða á árinu sem var ein helsta ástæða aukins halla á þjónustujöfnuði.

Metár í bílainnflutningi í vændum.
    Innflutningur bíla var gríðarmikill á seinasta ári og nam heildarverðmæti innfluttra bifreiða 17 milljörðum kr. Alls voru 16.500 ný ökutæki skráð á því ári. Aðeins einu sinni hefur innflutningsverðmæti bíla verið meiri eða skattlausa árið 1987 er rúmlega 18.600 nýjar bifreiðar voru fluttar inn. Allt stefnir í að innflutningur bifreiða verði enn meiri nú árið 2005 en 2004, því að fluttir voru inn u.þ.b. 50% fleiri bílar í janúar og febrúar en á sama tíma í fyrra. Það gæti því farið svo að innflutningsmetið frá skattlausa árinu 1987 verði slegið. Það er þó ekki einungis bílainnflutningur sem er mikill. Í mars hafði innflutningsverðmæti varanlegra neysluvara, svo sem sjónvarpa, ísskápa og annarra heimilistækja, aukist um 25% á 12 mánuðum miðað við sama tíma 2003. Þróun vöruinnflutnings vor- og sumarmánuðina hefur verið í samræmi við upphafsmánuðina og fátt bendir til þess enn sem komið er að það dragi úr einkaneyslu. Þannig nam ársvöxtur einkaneyslu 14% á öðrum fjórðungi þessa árs, en það er meiri vöxtur en nokkru sinni frá því farið var að birta ársfjórðungslega þjóðhagsreikninga.

Erlendar skuldir vaxa hratt.
    Þessar horfur eru ekki síst alvarlegar í ljósi mikilla og vaxandi erlendra skulda en Ísland er nú þegar í hópi þriggja skuldugustu aðildarríkja OECD ásamt Finnlandi og Nýja-Sjálandi. Á árinu 2001 urðu þau alvarlegu tímamót að hreinar erlendar skuldir þjóðarbúsins fóru í fyrsta sinn upp fyrir verga landsframleiðslu. Hreinar erlendar skuldir hafa aukist síðan og það meir en sem nemur aukningu þjóðartekna. Þær eru nú í septemberlok nálægt 135% af vergri landsframleiðslu og það þrátt fyrir hátt raungengi krónunnar. Augljóst er hvernig þessi hlutföll koma til með að líta út ef gengi krónunnar fellur á skömmum tíma, t.d. um 20–30%. Þá er greiðslubyrðin af þessum erlendu skuldum að sjálfsögðu ákaflega næm fyrir vaxtabreytingum erlendis og þyngist um tugi milljarða króna fyrir hvert prósentustig í hærri vöxtum. Erlendar skuldir voru alls um 2460 milljarðar kr. í lok júnímánaðar eða rétt tæplega tvisvar og hálfum sinnum áætluð landsframleiðsla ársins.

Hátt gengi að sliga útflutningsgreinarnar.
    Gengi krónunnar hefur styrkst mikið að undanförnu. Raungengisstig er verulega hátt og hlýtur að teljast langt yfir jafnvægismörkum. Gengisvísitalan fór í annarri viku marsmánaðar 2005 niður fyrir 108 stig og Bandaríkjadalur kostaði þá innan við 59 krónur. Nú í september hefur gengið styrkst á nýjan leik og reyndar slegið metið frá árinu 2000 og er styrkur krónunnar nú helst sambærilegur við lok fastgengistímans 1987–1988. Þegar þetta er skrifað um miðjan dag 30. september er gengisvísitalan nálægt 104 stigum, 104,2 samkvæmt skráningu Seðlabankans um kl. 11.00, og gengi krónunnar þar með við að slá öll met hvað styrkleika varðar. Tekjutap útflutningsgreina er tilfinnanlegt, einkum ef þær selja framleiðslu sína að öllu eða verulegu leyti í Bandaríkjadölum, og nú á síðustu mánuðum hefur veiking evrunnar hitt með vaxandi þunga þá sem eiga viðskipti sín í þeirri mynt. Ljóst er að þeim mun lengur sem þetta ástand varir og útflutnings- og samkeppnisgreinar þurfa að búa við svo óhagstæð skilyrði, þeim mun meiri verða áhrifin. Búast má við vaxandi rekstrarerfiðleikum, uppsögnum starfsfólks og jafnvel að fyrirtæki í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og útflutnings- og samkeppnisiðnaði komist í þrot ef svo heldur lengi fram sem horfir. Þannig er tap sjávarútvegsins á einu ári vegna styrkingar krónunnar að undanförnu áætlað í kringum 25 milljarðar kr. Þá er talið að tekjur ferðaþjónustunnar árið 2004 hafi rýrnað um 2 milljarða kr. af sömu ástæðum og horfur eru á því miðað við núverandi gengi að mörg fyrirtæki í þeim geira tapi miklu fé vegna þessa ástands nú á árinu 2005. Forsvarsmenn þessara atvinnugreina hafa sívaxandi áhyggjur af ástandinu og líður vart sá dagur að einhverjir þeirra komi ekki fram opinberlega til að lýsa áhyggjum sínum og gagnrýna andvaraleysi stjórnvalda.
    Af sjálfu leiðir að skilyrði til nýsköpunar í almennu atvinnulífi eru óhagstæð við þessar aðstæður sem einkennast af óstöðugleika, verðbólgu, háum vöxtum í samanburði við nágrannalöndin og miklu samkeppnisforskoti innflutnings sökum hás raungengis krónunnar.

Methækkanir á eignaverði.
    Ef vegið er saman fasteignaverð, verð hlutabréfa og skuldabréfa lætur nærri að það hafi hækkað um 4,1% að raunvirði í janúar síðastliðnum og er sú hækkun næstmesta einstaka mánaðarhækkunin sem mælst hefur. Í mars hafði eignaverð síðustu 12 mánaða þar á undan, mælt með sama hætti, hækkað um rúmlega 25% að raunvirði. Hraði eignaverðshækkana hafði þá verið frá 18% upp í 26% í eitt og hálft ár. Eignaverðbólgan hefur skilað sér af auknum þunga inn í einkaneysluna gegnum aukin auðsáhrif og aukna skuldsetningu vegna aukins veðrýmis. Síðastliðin níu ár hefur eignaverð á Íslandi hækkað um 14% að meðaltali á ári og um 10% að raunvirði.

Mikill vöxtur í byggingariðnaði.
    Auk mikillar lántöku vegna vaxandi neyslu má rekja mikið af aukningunni til erlendra endurlána til íslenskra fyrirtækja, sérstaklega þó til eignarhaldsfélaga. Í öðru lagi hafa fasteignalán hjá bönkunum aukist mjög í kjölfar nýju íbúðalánanna og mikil umsvif byggingarverktaka kalla á aukið lánsfé til nýbygginga. Ekki hefur verið byggt annað eins af íbúðarhúsnæði síðan á áttunda og níunda áratugnum. Ofan á allt þetta bætast svo stórframkvæmdirnar fyrir austan og stækkun álversins á Grundartanga með tilheyrandi virkjunum.

Lítil aukning kaupmáttar.
    Meðaltalskaupmáttaraukning var fremur lítil síðastliðið ár eða aðeins 2,1%. Aukin verðbólga rýrir kaupmátt, en hafa verður í huga að sú mikla verðbólga sem verið hefur að undanförnu stafar að miklu leyti af fasteignaverðshækkunum. Þannig hafði vísitala neysluverðs án húsnæðis einungis hækkað um 2,3% í mars og því hafði kaupmáttur aukist um rúm 4% ef ekki er tekið tillit til húsnæðishækkana. Þrátt fyrir það er ljóst að vöxtur einkaneyslu er langt umfram kaupmáttaraukningu og því hlýtur t.d. stóraukinn innflutningur á neysluvörum að vera fjármagnaður með lántökum. Útlán bankakerfisins höfðu í mars vaxið um 248 milljarða kr. að raunvirði frá janúar 2004–2005, eða um 31%. Útlán á föstu verðlagi hafa verið í sleitulausum vexti allt frá ársbyrjun 2003 og aukist um 71% að raunvirði frá þessum tíma þangað til í mars, eða um 400 milljarða kr. Líklega er því skemmst að bíða þess að raunvöxtur útlána nái svipuðum hæðum og metárið 2001, en þá jukust útlán um 35% að raunvirði á 12 mánaða tímabili.

Verðbólguskot handan við hornið.
    Þeim mun lengur sem núverandi ástand varir, þeim mun líklegra er að það fái harkalegan endi með skyndilegu verðfalli krónunnar og verðbólguskoti, líkt og gerðist í lok síðustu efnahagsuppsveiflu. Ýmislegt bendir til að svo fari ef ekki fer að draga úr látlausum hækkunum á eignamörkuðum, stanslausri styrkingu krónunnar og tilheyrandi vexti í einkaneyslu og fjárfestingu. Fjárfestar virðast búast við verðbólguskoti á næstunni en verðbólguvæntingar þeirra hafa aukist mjög hratt að undanförnu. Verðbólguvæntingar hafa ekki verið meiri síðan um mitt ár 2000 en verðbólgan náði einmitt hámarki árið 2001. Miðað við núverandi verðbólguvæntingar má því segja að aðhald peningamálastefnunar hafi framan af verið lítið en raunstýrivextir Seðlabankans eru þó komnir í um eða yfir 5% með nýjustu hækkun sem ákveðin var 29. september.

Brýnt að grípa til aðgerða án tafar.
    Flutningsmenn tillögu þessarar eru þess fullvissir að miklu skipti að stjórnvöld sýni við þessar aðstæður einbeittan vilja í verki til þess að skapa á nýjan leik stöðugleika í efnahagsmálum. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sem fer með yfirstjórn efnahagsmála af hálfu ríkisstjórnarinnar, virðist hins vegar lifa samkvæmt reglunni „flýtur meðan ekki sekkur“. Það sem ríkisstjórnin hefur aðhafst gengur yfirleitt þvert á alla skynsamlega viðleitni til að ná tökum á ástandinu. Þess verður ekki einu sinni vart að menn hafi svo mikið sem rænu á því að hafa áhyggjur á þeim bænum.
    Koma þarf böndum á verðbólguna, ná niður viðskiptahalla og koma rekstri þjóðarbúsins út á við í jafnvægi. Útflutnings- og samkeppnisgreinar verða að búa við lífvænleg rekstrarskilyrði og nýsköpun í atvinnulífinu þarf að geta átt sér stað. Hér á eftir verður gerð grein fyrir þeim aðgerðum sem tillagan gerir ráð fyrir, lið fyrir lið.

Um einstaka liði tillögunnar:
1. Yfirlýsing um stöðvun stóriðjuframkvæmda.
    Enginn vafi er á því að stóriðjustefnan og þær stórframkvæmdir sem á grundvelli hennar eru í gangi eiga stóran þátt í þeirri þenslu sem nú ríkir. Þetta stafar annars vegar af hinum beinu efnislegu áhrifum þessara stórframkvæmda, umsvifum og innstreymi fjármagns þeim tengdum. Hins vegar af þeim væntingum sem þessar framkvæmdir hafa kynt undir og því mati markaðarins, einkum gjaldeyrismarkaðarins, að þær og áframhald þeirra sé ávísun á mikinn vaxtamun milli Íslands og annarra landa og hátt gengi krónunnar. Um þetta segir Seðlabankinn í greinargerð til ríkisstjórnarinnar um verðbólgu umfram þolmörk, frá 18. febrúar sl.: „Á næstu árum mun reyna mjög á hina nýju skipan peningamála. Framkvæmdir við virkjanir og álbræðslur, sem til samans slaga að umfangi upp í þriðjung landsframleiðslu eins árs, fela í sér meira umrót í þjóðarbúskapnum en nokkurt annað land sem hagar peningastefnunni með svipuðum hætti hefur þurft að glíma við.“
    Opinber yfirlýsing um að nú verði staldrað við, hagkerfinu leyft að jafna sig og jafnvægi skapað á nýjan leik í þjóðarbúskapnum mundi því strax hafa áhrif á þann þátt sem snýr að væntingum. Einnig skiptir máli fyrir útflutnings- og samkeppnisgreinar að þar á bæ fái menn vissu fyrir því að núverandi ástand verði tímabundið en ekki framlengt með nýjum og nýjum stórframkvæmdum. Slík stöðvun orkufrekra stóriðjuframkvæmda gæfi einnig færi á að marka stefnu sem byggðist á fjölbreyttari uppbyggingu iðnfyrirtækja af viðráðanlegri stærð og væri laus við stórfelld ruðningsáhrif í hagkerfinu. Þá ber loks að nefna að enn er ólokið gerð rammaáætlunar og veigamiklar forsendur skortir til að leggja grunn að sjálfbærum orkubúskap. Stöðvun stóriðjuframkvæmda mundi einnig skapa möguleika á breyttum áherslum í því samhengi og ekki er vanþörf á. Við allt þetta bætist að þjóðhagslegur ávinningur þessara fjárfestinga í heild er í vaxandi mæli dreginn í efa.

2. Tilmæli til Fjármálaeftirlitsins.
    Mikilvægt er að hugað sé vandlega að því að tryggja stöðugleika í fjármálakerfinu þegar hagkerfið gengur í gegnum tímabil óstöðugleika og spennu eins og nú. Hættumerkin sem fólgin eru í snöggum vexti útlána og mikilli hækkun eignaverðs langt umfram aukningu þjóðartekna eru sýnileg og vel þekkt. Ástandið hér nú minnir um margt á árin fyrir bankakreppuna annars staðar á Norðurlöndum í kringum 1990. Fjármálaeftirlitið hefur lykilhlutverki að gegna við að reyna að tryggja að óhjákvæmileg og jafnvel harkaleg aðlögun hagkerfisins í lok þenslutímabils af því tagi sem nú er skapi ekki hættu á umtalsverðri kreppu í fjármálakerfinu. Því er lagt til að stjórnvöld beini sérstökum tilmælum til Fjármálaeftirlitsins að yfirfara stöðuna og huga m.a. í því sambandi að eiginfjárlágmörkum fjármálastofnana og áhættugrunni útlána. Kanna þarf hvort ástæða geti verið til að gera a.m.k. tímabundið strangari kröfur í þeim efnum en nú eru gerðar. Í sjálfum tilmælunum og þeirri athugun sem á eftir fylgdi væru fólgin sjálfstæð skilaboð út á markaðinn burtséð frá því hvort síðan yrði gripið til aðgerða.

3. Tilmæli til Seðlabanka.
    Fyrir um tveimur árum ákvað Seðlabankinn að lækka verulega bindiskyldu innlánsstofnana. Þar með jukust útlánamöguleikar bankanna, en ekki verður fram hjá því litið að stórfelld aukning útlána á sinn þátt í þeirri spennu sem hér hefur skapast. Þótt fyrir liggi að Seðlabankinn sé ekki hrifinn af þeirri hugmynd að beita bindiskyldunni sem stýritæki getur varla sakað að bankinn sé beðinn að fara yfir það hvort tímabundin aukning bindiskyldu, t.d. nokkrir punktar í áföngum, gæti við núverandi aðstæður hjálpað til við að ná tökum á ástandinu. Einnig er eðlilegt að stjórnvöld beini þeim tilmælum til Seðlabankans að bankinn hugi að öðrum mögulegum aðgerðum sem stutt geti viðleitni til að endurheimta efnahagslegan stöðugleika, enda ber bankanum að stuðla að framgangi efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga um bankann, svo lengi sem það gengur ekki gegn meginmarkmiðum um verðstöðugleika. Samspil stjórnvalda og Seðlabankans er hér að sjálfsögðu einnig mögulegt og þarf ekki að ganga á nokkurn hátt gegn sjálfstæði bankans, t.d. ef ákveðið yrði að auka við gjaldeyrisforðann eða styrkja enn frekar eiginfjárstöðu Seðlabankans.

4. Endurskoðun aðferða við verðlagsmælingar.
    Verulegur hluti verðlagshækkana að undanförnu, þar til nú í september, á rót sína að rekja til mikilla hækkana á fasteignamarkaði. Þróun fasteignaverðs er lögð til grundvallar við útreikninga á vísitölu neysluverðs en á það hefur verið bent að slík viðmiðun sé gölluð. Snögg hækkun á fasteignaverði er auðvitað ekki innleyst yfir allan fasteignamarkaðinn tafarlaust, en eignaaukningin hefur hins vegar áhrif á mat fólks á eignastöðu sinni og eyðslugetu. Ástæða gæti verið til að yfirfara aðferðir í þessum efnum, t.d. skoða hvort einhver önnur viðmiðun, a.m.k. að hluta til, en eingöngu þróun fasteignaverðs gæti gefið réttari mynd af raunverulegri útgjaldaþróun heimilanna.

5. Skattalækkunum slegið á frest.
    Loforð um stórfelldar skattalækkanir voru fyrirferðarmikil fyrir síðustu alþingiskosningar og segja má að allir flokkar sem fengu menn kjörna á þing hafi blandað sér í loforðakórinn nema Vinstri hreyfingin – grænt framboð. Þá þegar lá fyrir, í ljósi áforma um stórfelldar stóriðjuframkvæmdir, að efnahagslegar aðstæður yrðu væntanlega mjög óhagstæðar slíkum aðgerðum næstu þrjú til fjögur árin. Þessi veruleiki lá svo fyrir með enn afdráttarlausari hætti sl. haust og vetur þegar ríkisstjórnin knúði eigi að síður í gegn og lögfesti skattalækkunarpakka sinn, allt að þrjú ár fram í tímann. Í inngangi að síðasta ársfjórðungsriti Seðlabankans um peningamál á árinu 2004 segir: „Áform um skattalækkanir hafa nú verið staðfest í frumvarpi til fjárlaga. Lækkun skatta mun auka enn á ráðstöfunartekjur almennings og hvetja til aukinnar einkaneyslu. Aðhald í útgjöldum hins opinbera er því brýnt. Áform þar um í fjárlögum eru nokkuð metnaðarfull. Í ljósi þeirra umsvifa sem framundan eru verður aðhaldið þó ekki fullnægjandi, jafnvel þótt áformin næðu fram að ganga.“
    Í meginumfjöllun Seðlabankans um versnandi verðbólguhorfur til næstu tveggja ára er aftur slegið á svipaða strengi og þar segir m.a.: „Frá því júníspáin var gerð hefur ýmislegt orðið til þess að kynda undir vexti eftirspurnar. Stóriðjuáformin hafa enn færst í aukana, á sama tíma og aðgangur almennings að lánsfé hefur orðið mun greiðari en áður og vextir verðtryggðra húsnæðisveðlána til langs tíma lækkað. Einnig hefur verið boðað að áformum um lækkun skatta á næstu árum verði framfylgt, sem enn frekar munu auka ráðstöfunartekjur almennings og hvetja til aukinnar einkaneyslu.“
    Í ljósi þeirra alvarlegu aðstæðna sem nú blasa við með vaxandi verðbólguhraða, versnandi afkomu útflutnings- og samkeppnisgreina og jafnvægisleysi í þjóðarbúskapnum er hreint ábyrgðarleysi annað en að endurmeta þessi áform. Því er lagt til að ríkisstjórninni verði falið að leggja nú í haust fyrir Alþingi tillögur um að falla frá, eða fresta eftir atvikum, a.m.k. hluta hinna fyrirhuguðu almennu skattalækkana sem ekki eru enn komnar til framkvæmda. Fyrir utan hin hagstjórnarlegu rök, sem auðvitað mæla eindregið með því að bæta ekki þensluáhrifum af stórfelldum skattalækkunum ofan á aðra þensluvalda, þá er útfærsla skattalækkunarpakkans mjög umdeild. Ekki verður farið nánar út í þá sálma hér en í fimmta tölulið tillögunnar er gert ráð fyrir því að svigrúm hjá ríkissjóði verði frekar notað til aðgerða sem fyrst og fremst miða að því að bæta hag tekjulægstu hópanna og barnafjölskyldna.

6. Endurnýjuð þjóðarsátt.
    Loks er lagt til með sjötta tölulið tillögunnar að ríkisstjórninni verði gert að leita víðtæks samstarfs við aðila vinnumarkaðarins, samtök bænda, neytenda, öryrkja og aldraðra, og aðra þá aðila sem efni standa til um aðgerðir til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Slíkt víðtækt samráð er til þess fallið að undirstrika hve mikið er í húfi. Umbjóðendur samtaka launamanna, neytenda o.s.frv., þ.e. fólkið í landinu, eiga þegar öll kurl koma til grafar mest undir þessu, því að verðbólga og óstöðugleiki í efnahagsmálum bitnar að lokum á almenningi í formi lakari lífskjara, ótryggari atvinnu, þyngri skuldabyrði og þar fram eftir götunum.


Fylgiskjal I.


Seðlabanki Íslands:

Strangt peningalegt aðhald lengur en væntingar standa til.
(Peningamál 3:2005.)


    Ójafnvægi í þjóðarbúskapnum hefur aukist frá því að Peningamál komu síðast út 6. júní sl. og er það meira um þessar mundir en um langt skeið. Aðstæður í þjóðarbúskapnum nú eru að ýmsu leyti áþekkar þeim sem ríktu á árunum 1999 og 2000. Töluverðar sviptingar fylgdu í kjölfarið þegar efnahagslífið leitaði jafnvægis á ný á árunum 2001 og 2002. Ójafnvægið er jafnvel meira nú: viðskiptahalli meiri, raungengi hærra, íbúðaverð lengra yfir langtímajafnvægi og skuldsetning heimila, fyrirtækja og þjóðarbúskaparins í heild töluvert meiri. Ýmislegt er frábrugðið. Mikill vöxtur einkaneyslu sl. tvö ár hefur fremur verið knúinn áfram af skuldasöfnun heimilanna en vexti ráðstöfunartekna, sem jukust töluvert hraðar árin 1998 til 2000 en nú. Áhrif aukins launakostnaðar á verðbólguna eru ekki jafn mikil, en þáttur hækkunar húsnæðisverðs er áhrifameiri. Ytri skilyrði þjóðarbúsins eru einnig töluvert ólík. Á árunum 1999 og 2000 lagðist aukið aðhald í helstu viðskiptalöndunum á sveif með auknu aðhaldi Seðlabankans, en nú eiga óvenju lágir vextir í Evrópu og víðar snaran þátt í að kynda undir innlendri útlánaþenslu. Þeir hafa tafið miðlun peningastefnunnar og beint henni að stórum hluta um gengisfarveginn. Vandamálin sem við er að glíma nú eru því jafnvel meiri en um aldamótin. Á móti kemur að gjörbreytt umgjörð peningastefnunnar frá fyrra tímabilinu felur í sér aukið svigrúm hennar til þess að takast á við verðbólgu.
    Á næstu árum verða aðstæður í þjóðarbúskapnum óvenju erfiðar frá sjónarhóli peningastefnunnar. Hvernig tekst að beita henni til þess að koma í veg fyrir að verðbólga umfram markmið festi rætur verður nokkur prófsteinn á hve vel núverandi umgjörð hennar hentar litlu, opnu hagkerfi. Seðlabankinn telur brýnt að peningastefnan standist þessa prófraun og að verðbólga víki ekki nema skamma hríð umtalsvert frá verðbólgumarkmiði hans. Að öðrum kosti er hætt við að trúverðugleiki bankans og peningastefnunnar bíði skaða sem erfitt getur reynst að endurheimta.
    Það eru því nokkur vonbrigði að þrátt fyrir verulega hækkun stýrivaxta bankans allt frá því í maí á sl. ári eru verðbólguhorfur til næstu tveggja ára enn óviðunandi, einkum þegar einnig er tekið tillit til þeirrar verðbólguhættu sem fólgin er í mögulegri lækkun gengis krónunnar. Verðbólguhorfur til næsta árs hafa beinlínis versnað frá því fyrr á árinu þrátt fyrir að sterk króna hafi haldið aftur af hækkun vöruverðs. Leggst þar allt á eitt: mikil húsnæðisverðbólga sem byggð er inn í vísitöluna næstu mánuði, áhrif hratt vaxandi eftirspurnar, aukin framleiðsluspenna og meiri hækkun launakostnaðar á framleidda einingu en áður var talið. Þessir þættir vega þyngra en styrkur krónunnar.
    Krafturinn í vexti innlendrar eftirspurnar hefur hvað eftir annað komið á óvart. Einkum hefur vöxtur einkaneyslu verið hraður undanfarna þrjá ársfjórðunga. Á öðrum fjórðungi þessa árs nam ársvöxtur einkaneyslu 14%, en það er meiri vöxtur en nokkru sinni frá því að hafið var að birta ársfjórðungslega þjóðhagsreikninga. Viðskiptahallinn á sama fjórðungi nam 14% af landsframleiðslu. Ekkert bendir til þess að dregið hafi að marki úr vexti einkaneyslu á þriðja fjórðungi ársins eða að viðskiptahallinn sé farinn að hjaðna. Þvert á móti má gera ráð fyrir enn meiri viðskiptahalla á síðari hluta ársins. Þótt töluverður hluti hallans skýrist af fjárfestingu í áliðnaði og virkjunum sem mun auka útflutningstekjur til frambúðar má áætla að þegar honum er sleppt standi eftir halli á þessu ári er nemur allt að 7% af landsframleiðslu. Því verður að telja ólíklegt að aðlögunarþörfin nú verði minni en í kjölfar þensluskeiðsins 1999 til 2000.
    Þar með er ekki sagt að aðlögunarferlið verði eins. Fyrir utan ófyrirsjáanlegar breytingar á ytri skilyrðum, sem kunna að hafa umtalsverð áhrif á hve hröð aðlögun að jafnvægi verður, mun breytt umgjörð peningastefnunnar móta aðlögunarferlið. Aðhald hefur verið aukið hraðar og gengi krónunnar óhindrað hækkað meira en árin 1999 til 2000. Það hefur dregið úr verðbólgu og verðbólguvæntingum og úr getu fyrirtækja til að hækka laun og velta hækkun kostnaðar út í verðlag. Jafnframt hefur það gert erlenda lántöku óhagstæðari en ella að teknu tilliti til gengisáhættu. Ef peningastefnan væri enn í fjötrum fastgengisstefnu væru verðbólga og verðbólguvæntingar enn meiri. Við núverandi aðstæður á vinnumarkaði fæli það í sér meiri hækkun launakostnaðar sem fyrirtæki ættu auðveldara með að velta út í verðlag. Slík þróun leiðir að lokum til versnandi samkeppnisstöðu, grefur undan gengisstefnunni og leiðir í versta falli til gjaldeyriskreppu.
    Slík hætta er síður fyrir hendi nú. Hins vegar er ekki útilokað að gengisaðlögun verði á einhverju tímabili hraðari en samrýmist verðbólgumarkmiðinu. Seðlabankinn gæti þurft að bregðast við þeirri framvindu með því að hækka stýrivexti. Erfitt er að sjá fyrir hve háir vextirnir þurfa að verða á aðlögunarskeiðinu. Í spám ýmissa rýnenda á markaði virðist í mörgum tilvikum gengið út frá því að bankinn muni ekkert aðhafast þótt gengisþróun samrýmist ekki verðbólgumarkmiði hans. Slík háttsemi væri hins vegar ekki í samræmi við lögboðna skyldu Seðlabankans.
    Mikilvægt er að draga lærdóma af framkvæmd peningastefnunnar í kringum aldamótin. Tvennt ber þar hæst. Í fyrsta lagi er ljóst að fastgengisstefnan leiddi til þess að peningalegt aðhald var of lítið þegar þensluskeiðið stóð sem hæst. 1 Í öðru lagi var aðlögunarþörf gengis krónunnar eftir að hún fór á flot lengi vel vanmetin og það leiddi einnig til ónógs peningalegs aðhalds. Að hluta til skýrist þetta af því að Seðlabankinn hafði þegar gengið töluvert á gjaldeyrisforða sinn til þess að verja krónuna falli áður en horfið var frá fastgengisstefnunni í mars 2001.
    Líklegt er að aðlögunin hefjist fyrr að þessu sinni, verði ekki eins hröð og gefi Seðlabankanum meira ráðrúm til að bregðast við og tryggja framgang verðbólgumarkmiðsins. Um aldamótin urðu stýrivextir Seðlabankans hæstir 11,4% og raunstýrivextir ríflega 7%. Nokkuð vantar enn á að aðhald peningastefnunnar sé orðið álíka mikið og það varð mest á þessu tímabili. Jafnframt er ljóst að ofþenslan á þessu ári mun verða enn meiri en þá. Vert er að huga vel að þessu því að eftir á að hyggja virðist aðhald peningastefnunnar á árunum 1999 til 2001 ekki hafa verið nægilegt.
    Ef verðbólguvæntingar hefðu haldist í samræmi við verðbólgumarkmiðið mætti hugsanlega ná sambærilegu aðhaldi með lægri stýrivöxtum. Annað er hins vegar uppi á teningnum. Verðbólguvæntingar umfram markmið virðast hafa grafið um sig, jafnvel til lengri tíma litið. Greiningardeildir og aðrir sem móta viðhorf virðast gera ráð fyrir því að Seðlabankinn muni leyfa verðbólgu að aukast langt upp fyrir verðbólgumarkmið bankans og haldast þar án þess að aðhafast nokkuð. Fyrir vikið gæti hann þurft að hækka stýrivexti sína meira en áður hefur þótt sennilegt til að ná verðbólguvæntingum niður í átt að markmiðinu. Jafnframt er líklegt að lengur þurfi að beita ströngu aðhaldi en áður hefur verið talið. Væntingar markaðsaðila um að stutt sé í að stýrivextir nái hámarki og muni fljótlega lækka á ný eru óraunsæjar og tefja fyrir miðlun peningastefnunnar um vaxtarófið.
    Í september var verðbólga í annað skipti á þessu ári meira en 1 1/ 2% yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Greinargerð til ríkisstjórnarinnar sem birt var hinn 19. þessa mánaðar af því tilefni er að finna í ritinu. Samkvæmt grunnspánni sem kynnt er í þessu hefti Peningamála verður verðbólgumarkmiðinu ekki náð fyrr en á árinu 2008 verði stýrivextir ekki hækkaðir frekar. Það er lengri tími en hægt er að sætta sig við, sérstaklega í ljósi þess að gert er ráð fyrir að gengi krónunnar haldist mjög sterkt í þeirri spá. Seðlabankinn mun því ótrauður vinna áfram að því að verðbólgumarkmiðinu verði náð á ný á spátímabilinu. Til þess hefur bankinn nægilega öflug tæki þótt sviptivindar á gjaldeyrismörkuðum kynnu að bera verðbólgu tímabundið af réttri leið. Spá sem byggist á markaðsvæntingum um vexti og breytilegu gengi undirstrikar óvissuna sem tengist gengisþróuninni.
    Verðbólguspár eru hins vegar aðeins tæki til greiningar – ekki endanlegur sannleikur. Óvissan um líklega langtímaaðlögun gengis krónunnar, eignaverðs, ytri jafnaðar og erlendra vaxta veldur því að spár til tveggja ára kunna að gefa ranga mynd af því sem þá verður uppi á teningnum. Nýlegir hagvísar og verðbólguhorfur benda þó ótvírætt til þess að þörf sé á að auka aðhald enn frekar. Bankinn hefur því ákveðið að hækka stýrivexti sína um 0,75 prósentur. Með því að taka svo stórt skref að þessu sinni tekst vonandi að sannfæra einstaklinga, fyrirtæki og fjármálamarkaðinn um að Seðlabankanum sé full alvara með að halda verðbólgu sem næst verðbólgumarkmiði bankans á næstu tveimur árum og til lengri tíma þótt það kunni um tíma að koma hart niður á ýmsum atvinnugreinum. Dýrkeyptara verður að láta reka á reiðanum og leyfa verðbólgunni að festa sig í sessi því að þá verður enn kostnaðarsamara að ná henni niður síðar. Draga má úr hliðaráhrifum strangs peningalegs aðhalds með aðhaldi í atvinnulífi og hjá hinu opinbera og síðast en ekki síst með varfærni í útlánum lánastofnana.Fylgiskjal II.

Seðlabanki Íslands:

Þróun og horfur í efnahags og peningamálum.1
(Peningamál 3:2005.)Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal III.

Seðlabanki Íslands:

Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans.1
(Peningamál 3:2005.)Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal IV.


Seðlabanki Íslands:

Seðlabanki Íslands sendir greinargerð til ríkisstjórnar.
(19. september 2005.)


    Í yfirlýsingu ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands 27. mars 2001 var kveðið á um að víki verðbólga meira en 1 1/ 2% frá verðbólgumarkmiði sem nú er 2 1/ 2% bæri bankanum að senda greinargerð til ríkisstjórnar þar sem fram kæmi hver ástæða frávikanna væri, hvernig bankinn hygðist bregðast við og hve langan tíma hann teldi það taka að ná verðbólgumarkmiðinu að nýju. Greinargerðina skyldi birta opinberlega.
    Vísitala neysluverðs sem birt var mánudaginn 12. september sl. reyndist hafa hækkað um 4,8% frá september í fyrra. Í samræmi við ákvæði yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans frá mars 2001 afhenti bankastjórn starfandi forsætisráðherra greinargerð bankans síðdegis í dag og fylgir hún hér með. Í henni kemur m.a. fram að fimmtudaginn 29. september nk. gefur Seðlabankinn út ársfjórðungsritið Peningamál. Í því verða m.a. ný verðbólgu- og þjóðhagsspá Seðlabankans auk ýtarlegrar greiningar á verðbólguframvindu undanfarinna mánaða.


Fylgiskjal V.


Seðlabanki Íslands:

Greinargerð til ríkisstjórnar um verðbólgu umfram þolmörk
(19. september 2005.)


    Seðlabanki Íslands vinnur nú að gerð verðbólgu- og þjóðhagsspáa sem birtar verða í Peningamálum síðar í mánuðinum. Þegar þær liggja fyrir mun bankastjórn meta þörfina fyrir frekara aðhald í peningamálum. Eins og lögin um bankann og yfirlýsingin um verðbólgumarkmið áskilja munu ákvarðanir í þeim efnum miða að því að tryggja framgang verðbólgumarkmiðsins næstu tvö árin. Þegar er ljóst að frekari aðgerða er þörf til þess að svo verði. Í þeirri viðleitni skiptir aðhald í opinberum fjármálum mjög miklu auk þess sem æskilegt er að framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs skýrist sem fyrst.
    Samkvæmt lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands er meginmarkmið bankans að stuðla að stöðugu verðlagi. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans frá 27. mars 2001 var bankanum sett verðbólgumarkmið, þ.e.a.s. að hann skuli stefna að því að árleg verðbólga, reiknuð sem hækkun vísitölu neysluverðs á tólf mánuðum, verði að jafnaði sem næst 2 1/ 2%. Í yfirlýsingunni er Seðlabankanum veitt fullt svigrúm til að beita stjórntækjum sínum til þess að ná verðbólgumarkmiðinu. Þá er í yfirlýsingunni einnig kveðið á um með hvaða hætti Seðlabankanum er ætlað að standa ríkisstjórninni og almenningi reikningsskil gerða sinna. Það er meðal annars gert með því að skilgreina svokölluð þolmörk sem nú eru 1 1/ 2% til hvorrar áttar frá verðbólgumarkmiðinu. Verði þolmörkin rofin ber bankanum að senda greinargerð til ríkisstjórnar. Í henni skal koma fram mat bankans á ástæðum fráviksins, hvernig bankinn hyggst bregðast við og hve langan tíma hann telur að það muni taka að ná verðbólgumarkmiðinu að nýju. Greinargerðina skal birta opinberlega. Þolmörkin fela ekki í sér aðra formlega kvöð um viðbrögð af hálfu Seðlabankans. Rétt er að árétta að markmið peningastefnunnar er að halda verðbólgu sem næst 2 1/ 2% að jafnaði en ekki aðeins innan þolmarka.
    Nú í september mældist tólf mánaða hækkun vísitölu neysluverðs 4,8%. Þolmörk verðbólgumarkmiðsins voru því rofin í annað sinn á árinu og er það tilefni þessarar greinargerðar. Eftir að verðbólga fór yfir þolmörkin í febrúar sl. gerði Seðlabankinn ríkisstjórninni grein fyrir þróun og horfum í verðlagsmálum í greinargerð dags. 18. febrúar. Þá var fjallað um verðlagsþróunina og horfur í mars- og júníheftum Peningamála. Hinn 29. september nk. birtir bankinn næsta hefti Peningamála og þar með nýja verðbólguspá. Vegna þess hve stutt er í þá útgáfu telur bankinn ekki þörf á viðamikilli greinargerð að þessu sinni. Í Peningamálum verður m.a. ýtarleg greining á verðlagsþróun undanfarinna mánaða og ástæðum þess að verðbólga fór yfir þolmörk nú.
    Í greinargerð Seðlabankans til ríkisstjórnarinnar í febrúar sl. var fjallað um helstu orsakir verðbólgu umfram markmið og öran vöxt innlendrar eftirspurnar, sem rekja mátti til fjárfestingar í áliðnaði og orkuöflun annars vegar og umbreytinga á lánamarkaði hins vegar sem komu flestum í opna skjöldu. 2 Þessar skýringar eiga enn við. Útlán til einstaklinga, sem meðal annars eru afleiðing uppstokkunar á íslenska fjármálamarkaðinum, hafa reyndar aukist með vaxandi hraða undanfarna mánuði og íbúðaverð hækkað hraðar en nokkurn tíma áður. Þessi þróun kemur fram í mikilli hækkun húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs, sem á tímabilinu frá maí til ágúst í ár skýrði heildarhækkun vísitölu neysluverðs að mestu leyti. Til samanburðar skýrði húsnæðisliðurinn um helming árshækkunar vísitölunnar í febrúar sl. Mikil hækkun vísitölunnar í september var hins vegar að verulegu leyti af öðrum toga, þ.e.a.s. hún stafaði af umtalsverðri hækkun vöruverðs umfram það sem reikna má með á þessum árstíma vegna útsöluloka. Þá hækkaði eldsneytisverð mikið nú auk þess sem verð á þjónustu hækkaði töluvert. Þetta gerðist þrátt fyrir mjög sterkt gengi krónunnar, sem á sumarmánuðum leiddi til umtalsverðrar hjöðnunar vöruverðs, auk þess sem mikil samkeppni lágvöruverðsverslana þrýsti verðlagi tímabundið niður frá því síðla vetrar. Verð varanlegrar neysluvöru, einkum bíla, virðist hins vegar ekki hafa lækkað í samræmi við gengisþróunina. Verð á bensíni og olíu hefur ekki heldur fylgt gengisþróuninni eftir af augljósum ástæðum. Tólf mánaða hækkun kjarnavísitalna, þar sem meðal annars er horft framhjá verðbreytingum bensíns, var þó ekki markvert minni en hækkun neysluverðsvísitölunnar í heild nú í september. Það skýrist af því að í kjarnavísitölunum er einnig horft fram hjá öðrum sveiflukenndum liðum en bensíni, þ.e.a.s. búvöru, grænmeti og ávöxtum. Verð þessara liða hefur hækkað minna en vísitalan eða jafnvel lækkað sl. tólf mánuði.
    Eins og í febrúar sl. er verðbólga nú fyrst og fremst eftirspurnardrifin, þótt hækkun bensín- og olíuverðs eigi nokkurn hlut að máli, þ.e.a.s. skýri u.þ.b. 0,6% af hækkun vísitölunnar undanfarna 12 mánuði. Raunar virðist eftirspurnarþrýstingurinn hafa vaxið og birtist sem fyrr skýrast í þeim þáttum vísitölunnar þar sem erlendrar verðsamkeppni gætir minnst, þ.e.a.s. í hækkun á verði húsnæðis og þjónustu. Hátt gengi krónunnar hefur á hinn bóginn haldið verulega aftur af verðbólgu jafnvel þótt gengishækkunin undanfarið ár hafi ekki komið að fullu fram í verðlagi. Þegar gengi krónunnar að endingu veikist á ný munu þessi áhrif ganga til baka, en hugsanlegt er að þegar það gerist muni einnig draga verulega úr verðhækkun húsnæðis eða verð þess jafnvel lækka.
    Seðlabankinn birti síðast verðbólguspá í byrjun júní sl. Hún sýndi verðbólgu yfir markmiði bankans næstu tvö árin. Stýrivextir bankans voru því hækkaðir samhliða útgáfu spárinnar. Jafnframt var gefið til kynna að bankinn þyrfti líklega að halda áfram á sömu braut. Haggögn sem birt hafa verið frá júníbyrjun benda sem fyrr segir til þess að enn frekar hafi bætt í vöxt innlendrar eftirspurnar á þessu ári. Ársvöxtur einkaneyslu á öðrum fjórðungi ársins var t.d. 14%. Viðskiptahallinn verður að öllum líkindum meiri en spáð var í júní, íbúðaverð hefur haldið áfram að hækka hröðum skrefum og útlánavöxturinn aukist, bæði til einstaklinga og fyrirtækja. Jafnframt gætir nú aukinnar spennu á vinnumarkaði.
    Unnið er að gerð verðbólgu- og þjóðhagsspáa Seðlabankans sem birtar verða í Peningamálum síðar í mánuðinum. Þegar þær liggja fyrir mun bankastjórnin meta þörfina fyrir frekari aðhaldsgerðir. Eins og lögin um bankann og yfirlýsingin um verðbólgumarkmið áskilja munu ákvarðanir í þeim efnum miða að því að tryggja framgang verðbólgumarkmiðsins næstu tvö árin. Þegar er ljóst að frekari aðgerða er þörf til þess að svo verði. Nauðsynlegt er að hið opinbera leggi sitt af mörkum í þeirri baráttu. Staða ríkisfjármála er nokkuð sterk um þessar mundir en engu að síður er þörf fyrir strangt aðhald á komandi ári. Því meira sem aðhald opinberra fjármála er þeim mun minni byrðar þarf að leggja á peningastefnuna. Um leið verða neikvæð hliðaráhrif aðhaldssamrar peningastefnu minni en ella. Ennfremur er æskilegt að staða Íbúðalánasjóðs skýrist sem fyrst þar eð óhóflega aukningu útlána undanfarið ár má að talsverðu leyti rekja til breytinga á markaði fyrir fasteignaveðlán.


Fylgiskjal VI.


Seðlabanki Íslands:

Greinargerð til ríkisstjórnar um verðbólgu umfram þolmörk.
(18. febrúar 2005.)


Ágrip.
    Verðbólga mælist nú 4,5%, eða yfir þolmörkum sem kveðið er á um í sameiginlegri yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands og Seðlabanka Íslands frá mars 2001 um verðbólgumarkmið og tilhögun peningamála. Í eftirfarandi greinargerð eru ástæður verðbólgunnar raktar til þess að innlend eftirspurn hefur vaxið mun meira en gert var ráð fyrir. Það stafar einkum af meira umfangi stórframkvæmda en fyrr var áætlað, sérstaklega í ár, og kerfisbreytingum á innlendum fasteignalánamarkaði sem leiddu til stóraukins framboðs lánsfjár. Seðlabankinn hefur þegar gripið til umtalsverðra aðgerða til að bregðast við þessum nýju aðstæðum. Verðlagshorfur til næstu tveggja ára hafa batnað nokkuð eftir að bankinn hækkaði vexti í desember sl., en ekki nægilega til að tryggja framgang verðbólgumarkmiðsins. Því telur bankastjórn Seðlabankans þörf á að auka aðhald peningastefnunnar enn frekar. Hækkun vaxta bankans um 0,5 prósentur frá 21. febrúar n.k. er liður í þeim aðgerðum. Með nægu aðhaldi telur bankinn unnt að ná verðbólgumarkmiðinu innan tveggja ára. Að líkindum mun verðbólgan verða komin undir þolmörkin á ný í sumar og með nægu aðhaldi nálægt verðbólgumarkmiðinu á næsta ári. Seðlabankinn mun ekki hvika frá því markmiði.

1. Inngangur.
    Samkvæmt lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands er meginmarkmið stjórnar peningamála stöðugleiki í verðlagsmálum. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans frá 27. mars 2001 var bankanum sett verðbólgumarkmið, þ.e.a.s. að hann skuli stefna að því að árleg verðbólga, reiknuð sem hækkun vísitölu neysluverðs á tólf mánuðum, verði að jafnaði sem næst 2 1/ 2%. Í yfirlýsingunni er Seðlabankanum veitt fullt svigrúm til að beita stjórntækjum sínum til þess að ná verðbólgumarkmiðinu. Þá er í yfirlýsingunni einnig kveðið á um með hvaða hætti Seðlabankanum er ætlað að standa ríkisstjórninni og almenningi reikningsskil gerða sinna. Það er meðal annars gert með því að skilgreina svokölluð þolmörk sem nú eru 1 1/ 2% til hvorrar áttar frá verðbólgumarkmiðinu. Verði þolmörkin rofin ber bankanum að senda greinargerð til ríkisstjórnar. Í henni skal koma fram mat bankans á ástæðum fráviksins, hvernig bankinn hyggst bregðast við og hve langan tíma hann telur að það muni taka að ná verðbólgumarkmiðinu að nýju. Greinargerðina skal birta opinberlega. Þolmörkin fela ekki í sér neina aðra formlega kvöð um viðbrögð af hálfu Seðlabankans. Rétt er að árétta að markmið peningastefnunnar er að halda verðbólgu sem næst 2 1/ 2% verðbólgumarkmiðinu, en ekki aðeins innan þolmarka.
    Nú í febrúar mældist tólf mánaða hækkun vísitölu neysluverðs 4,5%. Þolmörk verðbólgumarkmiðsins voru því rofin og er það tilefni þessarar greinargerðar. Í öðrum kafla greinargerðarinnar er fjallað stuttlega um reynsluna af verðbólgumarkmiðinu til þessa. Í þriðja kafla er fjallað um nýlega verðbólguþróun og þær efnahagslegu aðstæðursem hafa haft áhrif á verðbólguna. Í fjórða kafla er fjallað um horfurnar til næstu tveggja ára með áherslu á þær breytingar sem hafa orðið fráþví Seðlabankinn gaf síðast út verðbólguspá í byrjun desember sl. Í fimmta kafla er fjallað um peningastefnuna og aðgerðir sem Seðlabankinn telur nauðsynlegt að grípa til í því skyni að ná verðbólgumarkmiðinu á ný.

2. Reynslan af verðbólgumarkmiðinu til þessa.
Góð reynsla af verðbólgumarkmiðinu.
    Tæplega fjögur ár eru liðin frá því verðbólgumarkmið leysti fastgengisstefnu af hólmi. Reynslan hefur í meginatriðum verið góð, þótt ótímabært sé að kveða upp endanlegan dóm. Aðstæður í upphafi voru reyndar erfiðar. Mikið ójafnvægi hafði myndast í þjóðarbúskapnum á árunum 1998 til 2000, sem peningastefnan var vanbúin til að takast á við, enda bundin af fastgengisstefnu eins og hún var skilgreind á þeim tíma, auk þess sem bankinn naut ekki þess sjálfstæðis sem hann nýtur nú samkvæmt lögum. Þrátt fyrir að efri þolmörk hafi tímabundið verið rýmri árið 2001, eða 6%, tókst ekki að halda verðbólgunni innan þeirra á því ári, enda lækkaði gengi krónunnar verulega þegar dró úr innstreymi fjár sem hafði fjármagnað mikinn viðskiptahalla árin á undan. Endurtekin inngrip á gjaldeyrismarkaði megnuðu ekki að stöðva lækkun krónunnar. Í nóvember 2001 hafði gengi krónunnar fallið um tæplega 30% frá hámarki þess vorið 2000.

Þrátt fyrir að þolmörk væru rofin árið 2001 náðist verðbólgumarkmiðið fyrr en upphaflega var að stefnt.
    Ástæðum þess að þolmörk voru rofin árið 2001 er nánar lýst í greinargerð til ríkisstjórnarinnar sem birt var 20. júní 2001. Verðbólgan náði hámarki í ársbyrjun 2002 og var þá 9,4%. Þrátt fyrir mikið frávik fyrsta árið eftir að verðbólgumarkmið var tekið upp náðist markmiðið um 2 1/ 2% verðbólgu í nóvember 2002, ári fyrr en ætlað var. Inn fyrir þolmörkin var verðbólgan komin í júlí sama ár. Lykillinn að þessum góða árangri, þrátt fyrir erfiða byrjun, var aðhaldssöm peningastefna, sem leiddi til þess að gengi krónunnar styrktist hratt á ný þegar nægilega hafði dregið úr innlendri eftirspurn og viðskiptahallanum sem grafið hafði undan stöðugleika krónunnar.
    Eftir því sem verðbólga hjaðnaði slakaði Seðlabankinn á aðhaldi peningastefnunnar og má ætla að raunstýrivextir bankans hafi verið komnir niður í eða jafnvel undir náttúrulega raunvexti í ársbyrjun 2003. Jafnframt var dregið úr bindiskyldu innlánsstofnana í tveimur áföngum, í mars og í lok árs 2003. Lækkun bindiskyldu var kerfisbreyting, sem fyrirheit höfðu verið gefin um fyrir nokkrum árum og miðaði að því að jafna samkeppnisskilyrði innlendra og erlendra fjármálastofnana, en ekki peningapólitísk aðgerð, enda hafa seðlabankar almennt horfið frá því að beita bindiskyldu sem peningalegu stjórntæki. Áhrifin voru þó ótvírætt til örvunar sem ekki var áhyggjuefni í ljósi slaka sem virtist vera til staðar í þjóðarbúskapnum þegar ákveðið var að lækka bindiskyldu. Í því sambandi má nefna að ekki varð ljóst fyrr en komið var töluvert fram á árið 2004 að hagvöxtur árið 2003 var mun meiri en fyrirliggjandi haggögn höfðu bent til. Haustið 2002 hafði bankinn hafið að kaupa erlendan gjaldeyri til að byggja upp gjaldeyrisforða sinn sem hafði nánast horfið árið 2001 ef frá eru talin erlend skammtímalán sem tekin voru til þess að halda erlendri lausafjárstöðu í viðunandi horfi. Reynt var að haga kaupunum þannig að áhrif á gengi krónunnar yrðu sem minnst, og minnkandi endurhverf viðskipti Seðlabankans við lánastofnanir vógu að verulegu leyti á móti lausafjáráhrifum gjaldeyriskaupanna (sjá umfjöllun í Peningamálum 2004/4, rammagrein 1 á bls. 46–47).

3. Verðbólguvandinn.
Reyna mun á skipan peningamála á næstu árum.
    Á næstu árum mun reyna mjög á hina nýju skipan peningamála. Framkvæmdir við virkjanir og álbræðslur, sem til samans slaga að umfangi upp í þriðjung landsframleiðslu eins árs, fela í sér meira umrót í þjóðarbúskapnum en nokkurt annað land sem hagar peningastefnunni með svipuðum hætti hefur þurft að glíma við. Seðlabankinn mat áhrif þessara framkvæmda í Peningamálum 2003/1. Niðurstaðan var í stórum dráttum á þá leið að með samstilltu aðhaldi á sviði peningamála og ríkisfjármála yrði mögulegt að halda verðbólgu í skefjum. Þótt nokkrar breytingar hafi orðið á áætlunum um framkvæmdir frá því þetta mat var gert er ástæða að ætla að sú niðurstaða standi í meginatriðum.
    Almennt ætti framsýn peningastefna á borð við verðbólgumarkmið að vera betur til þess fallin en t.d. fastgengisstefna að mæta þeirri röskun á þjóðarbúskapnum sem stórframkvæmdir munu leiða af sér. Verðbólgumarkmið gefur færi á að bregðast fyrr við merkjum um ójafnvægi í þjóðarbúskapnum, einmitt vegna þess að peningastefnan er ekkibundin af þeirri skyldu að halda gengi krónunnar föstu. Á hinn bóginn verður ekki fram hjá því horft að umtalsverð óvissa ríkir um áhrif framkvæmdanna á þjóðarbúskapinn, enda hefur hann ekki áður fengið á sig jafn stóran hnykk við núverandi skipan efnahagsmála, þ.e.a.s. óheftar fjármagnshreyfingar, fljótandi gengi og opinn vinnumarkað. Því verður að reikna með því að peningastefna víki stundum frá því sem eftir á að hyggja gæti talist besta framkvæmd, þó svo að á hverjum tíma taki hún mið af því sem best er vitað.

Kerfisbreyting á lánsfjármarkaði magnar vandann.
    Óvissan sem ríkir um áhrif stórframkvæmda á þjóðarbúskapinn snertir ekki síst samspil þeirra og annarra afla sem hafa áhrif á þjóðarbúskapinn. Á síðastliðnu ári urðu t.d. breytingar á lánamarkaði. Veruleg áhrif þeirra bættust við áhrif framkvæmdanna á innlenda eftirspurn. Aðgangur einstaklinga að lánsfjármagni jókst til muna þegar innlendir bankar tóku að bjóða fasteignaveðlán með lægri vöxtum, til lengri tíma og með meiri veðsetningu en áður hefur þekkst. Viðbrögð almenningsvið þessum breytingum hafa verið sterkari en nokkurn óraði fyrir. Í janúarlok höfðu innlánsstofnanir lánað u.þ.b. 138 ma.kr. til tæplega 12.500 einstaklinga í formi fasteignaveðlána. Að miklu leyti hefur þessum lánum verið varið til þess að greiða upp eldri óhagkvæmari lán, en jafnvel þótt aðeins broti tekinna lána verði varið til annarra útgjalda geta áhrifin orðið afgerandi. Í því sambandi má hafa í huga að haldi útlánin áfram með svipuðum hraða í heilt ár og ef 10% þeirra er varið til einkaneyslu yrði einkaneysla í heild u.þ.b. 10% meiri en ella. Með því að stórauka húsnæðiseftirspurn hafa breytingar á lánamarkaði átt töluverðan þátt í því að verðbólga mælist nú yfir þolmörkum.

Hækkun húsnæðisliðar skýrir um helming verðbólgunnar undanfarna tólf mánuði.
    Áhrif aukins framboðs lánsfjár á neysluverðlag hafa til þessa einkum komið fram í húsnæðislið vísitölu neysluverðs. Í byrjun febrúar hafði húsnæðisliðurinn hækkað um 14% á einu ári og hefur húsnæðisverðbólga ekki verið meiri frá árinu 2000. Meginástæðan er hækkun markaðsverðs húsnæðis, sem undanfarna tólf mánuði hefur hækkað um 17%. Ekki eru öll kurl komin til grafar í þeim efnum. Mikil hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu undir lok sl. árs er ekki að fullu komin fram í vísitölunni, þar sem í henni er miðað við þriggja mánaða meðaltöl. Af 4,5% hækkun vísitölunnar undanfarna tólf mánuði stafar u.þ.b. helmingur af hækkun húsnæðisliðarins.
    Annar þáttur vísitölunnar sem hækkað hefur töluvert umfram aðra er verðlag opinberrar þjónustu. Eftir þó nokkra hækkun í febrúar nam tólf mánaða verðhækkun opinberrar þjónustu 7,2%. Verðlag þjónustu einkaaðila hefur einnig hækkað töluvert umfram verðbólgumarkmiðið, eða um 3,6%. Þar sem þjónusta einkaaðila vegur þungt í vísitölunni, eða rúmlega 23%, hefur hækkun þessa liðar lagt umtalsverðan skerf til hækkunar vísitölunnar (sjá mynd 3).
    Verulega hefur dregið úr þætti verðhækkunar bensíns og olíu í hækkun vísitölunnar undanfarna mánuði. Bensínverð var í febrúar 4,9% hærra en fyrir ári og áhrif þeirrar hækkunar á tólf mánaða hækkun vísitölunnar námu tæplega 0,2%. Ef horft er framhjá áhrifum hækkandi verðlags húsnæðis, opinberrar þjónustu og bensíns var verðbólgan tæplega 2% á undanförnum tólf mánuðum eins og sést af mynd 4.
    Með nokkrum undantekningum hefur verðlag vöru haldist tiltölulega stöðugt undanfarið ár. Auk bensíns hefur verðlag innlendrar búvöru, einkum kjötvöru, hækkað verulega. Að frátöldu bensíni hefur verðlag innfluttrar vöru hjaðnað um ríflega 1%.

Verðlag hefur hækkað mest á vörum og þjónustu í greinum sem ekki sæta erlendri samkeppni.
    Verðlagsþróun undanfarinna mánaða fylgir kunnuglegu mynstri. Í byrjun uppsveiflu gætir aukinnar eftirspurnar, einkum í verðlagi á þeim sviðum þar sem erlendrar samkeppni gætir minnst, enda hefur gengið tilhneigingu til að hækka í byrjun uppsveiflu. Gengishækkunin veitir viðnám gegn hækkun verðlags á sviðum þar sem erlend samkeppni er fyrir hendi. Það á hins vegar ekki við um íbúðamarkaðinn, töluverðan hluta þjónustu einkaaðila, búvöru eða opinbera þjónustu. Vaxandi ójafnvægi í ytri jöfnuði þjóðarbúskaparins veikir hins vegar stöðu gjaldmiðilsins og þar með verðbólguhorfur til lengri tíma.

Verðbólgan undanfarið ár var í meginatriðum eftirspurnardrifin.
    Verðbólga getur til skemmri tíma ýmist verið eftirspurnardrifin, ráðist af kostnaðarbreytingum, eða af samspili hvors tveggja. Á síðasta ári átti kostnaðarþróun utan áhrifasviðs innlendrar peningastefnu, þ.e.a.s. verðhækkun eldsneytis á erlendum mörkuðum, lengi vel töluverðan hlut að máli. Að því leyti var verðbólgan síður áhyggjuefni, því líkur voru á að áhrifin myndu fjara út tiltölulega fljótlega eða hækkunin jafnvel ganga til baka, sem nú hefur gerst að nokkru leyti.
    Ef laun hækka til muna hraðar en framleiðni getur slíkt valdið aukinni verðbólgu. Því má þó ekki gleyma að hve hratt slík áhrif koma fram ræðst einnig af eftirspurn og að vöxtur eftirspurnar hefur áhrif á atvinnustig og þar með launaþróun. Þegar kjarasamningar helstu stéttarfélaga lágu fyrir í mars á sl. ári lagði Seðlabankinn mat á launaþróun (sjá Peningamál 2004/1 bls. 1 og 9). Niðurstaða bankans var að kjarasamningarnir gætu í meginatriðum samrýmst verðbólgumarkmiðinu. Launaþróunin til þessa virðist ekki benda til þess að það mat hafi verið rangt. Atvinnusköpun virðist hafa verið tiltölulega hæg í upphafi uppsveiflunnar og erlent vinnuafl gegnt stærra hlutverki við virkjunarframkvæmdir en reiknað var með. Því hefur launaskrið til þessa verið tiltölulega lítið miðað við hagvöxtinn, að því er virðist. Jafnframt felur tiltölulega hæg atvinnusköpun á sama tíma og hagvöxtur hefur verið ör í sér að framleiðni hafi vaxið hratt á undanförnum árum. Áætlað er að á árunum 2003 og 2004 hafi launakostnaður á framleidda einingu lítið aukist á milli ára. Um þetta ríkir reyndar umtalsverð óvissa sakir margvíslegra vandamála við túlkun gagna, en með hliðsjón af þekktum dæmum bendir flest til þess að framleiðni hafi aukist hratt á undanförnum árum.
    Gengisþróunin að undanförnu hefur verið verðlagsþróun hagstæð. Það sem af er ári hefur gengi krónunnar að meðaltali verið tæplega 7% hærra en á sama tíma í fyrra. Kemur þetta glögglega fram í hjöðnun verðlags innfluttrar vöru, einkum ef áhrifum bensínverðs er haldið til hliðar.
    Af ofansögðu virðist einsýnt að undirliggjandi kostnaðarþróun skýrir ekki vaxandi verðbólgu að undanförnu ólíkt ofþensluárunum 1998 til 2001, þegar laun á framleidda einingu jukust að meðaltali um 4 1/ 2% áári. Ör vöxtur eftirspurnar, viðskiptahalli og vaxandi spenna á vinnumarkaði sem af miklum vexti leiðir kann hins vegar að leiða til slíks kostnaðarþrýstings síðar, en án frekari aðgerða gæti slíkt aukið enn á verðbólguvandann.

4. Verðbólguhorfur.
Spá Seðlabankans í desember sýndi versnandi verðbólguhorfur.
    Í byrjun desember sl. birti Seðlabankinn verðbólguspá sem sýndi umtalsvert lakari verðbólguhorfur næstu tvö ár en spá sem bankinn birti í byrjun júní og endurmat á þeirri spá sem birtist í september. Í Peningamálum 2004/4 er greint frá ástæðum þessarar þróunar: hraðari vexti innlendrar eftirspurnar en áður var reiknað með, auknum stóriðjuáformum, sérstaklega 2005, og auknu framboði íbúðalána til einstaklinga á lægri vöxtum en áður buðust. Spáin sýndi umtalsverða hættu á að þolmörk yrðu rofin á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þótt horfur hafi verið taldar á nokkurri hjöðnun síðar á árinu sýndi grunnspáin verðbólgu töluvert yfir verðbólgumarkmiðinu allt spátímabilið og vaxandi undir lok þess, þ.e.a.s. að því gefnu að vextir og gengi héldust óbreytt. Verðbólguuppsveiflan undir lok tímabilsins helgaðist af mikilli framleiðsluspennu á árinu 2006, sem talin var geta orðið álíka mikil og á fyrri ofþensluskeiðum undanfarinna áratuga. Ennfremur var talið líklegra, ef ekkert yrði aðhafst, að verðbólgan yrði meiri en í grunnspánni fremur en að hún yrði minni. Helgaðist það meðal annars af hættu á að gengi krónunnar tæki að veikjast undir lok spátímabilsins og af því að verðbólguspáin benti til þess að veruleg hætta væri á meiri hækkun launa en í forsendum spárinnar í kjölfar hugsanlegrar endurskoðunar á launalið kjarasamninga í nóvember næstkomandi.

Vaxtahækkun bankans og hækkun gengis hafa bætt horfurnar …
    Til þess að bregðast við þessum verðbólguhorfum sá Seðlabankinn sig knúinn til að hækka stýrivexti óvenju mikið um leið og verðbólguspáin var birt í desember sl., eða um 1 prósentu, í 8,25%. Jafnframt gaf bankinn til kynna að búast mætti við frekari aðhaldsaðgerðum. Vaxtahækkunin og gengishækkunin sem fylgdi í kjölfarið breytti vitaskuld forsendum verðbólguspárinnar umtalsvert. Áhrif aðgerða í peningamálum taka alllangan tíma að koma fram og eru því ekki mikil til skamms tíma, ef undan eru skilin áhrif hærra gengis krónunnar á nokkra gengisnæma þætti neysluverðsvísitölunnar. Því var ljóst að aðgerðir bankans hefðu tiltölulega takmörkuð áhrif á líkur þess að verðbólgan færi yfir þolmörk á fyrsta fjórðungi ársins 2005. Að auki hafa aðgerðir Seðlabankans til þessa ekki megnað að hafa áhrif á vexti íbúðaveðlána, sem er meginástæða þess að verðbólga hefur aukist eins og raun ber vitni. Möguleikar Seðlabankans til þess að hafa áhrif á eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði og þar með húsnæðislið vísitölu neysluverðs eru því takmarkaðir til skamms tíma. Vaxandi tólf mánaða hækkun húsnæðisliðarins á undanförnum mánuðum ræðst að nokkru leyti af svokölluðum grunnáhrifum (e. base effect), þ.e.a.s. því að liðurinn hækkaði mjög lítið á sama tíma fyrir tólf mánuðum. Hækkun húsnæðisliðarins í hverjum mánuði hefur því komið sem hrein viðbót við árshækkun hans. Á tímabilinu mars til júní 2004 hækkaði húsnæðisliðurinn um tæplega 1 1/ 2% í hverjum mánuði. Til þess að framlag húsnæðisliðarins til verðbólgunnar hætti að aukast má hækkun hans í hverjum mánuði ekki verða meiri á þessu tímabili í ár. Miðað við hækkun húsnæðisliðarins undanfarna fjóra mánuði, sem hefur verið á bilinu 1–2 1/ 2% í hverjum mánuði, og að lífleg fasteignaviðskipti eru oft á vormánuðum má þó telja töluverðar líkur á að árshækkun húsnæðisliðarins eigi eftir að aukast enn frekar. Að endingu mun hins vegar vaxandi framboð nýbygginga leiða til þess að þessi hrina verðhækkana stöðvast eða snýst jafnvel við. Enn sem komið er virðast eftirspurnaráhrifin þó hafa yfirhöndina og ekki fyrirsjáanlegt að það breytist í bráð.

… en ekki nóg til þess að verðbólgumarkmið bankans náist á spátímabilinu án frekara aðhalds.
    Hærra gengi og vextir munu hafa töluverð áhrif á verðbólguþróunina þegar líða tekur á þetta ár og á því næsta og vega á móti áhrifum hækkandi verðlags í þeim geirum sem starfa í skjóli fyrir erlendri samkeppni. Endurmat á efnahags- og verðbólguhorfum miðað við þessar nýju upplýsingar bendir til þess að verðbólga muni verða nokkru minni á næstu tveimur árum en gert var ráð fyrir í síðustu spá bankans. Helgast það einkum af beinum áhrifum hærra gengis krónunnar til skamms tíma litið og því að hærri vextir og gengi leiða til nokkru minni framleiðsluspennu til lengri tíma litið. Þó virðist enn ljóst að jafnvel miðað við núverandi gengi og vexti verði verðbólga yfir verðbólgumarkmiðinu allt spátímabilið og vaxandi undir lok þess. Möguleikar bankans til að hafa áhrif á hækkun húsnæðisliðarins virðast ennfremur takmarkaðar til skamms tíma og engin merki eru enn um aðfarið sé að draga úr hækkuninni. Í ljósi ofangreinds er nokkur hætta á að samið verði um auknar launahækkanir við endurskoðun á launalið kjarasamninga í nóvember næstkomandi, en það myndi ýta enn frekar undir verðbólgu á næsta ári. Með það og hugsanleg áhrif veikara gengis er fram líða stundir í huga verður að álykta að líkur séu á því að verðbólga verði að óbreyttu töluvert yfir markmiði á næsta ári.

5. Peningastefnan.
Hefði mátt hefja hækkun vaxta fyrr?
    Eðlilegt er að spurt sé hvort koma hefði mátt í veg fyrir þá miklu verðbólgu sem nú blasir við ef peningastefnunni hefði verið beitt af enn meiri framsýni. Ef þróun stýrivaxta Seðlabankans er skoðuð í ljósi einfaldrar Taylor-reglu, sem athuganir sýna að fer nærri því sem einkennt hefur atferli seðlabanka sem náð hafa góðum árangri, má draga þá ályktun að hefja hefði mátt hækkun stýrivaxta nokkru fyrr og skarpar en gert var. Ekki er sjálfgefið að líta beri á slíkt sem mælikvarða á gæði peningastefnunnar. 3 Hér verður að hafa í huga að það sem virðist augljóst miðað við nýjustu upplýsingar um efnahagsþróunina var ekki augljóst áður en þau gögn lágu fyrir. Eins og áður segir kom ekki í ljós fyrr en nokkuð var liðið á sl. ár að hagvöxtur árið 2003 hafði verið mun meiri en áður var talið og jafnvel þá ríkti töluverð óvissa um hvort um væri að ræða viðvarandi ástand. Fyrst eftir að tölur um hagvöxt á fyrsta fjórðungi ársins birtust í júní sl. varð ljóst að stefndi í mun meiri hagvöxt á árinu í heild en áður var talið. Hin mikla hækkun húsnæðisverðs á rót sína að rekja til atburða á sumar- og haustmánuðum sem komu flestum í opna skjöldu. Hve viðbrögðin urðu sterk kom ekki síður á óvart. Um leið og þau urðu ljós brást Seðlabankinn hart við og hækkaði stýrivexti um 1,5 prósentur í nóvember og desember. Þessu til viðbótar má nefna breytt stóriðjuáform. Framkvæmdirnar eru stærri umfangs og fyrr á ferðinni en áður var ráðgert þannig að meginþungi þeirra verður í ár en ekki 2006. Þar með er stærri hluti þeirra óvænt kominn nær í tíma en svo að peningastefnan hafi umtalsverð áhrif á innlenda eftirspurn til mótvægis.
    Eftir á að hyggja má því færa rök fyrir því að hefja hefði mátt vaxtahækkunarferlið fyrr og hraðar en raun varð á. Það var hins vegar ekki augljóst þegar ákvarðanir í peningamálum voru teknar á sínum tíma. Frávikið er að auki ekki stórt og Seðlabankinn hefur þegar tekið mikilvæg skref til að leiðrétta það.

Tilefni til enn frekara aðhalds í peningamálum.
    Miðað við verðbólguhorfurnar nú virðist ærið tilefni til enn frekara aðhalds í peningamálum. Verðbólgan hefur aukist frá því síðasta spá var gerð, einkum undirliggjandi verðbólga. Þótt hingað til hafi mátt rekja aukna verðbólgu að mestu leyti til húsnæðisliðarins hefur að undanförnu gætt vaxandi þrýstings á verðlag þjónustu einkaaðila. Jafnframt er innflutt verðbólga sem rekja má til hækkunar eldsneytisverðs á erlendum mörkuðum nú minni þáttur verðbólgunnar en áður, eins og komið hefur fram. Jafnan hefur þótt ástæða til að horfa framhjá þeim hluta verðbólgunnar sem er af erlendum rótum, utan áhrifasviðs peningastefnunnar og líklegur til að vara tiltölulega skamma hríð. Slíkum þáttum er síður til að dreifa nú.
    Nokkur umræða hefur verið um hvort æskilegt sé að miða verðbólgumarkmiðið við vísitölu neysluverðs án húsnæðis, en verðbólga án húsnæðis var í byrjun febrúar enn í námunda við verðbólgumarkmiðið. 4 Í því sambandi er rétt að minna á að ef verðbólgu gætir jafnan fyrst í geirum sem ekki verða fyrir erlendri samkeppni, kynni slíkt að tefja viðbrögð peningastefnunnar og kalla fram harðara aðhald á tímum þegar gengi og önnur eignaverð lækka. Þannig benda rannsóknir Seðlabankans til þess að húsnæðisverðbólga sé leiðandi vísbending um almenna verðbólgu síðar meir. 5
    Fátt bendir til þess að draga muni umtalsvert úr vexti eftirspurnar á næstu mánuðum. Eftir vísbendingar um heldur hægari vöxt sl. haust og snemma vetrar virðist aftur hafa hert á vextinum undir lok sl. árs. Mikið framboð húsnæðisveðlána á lægri vöxtum en áður gefur einstaklingum færi á að létta greiðslubyrði, auka skuldir eða taka fjármuni úr húsnæðiseign sinni. Allt þetta og verðhækkun íbúða sem af því leiðir ýtir undir einkaneyslu.
    Þrátt fyrir hækkun stýrivaxta um næstum 3 prósentur á sl. ári eru áætlaðir raunstýrivextir enn ekki til muna hærri en líklegir náttúrulegirraunvextir á Íslandi. Þetta stafar af því að verðbólguvæntingar hafa hækkað í samræmi við liðna verðbólgu. Meðan verðbólguvæntingar haldast svo háar dregur það verulega úr áhrifamætti hærri stýrivaxta.
    Hærra gengi krónunnar mun stuðla að því að færa verðbólguna nær verðbólgumarkmiðinu á þessu ári. Þó er ekki víst að það muni duga til þess að tryggja óbreyttan launalið kjarasamninga, né heldur virðist líklegt að aðhald peningastefnunnar sé orðið nægilegt til þess að koma í veg fyrir að verðbólga taki að rísa á ný á næsta ári, þegar framleiðsluspenna nær hámarki, ef að líkum lætur. Til þess að ná verðbólgumarkmiðinu er því nauðsynlegt að auka enn aðhald peningastefnunnar.

Erfiðleikar í atvinnulífi óhjákvæmileg hliðaráhrif.
    Aukið aðhald peningastefnunnar mun á næstu mánuðum óhjákvæmilega hafa hliðaráhrif sem verða útflutnings- og samkeppnisgreinum erfið. Aukið aðhald leiðir til aukins vaxtamunar við útlönd, haldist erlendir vextir lágir. Vaxtamunurinn kallar á innstreymi lánsfjár og hækkun á gengi krónunnar uns væntingar um lækkun gengis síðar gera erlend lán og innlend jafn hagkvæm. Á meðan framboð erlends lánsfjár er jafn mikið og raun ber vitni er óhjákvæmilegt að miðlun peningastefnunnar eigi sér að verulegu leyti stað í gegnum gengisbreytingar. Útflutningsfyrirtæki og önnur fyrirtæki í erlendri samkeppni verða því að búa sig undir erfiða tíma um sinn. Rétt er að hafa í huga að minna aðhaldssöm peningastefna kemur ekki endilega í veg fyrir hækkun raungengis. Það kann að hækka síðar og þá fyrir tilstilli aukinnar verðbólgu og launahækkana fremur en nafngengishækkunar. Ef sú leið er farin er hætt við að stjórnvöld peningamála standi að lokum frami fyrir jafnháu raungengi en með meiri verðbólgu einmitt á þeim tíma sem líklegt er að gengi krónunnar taki að veikjast á ný. Hærri vexti en ella þarf til þess að kveða niður verðbólguna við slíkar aðstæður og hætta á fjármálalegum óstöðugleika er mun meiri. Í því sambandi er rétt að minna á að á þeim árum sem fastgengisstefnu var fylgt hér á landi voru hátoppar í raungengi síst lægri en nú er. Munurinn felst fyrst og fremst í því að þá hækkaði raungengið eingöngu fyrir tilstilli meiri verðbólgu og launahækkana en í viðskiptalöndunum, en ekki sakir hækkunar nafngengis. Í ljósi þess hve verðtryggðar skuldir eru orðnar miklar í hlutfalli við tekjur gæti slík framvinda verið til muna háskalegri nú en þá. Framkvæmdir þær sem standa yfir munu óhjákvæmilega hafa umtalsverð ruðningsáhrif í för með sér. Peningastefnan getur í mesta lagi ráðið einhverju um tímasetningu þeirra en ekki komið í veg fyrir þau. Tilraunir til að fresta ruðningsáhrifunum munu að öllum líkindum aðeins gera þau erfiðari viðfangs. Til dæmis gæti það leitt til vinnudeilna og meiri launahækkana en ella og því meiri verðbólgu á næsta ári. Á hinn bóginn myndi meira aðhald í fjármálum hins opinbera en nú er fyrirhugað draga úr þörfinni fyrir aukið aðhald í peningamálum og þar með óæskilegum hliðaráhrifum þess.
    Þeirri skoðun hefur verið varpað fram að hækkun bindiskyldu kynni að vera heppilegri aðgerð en hækkun vaxta til að draga úr framboði lánsfjár. Seðlabankinn er ósammála þessu. Í fyrsta lagi hafa öflugum innlendum fjármálastofnunum opnast ýmsir möguleikar til að víkja sér undan áhrifum aukinnar bindiskyldu. Í öðru lagi kann aukin bindiskylda að koma mjög misjafnlega niður á einstökum lánastofnunum og gæti t.d. komið sérstaklega hart niður á sparisjóðum sem ekki hafa sömu möguleika til forðast áhrif bindiskyldunnar. Í þriðja lagi sýnir alþjóðleg reynsla að afar erfitt er að sjá fyrir áhrif breytinga á bindiskyldu og afleiðingar fyrir einstakar stofnanir geta verið afdrifaríkar. Það er meginástæða þess að enginn helstu seðlabanka heims notar breytingar á bindiskyldu lengur sem stjórntæki. Í fjórða lagi eru áhrif breytinga á bindiskyldu á vexti og gengi í stórum dráttum hin sömu og af hækkun stýrivaxta þótt miðlunarferlið kunni að vera með öðrumhætti og koma mismunandi niður á einstökum geirum lánakerfisins. Í fimmta lagi er breyting á bindiskyldu ógagnsæ aðgerð og áhrif á væntingar ófyrirséð. Komi áhrif vaxtahækkunar fram í minni verðbólguvæntingum dregur það úr kostnaði aukins aðhalds.

Stýrivextir hækka um 0,5 prósentur frá 22. febrúar.
    Í inngangi Peningamála 2004/4 gaf Seðlabankinn í skyn að nauðsynlegt yrði að hækka stýrivexti bankans enn frekar til þess að ná því markmiði að verðbólga verði því sem næst 2 1/ 2% á næstu tveimur árum. Að athuguðu máli telur bankastjórn Seðlabankans nauðsynlegt að taka enn eitt skref til aukins aðhalds nú. Því hefur bankastjórnin ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentur frá og með 22. febrúar næstkomandi. Aðrir vextir bankans verða hækkaðir um 0,5 prósentur frá 21. febrúar n.k. Líklegt er að þörf verði á enn frekari aðhaldsaðgerðum á árinu. Með nægu aðhaldi telur bankinn unnt að ná verðbólgumarkmiðinu innan tveggja ára. Að líkindum mun verðbólgan verða komin undir þolmörkin á ný í sumar og með nægu aðhaldi nálægt verðbólgumarkmiðinu á næsta ári. Seðlabankinn mun ekki hvika frá því markmiði.
    Í Peningamálum sem gefin verða út 22. mars n.k. verður birt ný þjóðhags- og verðbólguspá bankans.Fylgiskjal VII.


Ólafur Teitur Guðnason:

„Stóriðjustefnan er mesta ógnin við lífskjör og atvinnulíf.“
Viðtal við Steingrím J. Sigfússon.
(Viðskiptablaðið, 10. júní 2005.)


    Hvers vegna ættu þeir, sem leggja fyrst og fremst áherslu á hagstæð skilyrði fyrir atvinnulífið, að kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð? Steingrímur J. Sigfússon formaður flokksins er ekki lengi að bregðast við spurningunni með annarri spurningu: „Hvers vegna í ósköpunum ættu þeir að kjósa núverandi stjórnarflokka? Nema það væri hópur manna sem ætlaði sér að byggja álver; þeir ættu augljóslega að kjósa þá. En ég sé ekki að stjórnarflokkarnir séu að gera atvinnulífinu almennt gott um þessar mundir, sérstaklega ekki íslenskum samkeppnis- og útflutningsgreinum.“

„Nýsköpun er vanrækt.“
    Steingrímur segir að Vinstri-grænir hafi haft forystu um að koma málefnum lítilla og meðalstórra fyrirtækja á dagskrá. Í mars 2004 samþykkti Alþingi tillögu þeirra um aðgerðir til stuðnings slíkum fyrirtækjum og nýsköpun í atvinnulífinu.
    „Þessi akur hefur verið vanræktur hér,“ segir Steingrímur. Á síðustu árum hafa verið tilburðir til að bæta úr, en menn voru miklu lengur að átta sig á því hér en annars staðar að hrygglengjan í nýsköpun og þróun er í grasrótinni; hjá smáfyrirtækjum og einyrkjum. Tölfræðin sýnir að 60–70% nýrra starfa í Evrópusambandinu verða til á þessum vettvangi, þ.e. í nýjum fyrirtækjum eða litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem eru að vaxa. Það er ekki í stórfyrirtækjunum sem obbinn af nýjum störfum verður til.“
     – Hvernig á að hjálpa þessum geira?
    „Það þarf að hlúa að menntun, rannsóknum og þróun og auðvelda mönnum að komast af stað. Sérstaklega þarf þó að vera til reiðu fjármagn handa fyrirtækjum þegar þau eru að þroskast upp úr því að vera eins manns viðskiptahugmynd yfir í raunverulegan rekstur. Það er á því tímaskeiði sem fjárþörfin er tilfinnanleg en stórir fjárfestar hafa ekki áhuga fyrr en reksturinn er kominn af stað. Menn hafa reynt að taka á þessu hér og stofnuðu Nýsköpunarsjóð, sem á einmitt að brúa þetta bil. Hann gerði margt gott á meðan hann hafði peninga til þess, en núna er hann fullfjárfestur. Á það höfum við bent og lagt til að hann fengi meira fjármagn, en því er ekki sinnt. Áhersla stjórnvalda er öll á stóriðjuna.“
Hvers vegna fer Bang & Olufssen upp í sveit?
    Steingrímur segir að í öðru lagi leggi Vinstri-grænir mikla áherslu á að hið opinbera skapi vinveitt umhverfi fyrir fjölbreytt atvinnulíf. Með „vinveittu umhverfi“ eigi hann ekki fyrst og fremst við lága skatta og annað slíkt sem varði hagsmuni fjármagnsins, þótt þeir skipti líka máli.
    „Við erum ekki síður að tala um stoðkerfi og innviði samfélagsins. Að það sé til dæmis búið vel að fjölskyldunni. Það skiptir máli þegar aðili ákveður hvar hann vill setja niður sinn atvinnurekstur,“ segir Steingrímur. „Framsýnir stjórnendur horfa ekki bara á skattalöggjöfina eða þvíumlíkt. Þeir horfa líka á samfélagið og spyrja sig hvort starfsfólkið komi til með að verða ánægt að búa í samfélaginu. Hvort þeir geti reiknað með að halda í vinnuaflið.“
    Steingrímur segir að hér á landi hafi atvinnumál lítið verið rædd út frá þessum sjónarhóli. Víða annars staðar, til dæmis í Danmörku, sé hins vegar lagt mikið upp úr þessu. „Það er gaman að fara um sveitir á J'otlandi og sjá þar, ja, segjum til dæmis verksmiðju frá Bang & Olufssen blasa allt í einu við í einhverju smásamfélagi. Maður spyr hvað þeir séu eiginlega að gera þarna langt uppi í sveit með heljarmikla framleiðslu. Svarið er: Þar er hagstætt umhverfi, fjölskylduvænt samfélag, góðir leikskólar og grunnskólar, góð þjónusta og allt til alls. Vinnuveitandinn getur því reiknað með að hafa stöðugt vinnuafl sem unir vel sínum hag. Gott stoðkerfi við atvinnulífið skiptir þess vegna miklu máli og hið opinbera verður að hafa ákveðna stefnu í þeim efnum.“

Þrennt mælir gegn stóriðju.
    Stóriðjan er Steingrími hugleikin. Hann segir að Vinstri-grænir hafi mótmælt því sem hann kallar „blinda og óhefta stóriðjupólitík“ af í það minnsta þremur ástæðum.
    „Í fyrsta lagi mótmælum við henni auðvitað í þeim tilvikum þegar framkvæmdir sem henni tengjast eru algjörlega óásættanlegar af umhverfisástæðum. Við viljum ekki kyngja því að við Íslendingar séum þannig staddir að við þurfum að færa stórfelldar umhverfisfórnir bara til þess að byggja verksmiðjur sem skapa nokkur hundruð störf. Við erum ekki svo fátæk að við þurfum þess.
    Í öðru lagi drögum við arðsemi þessara framkvæmda mjög í efa, sérstaklega virkjanaþáttarins. Það liggur fyrir að verðið sem fæst fyrir raforkuna er óheyrilega lágt, en Íslendingar hamast við að festa orkuna á útsöluprís til áratuga. Það er einhver heimskulegasta ráðstöfun sem maður hefur lengi séð á tímum hækkandi orkuverðs í heiminum.
    Í þriðja lagi er umfang þessara gríðarlegu og samþjöppuðu framkvæmda slíkt að það er að skapa okkar atvinnu- og efnahagslífi mikla erfiðleika. Ruðningsáhrifin eru núna að koma fram af fullum þunga. Við vöruðum auðvitað við þeim en fengum lítinn hljómgrunn. Ég kemst varla yfir það hversu aumir forsvarsmenn atvinnulífsins, útflutnings- og samkeppnisgreinanna, voru á þessum tíma. Nú eru þeir farnir að láta í sér heyra en talsmenn iðnaðarins og sjávarútvegsins skrifuðu meira eða minna upp á þessi stóriðjuplön. Þeir tóku þátt í kórnum. Svo koma þeir núna og bera sig illa, enda blasa áhrifin við hverjum manni og þýðir ekkert að deila um þau.

„Eins og snjóplógur í gegnum atvinnulífið.“
    „Stóriðjan er núna eins og stór snjóplógur sem keyrir í gegnum íslenskt atvinnulíf og ryður frá sér á báðar hendur,“ segir Steingrímur. „Við sjáum störfin tapast. Það kemur fyrst fram í fiskvinnslu og iðnaði sem hefur átt á brattann að sækja, en líka í ferðaþjónustu og almennum útflutningsiðnaði. Það er haft eftir Herði Arnarsyni forstjóra Marels, sem á heiður skilinn fyrir að þora að segja það sem aðrir iðnrekendur eru kannski að hugsa, að öll þeirra uppbygging á næstunni verði erlendis vegna óhagstæðra skilyrða hér; hás gengis og mikillar þenslu. Svipað heyrir maður frá öðrum iðnfyrirtækjum. Við fórnum sem sagt þessum störfum til þess að skapa rými fyrir hin tiltölulega fáu og einhæfu störf við frumbræðslu málma.“
    Steingrímur segist óttast að bakreikningarnir verði hroðalegir. Íslenskt atvinnulíf verði einhæfara og með minni aðlögunarhæfni en ella hefði getað orðið. Hér hafi ýmsar vaxtargreinar byggst upp; ferðaþjónusta, lyfjaiðnaður, og tækni- og þekkingarfyrirtæki eins og Össur og Marel hafi verið í stórsókn. Nú sé þetta hins vegar að stöðvast.
    „Við höfum áfram prýðilegar aðstæður til að skapa framsækið, tækni- og þekkingarmiðað atvinnusamfélag, en langmesta ógnunin við það er stóriðjustefnan. Látum nú vera ef þetta væri tímabundið ástand. Nú boða stjórnvöld hins vegar áframhald á fullri ferð. Þannig að í stað þess að það rofi til árið 2007 og hagkerfið fái að jafna sig eru menn að teikna upp framtíð sem felur í sér áframhaldandi innspýtingu í hagkerfið, hátt gengi og þenslu til ársins 2010 eða 2012. Þá verða ruðningsáhrifin búin að vera að verki í miklu lengri tíma og úthald þeirra sem fyrir þeim verða verður búið.“

„Mesta ógnunin við lífskjör í landinu.“
    „Stóriðjustefnan er jafnframt mesta ógnunin við efnahagslífið almennt,“ segir Steingrímur. „Henni fylgir þessi mikli viðskiptahalli og mikla erlenda skuldasöfnun, sem er til langs tíma litið mesta ógnunin við lífskjörin í landinu. Við erum orðin eitt skuldugasta land heimsins á flesta viðurkennda mælikvarða. Eina undantekningin er ríkissjóður og ég fagna því auðvitað – því að ég ætla honum mikið hlutverk í velferðarsamfélagi komandi ára – en það er að sama skapi dapurlegt að allar hinar meginstoðir samfélagsins, heimilin, sveitarfélögin og atvinnulífið, eru kafskuldsettar. Þjóðarbúið í heild er skuldsettara en nokkru sinni fyrr. Við komum til með að slá fleiri vafasöm heimsmet á þessum sviðum innan fárra mánaða eða missera.“

„Stóriðjan er gamaldags – ekki við.“
    Steingrímur kannast vitanlega við þann stimpil sem stundum er settur á Vinstrihreyfinguna – grænt framboð, að hún sé á móti flestu því sem framtíðin ber í skauti sér. Hann telur hins vegar að sá stimpill eigi betur heima á enni ríkisstjórnarflokkanna.
    „Það er einmitt stóriðjustefna ríkisstjórnarinnar sem er mesta forneskjan í þessu öllu saman. Þessi blinda trú á stórar, gamaldags pakkalausnir og opinbera stýringu í atvinnuuppbyggingunni. Ríkið er þarna undir og yfir og allt um kring. Í staðinn hefði ég viljað sjá að menn sköpuðu trausta umgjörð, settu sér það markmið að þegar unga fólkið kemur úr skóla bíði þess hagstætt umhverfi, og léti því síðan eftir að ákveða sjálft á hvaða atvinnugreinar það vildi leggja áherslu. Við þurfum ekkert að ákveða það fyrir ungt fólk á Íslandi í dag að það skuli vinna í álverum.“
    Írland er ágæt fyrirmynd í þessum efnum að mati Steingríms. „Írar eru, eins og við, ein yngsta þjóð Evrópu. Mjög stórir árgangar af ungu fólki eru að koma inn á vinnumarkaðinn. Hér á Íslandi hefur stundum heyrst að þetta sé ógurlegt vandamál; það sé gríðarlegt verkefni fyrir stjórnvöld að skapa störf handa öllu þessu unga fólki. Írarnir líta ekki þannig á. Þeir segja: Þetta unga fólk er auðlind. Við ætlum að sjá um að það eigi kost á góðri menntun og að þess bíði hagstæð skilyrði. Þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því að það muni spjara sig sjálft og gera sér mat úr þeim tækifærum sem bjóðast. Þetta er auðvitað reyndin – og þannig viljum við nálgast þetta.“

Lykilorðið: Fjölbreytni.
    Mesti styrkur í atvinnulífi hverrar þjóðar er fjölbreytni, að mati Steingríms. Fjölbreytni feli í sér aðlögunarhæfni og viðbragðsflýti. „Það er þess vegna algjörlega gegn öllu því sem ég trúi á í þessum efnum að keyra með handafli á þessa einhæfu stóriðjustefnu, þar sem heimsmarkaðsverð á áli – þessum eina málmi – er á góðri leið með að verða örlagaríkasta breytan í íslensku efnahagslífi.“
    Hann segir að sumir sérfræðingar spái því að álverð geti ekki hækkað til lengdar, enda eigi það í harðri og vaxandi samkeppni við ýmis ný trefjaefni og svokölluð ofurefni. Álið sé á útleið bæði í bíla- og flugvélaiðnaði. „Doktor í þessum fræðum segir mér að það sé algjörlega borin von að ál geti hækkað á heimsmarkaði til lengri tíma litið, því þá muni það einfaldlega verðleggja sig út af markaðium. Samkeppnin sé orðin það hörð við önnur efni. Áhættan af því að reiða sig óhóflega á þennan eina málm er því umtalsverð.“
    Hins vegar segist Steingrímur bjartsýnn á að Íslendingar eigi möguleika á að skapa gott og farsælt samfélag með fjölbreyttu atvinnulífi, ef menn snúi af rangri braut.
    „Og til þess að svara upphafsspurningunni aftur: Allir aðrir en þeir sem ætla sér að byggja og reka fleiri álver – það er: gera út á gjafmildi núverandi ráðamanna á raforku og takmarkaða virðingu þeirra fyrir náttúrunni – geta með góðri samvisku stutt okkur. Þeir sem byggja álverin eru erlendir aðilar sem hafa ekki kosningarétt hér og þar af leiðandi er niðurstaðan einföld. Allir, jafnt atvinnurekendur sem launamenn, bæði geta og eiga að kjósa okkur. Núverandi valdhafar eru löngu komnir fram yfir síðasta söludag.“


Fylgiskjal VIII.


Sigurður Már Jónsson:

Þýðir ekki að reisa fleiri álver án mótvægisaðgerða.
Viðtal við Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóra LÍÚ.
(Viðskiptablaðið, 10. júní 2005.)


    Þá er forskriftin komin – aðeins spurning hvort við förum eftir henni! Samkvæmt skýrslu Hafrannsóknastofnunar um ástand nytjastofna sjávar, sem kynnt var í byrjun vikunnar, munu veiðiheimildir í þorski minnka um 7.000 tonn á næsta fiskveiðiári, verði farið að aflareglu. Þá gerir stofnunin tillögu um aukningu leyfilegs hámarksafla í ýsu og ufsa. Þegar blaðamaður hitti Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), var hann enn að rýna í hina miklu skýrslu Hafró. Við fyrstu sýn sagðist hann vera ánægður með sumt en síður með annað. Segja má að LÍÚ hafi verið einn dyggasti stuðningsmaður rannsóknarhefðar Hafró í gegnum tíðina og líklega finnast fá dæmi um jafn mikla staðfestu í hópi þeirra sem fylkt hafa sér með Hafró. Friðrik sagði að LÍÚ hefði ákveðið frá upphafi að við veiðistjórnun yrði að styðjast við vísindaleg gögn fremur en hyggjuvit sjálfskipaðra spekinga. „Við höfum vissulega gert okkar athugasemdir í gegnum tíðina en þær hafa snúið að fínstillingu kerfisins öðru fremur. Stóra málið er að við viljum byggja á bestu fáanlegu vísindum varðandi veiðiráðgjöf og fara eftir þeim. Enda sjáum við engar betri aðgerðir. Það duga engar töfralausnir. Það eina sem hægt er að gera er að auka rannsóknir og bæta þekkingu okkar á fiskistofnunum hér við landið.“
    Friðriki varð reyndar tíðrætt um ný og váleg tíðindi frá Færeyjum þar sem þorskstofninn virðist vera hruninn eina ferðina enn. Þeir hafa búið við annað fiskveiðistjórnunarkerfi en Íslendingar en það byggir á sóknarstýringu. Friðrik sagði að fréttir bentu til þess að þorskstofninn þar virtist vera kominn niður fyrir það sem hann hefði verið lægstur áður og þetta væri áhyggjuefni. Færeyingar veiddu 17.000 tonn af þorski í fyrra en ekki er lengt síðan þeir veiddu 40.000 tonn. Staðan þar er svipuð og ef veiðar Íslendinga færu niður fyrir 100.000 tonn. Færeyingar hafa beitt svokölluðu sóknardagskerfi. „Það er bara óskynsamlegt því sóknardagakerfi gefur okkur minna. Sóknarfyrirkomulag leiðir til sóunar því menn hugsa meira um magn en gæði. Menn keppast við að ná sem mestum afla á sem skemmstum tíma á meðan við erum að hugsa um að ná sem mestum verðmætum út úr hverju kílói. Þeir hafa líka ákveðið að veiða meira en skynsamlegt er. Það hefur líka áhrif.“

Meiri ýsuveiði en nokkru sinni áður.
    Friðrik sagði að ástand þorskstofnsins valdi vonbrigðum og líkur benda til að lengri tíma taki, en vonast var til, að byggja stofninn upp, enda benda mælingar til þess að flestir þeir árgangar séu slakir sem koma inn í veiðina á næstu árum. Hið jákvæða í skýrslunni er gott ástand ýsu- og ufsastofnsins, en ýsuafli næsta árs gæti farið yfir 100 þúsund tonn, í fyrsta skipti í meira en 40 ár. Þetta sagði Friðrik mikilvæga staðreynd en þar væri um að ræða aukningu um 15 þúsund tonn og svo gæti farið að Íslendingar veiddu meiri ýsu en nokkru sinni áður. Viðgangur hennar væri sigur fyrir þá sem trúa á kvótakerfið þó vissulega hafi umhverfisþættir mikil áhrif. Friðrik sagði hins vegar að of mikil sókn í þorskstofninn hefði leitt til þess að samsetning hrygningarstofnsins sé orðin of fábreytt og vantar þar stærri og eldri fisk, sem rannsóknir benda til að skipti miklu fyrir nýliðun stofnsins.
    Friðrik sagði að við byggjum við það núna að vera búnir að veiða mikið af stærri fiskinum og því standi hrygningarstofninn saman af smærri og yngri fiskum. Þegar stofninn er aldursgreindur sjáist að á árum áður var miklu stærri hluti stofnsins eldri fiskur. „Áður vorum við með miklu stærri hluta stofnsins af eldri fiskum. Það hefur verið sýnt fram á að nýliðun er miklu sterkari frá eldri fiski en yngri. Því má segja að við séum með of smáan hrygningarstofn og samsetning hans er ekki sú sama og áður. Hann er því veikari og því er 260 þúsund tonna hrygningarstofn ekki jafn öflugur og sami stofn áður. Málið er það að við höfum bara verið að veiða of mikið síðustu 50 árin og við erum að súpa seyðið af því.“ Friðrik sagði að vissulega kæmu aðrir þættir inn í, s.s. umhverfisþættir og áhrif þess að Grænlandsgöngurnar eru hættar að koma. Einnig er aukinn hvalur á miðunum sem tekur til sín fisk. Þessir þættir skiptu máli en væru þó ekki lykilþættir.
    „Ástand þorskstofnsins er afleiðing af of mikilli veiði áratugum saman. Nauðsynlegt er að gefa sér tíma til að byggja upp stofninn og ekki dugar að fara að ráðum þeirra sem sífellt vilja veiða meira, enda er í ljós komið hvaða afleiðingar það hefur. Ef til skerðingar kemur í þorskveiðum á næsta fiskveiðiári, sem líkur benda til verði farið að aflareglunni, þá er eðlilegt að þær aðgerðir beinist að því að láta af sértækum aðgerðum, svo sem línuívilnun. Einnig er rétt að slíkar skerðingar beinist öðru fremur að þeim krókaaflamarksbátum, sem undanfarin ár hafa veitt langt umfram það sem þeim er ætlað.“

Kvótakerfið býr ekki til fisk.
    Næst barst umræðan að kvótakerfinu enda má segja að vörn þess hafi verið eitt höfuðhlutverk framkvæmdastjóra LÍÚ síðan það var sett á laggirnar. „Menn segja oft að kvótakerfið hafi ekki skilað neinum árangri. Það er í raun aðeins hægt að afgreiða það á einn hátt. Kvótakerfið er til að hámarka arðsemi þess sem við höfum ákveðið að veiða. Ég hef oft sagt; kvótakerfið býr ekki til fisk, hvorki sóknarmark né önnur kerfi. Þetta er bara til að halda við það sem ákveðið hefur verið að veiða og gera úr því sem mest verðmæti. Það er stóra málið.“
    En er ekki það sem skiptir mestu máli varðandi kvótakerfið að það hefur gert útgerðinni kleift að standa af sér skerðingar? „Það er ekki langt síðan þetta var allt á heljarþröm. Auðvitað hefur margt breyst í umhverfinu en þetta hefur skipt sköpum. Það er allt önnur ábyrgð í greininni, áður var þetta rekið á pólitískri fyrirgreiðslu eins og sumir eru enn að gæla við. Nú er þetta gjörbreyting að því leyti að menn eru látnir bera ábyrgð á gerðum sínum. Þú ferð ekki og hleypur til ríkisins eins og var áður, sem betur fer. Það er stóra breytingin sem kvótakerfið hefur haft í för með sér.
    Það er líka mikilvægt, varðandi nýtingu fiskistofnanna, að menn hugsi þetta eins og sína eigin eign. Þú tekur ekki áhættu af því að þú ætlar að byggja á þessu um alla framtíð. Það er vægast sagt þreytandi fyrir þá sem hafa verið að byggja upp stofninn og þurft að taka á sig skerðingar að þegar hann kemur til baka þá skuli það fært öðrum. Auðvitað viljum við trúa því að það sé búið núna en það er ekki lengra en síðan um síðustu helgi sem ákveðinn þingmaður kom með þessar kenningar aftur og vill fara að flytja kvóta handvirkt á milli aftur. Það felur í sér dauða og að menn hverfi aftur í gamla farið.“
    En felur skýrslan núna í sér einhver tímamót? Nei, en það sem hefur gerst er að sjór hefur hlýnað sem menn telja yfirleitt jákvætt fyrir vistkerfi sjávarins. Það hefur hins vegar líka aðrar afleiðingar eins og birtast í loðnunni. Hún hefur verið mikilvægasta fæða þorsksins en núna hefur hún gengið af þorskslóðum og þess vegna hefur hann lést. Það hefur annað komið inn eins og t.d. kolmunninn. Þetta er reyndar ekki eitthvað sem menn eru að sjá bara núna en vissulega er þetta neikvætt að því leyti að þorskurinn er léttari núna en áður. Hann er hins vegar ekki að deyja úr hor – holdafarið er ágætt. Það blasir hins vegar við að hrygningarstofninn er ekki samsettur eins og við viljum hafa hann og við erum að fá lélega nýliðun. Það er áhyggjuefni.“

Þýðir ekki að reisa fleiri álver án mótvægisaðgerða.
    En frá skýrslunni yfir í hið almenna rekstrarumhverfi sjávarútvegsins. Til skamms tíma höfðum við mikið af sjávarútvegsfyrirtækjum í Kauphöllinni en nú hafa öll nema tvö horfið þaðan. Við sjáum að rekstur útgerðarinnar er góður þrátt fyrir miklar breytingar og erfiða ytri þætti, s.s. stöðu gengismála og stóriðjuframkævmdir. Verðum við ekki að segja að útgerðin sé vel á vegi stödd? „Við sáum fyrir okkur að geta farið í gegnum þetta tímabil stóriðjuframkvæmda með gengisvísitöluna 120 og hefðum líklega lifað það af. Núverandi gengi gerir stöðu sjávarútvegsins hins vegar mjög erfiða. Við sjáum að það er þó nokkuð góður hagnaður í sumum greinum enda verða menn að átta sig á því að sjávarútvegurinn er ekki eitt.“ Friðrik sagði að með ákveðnum einföldunum mætti skipta sjávarútveginum í þrennt. Í fyrsta lagi væri það uppsjávarveiðin þar sem afkoman væri tiltölulega góð, ekki síst á fyrri hluta ársins þegar loðnuveiðar hefðu átt sér stað. Það hefði áhrif á uppgjör fyrirtækjanna á fyrsta ársfjórðungi. Þarna væri hægt að taka miklar tekjur á skömmum tíma. Síðan væri það þorskurinn sem oftast hefði verið sterkur. Í þriðja lagi eru það síðan aðrar tegundir þar sem hefði yfirleitt verið tap.
    „Við höfum auðvitað gagnrýnt að farið sé í stóriðjuframkvæmdir án þess að það sé skipulagt. Þá þannig að það væri hægt að koma þeim fyrir án þess að það hefði þessi áhrif á annan atvinnurekstur. Það er stóra málið því auðvitað verðum við að nýta alla möguleika. Eins og þetta hefur æxlast höfum við ekki séð merki um góða hagstjórn. Og hverju er þetta að skila, um það hefur verið lítil umræða. Ef við töpum út öðrum atvinnurekstri, sem þess vegna gæfi meira, hverju erum við þá bættari? Þar sem þetta eru stjórnvaldsaðgerðir – það eru stjórnvöld sem ákveða að fara í þessar framkvæmdir – þá finnst mér að það hafi skort mikið á að menn hafi skoðað áhrif þessara framkvæmda á annað atvinnulíf.“
    Friðrik sagðist hugsa með hryllingi til þess ef þetta ástand verður framlengt með tilkomu nýrra álvera. „Menn eru að segja að þessi álver séu að koma af sjálfu sér og stjórnvöld hafi þar lítil áhrif. Ég er nú ekki viss um að það sé rétt. Það er hins vegar á hreinu að það þýðir ekki að reisa fleiri álver hér án þess að grípa til mótvægisaðgerða. Ef við erum að setja út meiri verðmæti en við erum að fá inn er það að sjálfsögðu óskynsamlegt. Menn eru að tala um þetta sem ruðningsáhrif. Ég sé þetta sem markvissar aðgerðir sem fela í sér eignaupptöku! Ég velti því fyrir mér hvað er heimilt að ganga langt í þessu þegar ljóst er að þetta eru meðvitaðar og markvissar aðgerðir. Þarna er verið að gera upp eignir fólks og fyrirtækja. Það er fjöldi fyrirtækja, sem menn hafa verið að byggja upp áratugum saman, sem stefna í gjaldþrot. Menn verða að finna lausn á því hvernig sé hægt að koma fyrir þessum miklu framkvæmdum án þess að þessi áhrif verði.“

Eftirsjá að sjávarútvegsfyrirtækjunum.
    En er sjávarútvegurinn ekki að skipta minna máli í hagkerfinu? Finnið þið ekki fyrir því að það er ekki hlustað eins nákvæmlega eftir því sem þið eruð að segja og áður? „Það er bara jákvætt. Það er auðvitað grundvallaratriði að það séu breiðar undirstöður undir hagkerfinu, annars væri þetta bara eins og ef við værum með tvo fiskistofna en ekki tugi. Það góða við það er, að þetta fer alveg saman. Hagsmunir sjávarútvegs, ferðaþjónustu og útflutningsiðnaðar fara alveg saman. Og þar með allra annarra greina. Þó að það gangi vel í bílasölunni núna og innflutningnum þá vita allir hvernig fer ef þetta verður keyrt áfram með sama hætti og undirstaðan hverfur. Þetta fer því alveg saman og allt þetta tal um hátækni og allt það verður ekki gert nema gengið sé eðlilega skráð. Þetta fer allt saman á endanum. Það sem við erum hræddastir um er að gengið verði keyrt svona lengi með þessum hætti að það hafi í för með sér ennþá meiri sveiflu til baka með tilheyrandi verðbólgu. Það finnst mér að vanti í stjórnunina núna.“
    Á tímabili virtist sjávarútvegurinn leiða þróunina í Kauphöllinni og útrás íslenskra fyrirtækja en á því hefur orðið breyting. Undanfarið er eins og sjávarútvegurinn hafi farið í hina áttina. Hverju veldur, er það kvótaþakið? „Það hefur ekki hamlað neinu ennþá og það er ekki ástæðan fyrir því að menn eru að fara úr Kauphöllinni, en ég held að það sé eftirsjá að sjávarútvegsfyrirtækjunum úr Kauphöllinni. Það má vera að möguleikarnir á að ná í fjármagn með þeim hætti séu ekki eins góðir og áður var. Þá er þetta ekki ódýrt fjármagn sem menn eru að sækja þangað. Hlutafé er aldrei ódýrt og á að vera dýrara en lánsfé. Í Kauphöllinni er líka mikill agi en reglurnar mega heldur ekki vera þannig að þær verði íþyngjandi um of. Vissulega hafði almenningur nokkur tengsl við fyrirtæki sem skráð eru á markað og þau geta minnkað við afskráningu. Hins vegar á allur almenningur mikið undir því að það sé rekinn arðbær sjávarútvegur.“


Fylgiskjal IX.


Hörður Kristjánsson:

Ofurgengi á krónunni
– áhyggjur hjá útflutningsgreinum og seðlabankastjóri
segir að búast megi við háu gengi næstu tvö árin.

(Viðskiptablaðið, 8. desember 2004.)


    Staða íslensku krónunnar hefur sjaldan verið sterkari en um þessar mundir og styrktist enn við þær aðgerðir Seðlabanka Íslands á fimmtudag í síðustu viku að hækka stýrivexti um heilt prósent, eða úr 7,25% í 8,25%. Áhrifin leiddu til enn hærra gengis krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Á miðvikudag var miðgengi dollars t.d. skráð á 64 krónur, en fór í 63,39 krónur við lokun á föstudag. Hélt krónan áfram að hækka á mánudag og um miðjan dag í gær var gengi dollars komið í 61,20 krónur. Gengi krónunnar hafði þá hækkað um 4,64% frá því að Seðlabankinn hækkaði vexti síðastliðinn fimmtudag. Bandaríkjadollar hefur hins vegar fallið um 13,5% frá því í byrjun október.
    Um þessar aðgerðir Seðlabanka og stöðu krónunnar eru mjög skiptar skoðanir og kom það glögglega fram í umræðum á Alþingi á föstudag. Beinist gagnrýnin einkum að versnandi hag útflutningsgreina. Engar líkur virðast hins vegar á að krónan veikist á næstu mánuðum og jafnvel misserum ef tekið er mið af þenslu og því lögboðna markmiði Seðlabankans að halda verðbólgu niðri, en gengislækkun hefur jafnan verið talin ávísun á verðbólgu.
    Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, sagði í umræðum um fjárlagafrumvarpið á Alþingi að honum væri ómögulegt að skilja hvernig Seðlabankanum dytti í hug að hækka stýrivexti um hundrað punkta. Með því að hækka gengi krónunnar væri verið að grafa undan atvinnulífinu. Seðlabankanum bæri að sjá um hagstjórnina og gæti notað allt önnur tæki eins og bindiskylduna.
    „Ég hef verið á undanförnum misserum og mánuðum ákaflega uggandi varðandi íslenskan gjaldmiðil og í hvaða hæðir hann er að fara. Og þegar Seðlabankinn kemur núna í gær í fyrradag og ætlar enn þá að bæta um betur og keyra gengisvísitöluna niður, ég veit ekki hvert, í 112, 110, þá er mér öllum lokið. Þá gerist ég mjög hræddur. Það er verið að reyna á þanþolið á svo harkalegan hátt að atvinnulífið í heild sinni; framleiðslan, útflutningsframleiðslan, samkeppnisframleiðslan, er í verulegri hættu. Það hlýtur að vera mjög ámælisvert og ástæða til þess að tala til þessara manna í fullri alvöru,“ sagði Einar Oddur.

Eins og við var að búast.
    Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, sagði í samtali við Viðskiptablaðið að hátt gengi væri í samræmi við það sem við mátti búast.
    „Menn mega auðvitað búast við háu gengi næstu tvö ár þegar svo gríðarlegar framkvæmdir koma inn í hagkerfið á svona stuttum tíma. Það nemur um einum þriðja af landsframleiðslu og allt fjármagnað ýmist með erlendu eiginfé eða lánsfé frá útlöndum. Við slíkar aðstæður er ekkert um annað að ræða en að menn megi búast við háu gengi. Það er svo aftur annað mál hvort það verður nákvæmlega eins og það er í dag, því við sjáum markaðinn sveiflast upp og niður.“
     Hvað með áhyggjur manna vegna útflutningsgreinanna?
    „Við deilum þeim áhyggjum með þeim sem í þeim viðskiptum eru. Það er enginn vafi á því að menn verða að búa sig undir það að gengið verði hátt. Við höfum þó sagt að það er hægt að draga úr þessuM hliðarverkunum með því að hafa mjög strangt aðhald í ríkisfjármálum.“
     Þið eruð tilbúnir í að hækka stýrivexti enn frekar ef ekkert lát verður á?
    „Já, okkar verkefni er að halda verðbólgunni sem næst tveimur og hálfu prósenti og við erum auðvitað staðráðnir í að gera það með þeim tækjum sem við höfum.“
    Birgir Ísleifur segir vextina þó eina og sér ekki valda háu gengi, það sé fyrst og fremst mikið innstreymi fjármagns. Gegn þessu dugi ekkert annað en mikið aðhald í opinberum fjármálum.

Ótrúlegt skilningsleysi.
    Hörður Arnarson forstjóri Marels segir að hátt gengi krónunnar hafi sömu áhrif á hans fyrirtæki eins og öll önnur útflutningsfyrirtæki. – „Mér finnst ótrúlegt skilningsleysi vera á þörfum útflutningsgreina, ef menn ætla að sætta sig það.“ sagði Hörður Arnarson og vísar til orða seðlabankastjóra um að búast mætti við langvarandi háu gengi krónunnar.
    „Tekjur minnka og þetta er mjög slæm staða. Þetta er sérstaklega slæmt varðandi sölu inn á Bandaríkin vegna þess hversu veikur dollarinn er. Þá er líka ljóst að staðan er mjög óþægileg fyrir allar útflutningsgreinar líka gagnvart öðrum gjaldmiðlum þar sem krónan er mjög sterk.“
     Er hætta að á fyrirtæki flykkist úr landi í auknu mæli?
    „Fyrirtæki hafa verið að fara úr landi undanfarin misseri. Þar má nefna sem dæmi, Hampiðjuna, Plastprent og 66°Norður. Þetta hamlar uppbyggingu hér.“
     Hvað með ykkur?
    „Við erum eingöngu með þriðjung starfsemi okkar á Íslandi. Það er spurning hvað gerist. Ég tel engar efnahagslegar forsendur fyrir því að krónan haldist svona sterk, Ef hún gerir það, þá verða menn bara að skoða hvaða leiðir menn hafa til að minnka íslenska kostnaðinn.“
     Varla er þanþol útflutningsfyrirtækja ótakmarkað?
    „Nei, það er það ekki, en það er þó mjög mismundandi eftir stöðu fyrirtækja. Þá eru kostnaðarhækkanir hér innanlands meiri en erlendis. Ef menn fá stöðugt meiri kostnaðarhækkanir og stöðugt minni tekjur, þá gengur það auðvitað ekki til lengdar.“

Versnandi verðbólguhorfur.
    Birgir Ísleifur skýrði ákvörðun bankastjórnar Seðlabankans á fundi Verslunarráðs Íslands á föstudag og tvinnaði þær skýringar saman við ástand og horfur í efnahags- og peningamálum og þar með nýja þjóðhagsspá og verðbólguspá bankans.
    Hann benti á að frá því að Seðlabankinn birti síðast verðbólguspá í júní sl. hafi verðbólguhorfur til lengri tíma litið, versnað töluvert. Mætti einkum rekja það til meiri vaxtar innlendrar eftirspurnar en áður var reiknað með.
    „Hagvöxtur er og verður meiri en spáð var í júní sl. Aukin samkeppni á lánamarkaði hefur leitt til þess að aðgangur almennings að lánsfé hefur orðið mun greiðari en áður og vextir verðtryggða húsnæðisveðlána til langs tíma hafa lækkað. Þetta hefur leitt til þess að lánveitingar til einstaklinga hafa vaxið mikið og það aftur leitt til hækkunar á íbúðaverði. Stóriðjuáformin hafa enn vaxið og þjappast meir á næstu tvö ár en áður voru horfur á. Yfirlýsingar um skattalækkun hafa verið staðfestar og áform um aðhald í útgjöldum hins opinbera næstu tvö ár eru nokkuð óljós. Horfur eru á að allir þessir þættir leiði til mun meiri framleiðsluspennu en áður var talið og kyndi undir verðbólgu, einkum á árinu 2006 ef ekkert er að gert. Þá aukast líkur á að launaliðir kjarasamninga verði endurskoðaðir að ári ef ekki tekst að hafa hemil á verðbólgunni.“
    Þrátt fyrir að Birgir Ísleifur segi að óljóst sé um áform í útgjöldum hins opinbera næstu tvö árin þá hefur Seðlabankinn lýst því yfir að í því felist ekki neinn áfellisdómur á fjármálastjórn ríkisstjórnarinnar. Birgir Ísleifur skýrði hins vegar nánar afstöðu Seðlabankans vegna hækkunar stýrivaxta og vísar þar til laga um markmið bankans þegar hann segir:

3,8% verðbólga.
    „Við skulum því næst víkja að verðlagsþróun en stöðugt verðlag er eitt höfuðverkefna bankans samkvæmt lögum og er verðbólgumarkmiðið 2,5% reiknað sem hækkun vísitölu neysluverðs á 12 mánuðum. Undanfarna mánuði hefur verðbólgan verið á uppleið og mældist hún 3,8% í nóvember. Þetta var sjöundi mánuðurinn í röð sem verðbólga mældist meiri en 3,5%. Hagstofan birtir tvær vísitölur sem gefa vísbendingu um undirliggjandi verðbólgu. Árshækkun kjarnavísitölu I, sem er vísitala neysluverðs án sveiflukenndra undirliða, búvöru, grænmetis, ávaxta og bensíns, nam 3,3% í nóvember og hafði verið um eða yfir 3% undanfarna sjö mánuði. Kjarnavísitala II sem að auki undanskilur verð opinberrar þjónustu hækkaði um 3,1% á tólf mánuðum til nóvember og hafði árshækkunin sveiflast í kringum 3% undanfarna sjö mánuði.

Eftirspurnarþrýstingur.
    Verðbólgan er enn bundin við tiltölulega fáa undirliði. Hækkun þeirra má að miklu leyti rekja til vaxandi eftirspurnar, en að hluta til beins kostnaðarþrýstings. Skýrasta vísbending um eftirspurnarþrýsting er hröð hækkun íbúðaverðs undanfarna mánuði og ár. Af 3,8% hækkun vísitölunnar síðastliðna tólf mánuði skýrast 1,3% af hækkun húsnæðisliðar. Önnur 0,6% af hækkun vísitölu neysluverðs skýrast af verðhækkun bensíns, en breytingar á bensínverði á heimsmarkaði koma fljótt fram í bensínverði hér á landi. Þá hefur verð opinberrar þjónustu hækkað meira en vísitalan í heild. Þannig skýrast rúmlega 4/5 hlutar verðbólgunnar undanfarna tólf mánuði af verðhækkun húsnæðis, bensíns og opinberrar þjónustu. Að framangreindum liðum frátöldum hafa verðlagshækkanir verið hóflegar. Verð þjónustu á almennum markaði hafði í byrjun nóvember hækkað um 2,3% á tólf mánuðum, verðlag innfluttrar vöru án áfengis og tóbaks um 2,5% og innlendrar vöru án búvöru og grænmetis um 1,6%.
    Lítið lát hefur orðið á hækkun markaðsverðs íbúðarhúsnæðis og þegar áhrifa aukinnar samkeppni á íbúðalánamarkaði og lækkunar vaxta á fasteignaveðlánum tók að gæta á haustmánuðum hækkaði verðlag íbúðarhúsnæðis hröðum skrefum. Í nóvember hafði húsnæðisliður vísitölu neysluverðs hækkað um 8,8% á tólf mánuðum sem leiddi til 1,6% hækkunar vísitölu neysluverðs eins og áður greinir.
     Hækkun íbúðaverðs undanfarna tólf mánuði hefur verið hröðust á höfuðborgarsvæðinu en hefur einnig verið umtalsverð á landsbyggðinni. Hraðast hefur verð einbýlishúsa og stærri eigna á höfuðborgarsvæðinu hækkað, eða um rúmlega 20% undanfarna tólf mánuði, en verðhækkun íbúða í fjölbýli hefur á sama tíma verið 12%. Undanfarna fjóra mánuði hefur hækkun stærri eigna verið sérlega hröð eða að jafnaði 2–3,5% á mánuði.“

Með von um bata.
    Með öðrum orðum seðlabankastjóri lítur svo á að bankanum sé skylt samkvæmt lögum að halda niðri verðbólgu og til þess hafi bankinn fáa aðra úrkosti en að hækka stýrivexti. Hann ítrekar þó að ákvörðun Seðlabankans um vaxtahækkun á fimmtudag er ætlað að koma í veg fyrir að sú þróun sem verðbólguspá bankans bendir til muni í raun verða.
    Í þjóðhagsspánni sem Seðlabankinn hefur nú birt er spáð töluvert meiri vexti eftirspurnar og hagvexti á næstu tveimur árum en áður hefur verið gert. Einkaneysla jókst á fyrri helmingi ársins 2004 um 7,2% frá sama tíma í fyrra og spáð er 7% vexti á árinu í heild. Birgir Ísleifur segir að þegar horft sé til næstu tveggja ára virðist einsýnt að einkaneysla mun halda áfram að vaxa ört. Spáð er að hún vaxi um 9,5% á næsta ári og um tæplega 7% árið 2006. Ástæður þessa eru m.a. sagðar þær að viðbrögð heimilanna við íbúðaveðlánum bankanna hafa verið hröð og flest bendir til að þau muni halda áfram að endurfjármagna skuldir sínar á næstu árum og lengja líftíma útistandandi skulda um leið. Greiðslubyrði útistandi lána mun því léttast umtalsvert. Heimilin munu því hafa meira fé til ráðstöfunar eftir vexti og afborganir en áður og að líkindum verja meginhluta þess til einkaneyslu. Lækkun skatta mun væntanlega hafa sömu áhrif. Til viðbótar er telur Seðlabankinn líklegt að heimilin bregðist við léttari greiðslubyrði með aukinni lántöku.
    Birgir Ísleifur benti á að vikið sé frá forsendum fjárlagafrumvarps um undirliggjandi vöxt samneyslu vegna þess að útgjaldatölur ársins virðast allt benda til að bæði útgjöld og tekjur fari fram úr áætlunum haustsins. – „Gangi áætlanir ráðuneytisins hins vegar eftir sem við hljótum að vona, yrði hagvöxtur væntanlega 0,5% minni árið 2005 en áhrifin 2006 yrðu ekki eins mikil. Ætla mætti að ársverðbólga á næstu 2 árum yrði 0,2–0,3 prósentum minni en ella.“Fylgiskjal X.


Gústaf Steingrímsson:

Sterk króna hefur vegið gífurlega að mörgum fyrirtækjum í útflutnings- og samkeppnisgreinum og eru mörg fyrirtæki rekin með tapi:
Kallar á fleiri gjaldþrot hjá útflutningsfyrirtækjum.
(Viðskiptablaðið, 9. febrúar 2005.)


    Gengi krónunnar er gríðarlega sterkt um þessar mundir og hefur mikil styrking hennar að undanförnu þrengt mjög mikið að flestum útflutnings- og samkeppnisgreinum sem að reka sig margar hverjar með tapi nú um stundir. Krónan hefur ekki verið jafn sterk síðan á fyrri hluta ársins 2000 og þarf að leita mörg ár aftur í tímann til að finna viðlíka styrk á raungenginu eins og það er um þessar mundir.
    Landsbankinn sendi frá sér skýrslu í síðustu viku þar sem fram kemur að bankinn telur margt benda til þess að jafnvægisraungengið hafi hliðrast upp á við vegna breytinga á efnahagslífinu og Íslandi og sú hliðrun muni kalla á sársaukafulla aðlögun fyrir mörg útflutnings- og samkeppnisfyrirtæki á næstu árum. Björn Rúnar Guðmundsson hjá Greiningardeild bankans sagði í kjölfarið í samtali við Viðskiptablaðið að sársaukinn verði mestur hjá þeim fyrirtækjum sem eru með minnstu framlegðina og þola þannig minnstu tekjuskerðinguna. „Það getur hugsanlega verið fiskvinnsla eða greinar sem bera mikinn kostnað í hlutfalli við tekjur. Þetta geta einnig verið ýmiss fyrirtæki í ferðaþjónustu svo dæmi séu tekin,“ sagði Björn Rúnar.
    Í skýrslu bankans kemur fram að gengisvísitala krónunnar árið 1998 var að meðaltali 112,8 stig sem er nokkuð svipað eins og hún hefur verið að meðaltali í janúar. Ef borin er saman þróun framleiðslukostnaðar hér heima og erlendis frá 1998 kemur í ljós að verðlag hefur hækkað um 32% á Íslandi en 13% í viðskiptalöndunum. Launakostnaður á framleidda einingu hefur hækkað um 25% hér á landi en 12% í viðskiptalöndunum. Þótt nafngengi krónunnar sé nú svipað og var árið 1998 er ljóst að á mælikvarða verðlags og launakostnaðar hafa samkeppnisskilyrði íslensks atvinnulífs versnað verulega. Verðlag og launakostnaður hefur hækkað ríflega helmingi meira hér en í viðskiptalöndunum.

Gjaldþrot í fiskvinnslu yfirvofandi.
    Fiskvinnslan hefur farið illa út úr þeirri gengisstyrkingu sem orðið hefur. Mikið hefur þrengt að greininni upp á síðkastið og eru nýjustu dæmin uppsagnir starfsmanna í fiskvinnslu í Þorlákshöfn og uppsagnir hjá Samherja fyrir austan. Margt bendir til þess að þetta sé forsmekkurinn af því sem koma skal. „Haldi þessi sterka króna áfram svona eins og útlit er fyrir, a.m.k. til skemmri tíma, munu menn draga frekar saman í starfseminni en þau sem hafa ekki kost á því munu hreinlega leggja upp laupana. Þetta er það mikið framlegðarfall og mörg fyrirtæki eru að keyra það langt undir núllinu að þau þola ekki sterka krónu nema í stuttan tíma í viðbót. Það verður því framhald á þeim uppsögnum sem þegar hafa orðið,“ segir Arnar Sigurmundsson formaður Samtaka fiskvinnslustöðva.
    Arnar sagði fyrirtæki bera sig langflest mjög illa. „Auðvitað er þetta eitthvað misjafnt eftir vinnslugreinum. Höggið kemur út af fyrir sig jafnt á alla en menn eru misjafnlega sterkir fyrir. Afleiðingarnar hafa verið að birtast í því að menn hafa verið að draga saman sína starfsemi. Hækkanir í erlendri mynt á síðasta ári náði alls ekki til allra á síðasta ári þannig að sumar greinar og einstök fyrirtæki innan þeirra standa afar illa.“
    Á sama tíma og krónan er svona sterk hafa kostnaðarliðir í fiskvinnslu verið að hækka. „Við sömdum fyrir ári síðan um að launakostnaður myndi hækka núna um 4%. Ég hefði nú ekki boðið í það að ljúka samningum á þeim nótum ef við höfðum séð fyrir að gengið myndi styrkjast svona mikið.“

Enginn sá fyrir svo sterka krónu.
    Það sem er kannski einna bagalegast við styrkingu krónunnar að undanförnu er að svo virðist sem að enginn hafi séð fyrir að krónan myndi styrkjast svo mikið. Flestar spár gengu út á að gengi krónunnar myndi hugsanlega vera hvað sterkust í kringum 120 stig á þessu ári en að hún færi niður í 110 stig var eitthvað sem fáum ef nokkrum datt í hug. Spárnar hafa eflaust gefið mörgum fyrirtækjum falska öryggiskennd og leitt til þess að einhver þeirra hafa látið það vera að verja sig gagnvart styrkingu og súpa þau núna seyðið af þeirri ákvörðun. Arnar sagði þessa styrkingu krónunnar að undanförnu hafa komið óþægilega á óvart. „Vísitalan nú er í kringum 112 stig en flestir sérfræðingar höfðu verið að gera ráð fyrir því að hún yrði yfir 120 stigum á þessu ári. Framlegð í öllum greinum fiskvinnslu hefur snarlækkað og hefur komið einna harðast niður á henni sé tekið mið af öðrum útflutnings- og samkeppnisgreinum,“ sagði Arnar.
    Varðandi hugsanlegar hagræðingaraðgerðir sagði Arnar að fiskvinnslan hefur verið að hagræða síðustu 10 til 15 árin. „Fyrst var farið í sameiningar fyrirtækja en við sjáum að aukin sérhæfing í vinnslunni hefur hjálpað fyrirtækjunum. Við sjáum að fyrirtækjum sem einbeita sér að þorskvinnslu hefur farið fjölgandi sem þýðir að menn eru að ná betri árangri þar.“ Arnar bætti þó við að með aukinni hagræðingu hefur möguleikum til hagræðingar hefur farið fækkandi.

Ástandið getur ekki varað lengi.
    Arnar sagðist trúa spám Íslandsbanka og KB banka en þeir spá því að gengið muni veikjast það sem eftir lifir árs og verða í kringum 125 stig um næstu áramót og fara hæst í 140 á næsta ári eða hugsanlega 2007. „Við trúum ekki öðru en að krónan taki að veikjast umtalsvert á næstu misserum. Það verður einfaldlega farið að kreppa það mikið að og ekki bara á sjávarútvegsfyrirtækjum heldur öðrum útflutnings- og samkeppnisgreinum að þetta ástand getur ekki varað nema nokkra mánuði í viðbót.“
    Í samtali við Ernu Hauksdóttur hjá Samtökum ferðaþjónustunnar kom fram að staða ferðaþjónustunnar er mjög erfið þegar gengið er svona sterkt og mörg fyrirtæki eiga mjög erfitt uppdráttar. „Við þetta gengisstig verður Ísland mun dýrara ferðamannaland en áður. Einstök fyrirtæki eru síðan með mismunandi stöðu. Þau fyrirtæki sem eru með skuldir sínar í erlendum gjaldmiðlum fara náttúrulega betur út úr svona þróun en þau félög sem eru með allar sínar skuldir í krónum. Stærri og oft á tíðum fjárhagslega sterkari fyrirtæki eiga auðveldara með að mæta svona sveiflum í gengi,“ sagði Erna. Aðspurð hvort ferðaþjónustan sé rekin með tapi við svona aðstæður sagði Erna mjög mismunandi hvernig fyrirtækjum gengur. „Ferðaþjónustan er mjög fjölbreytt atvinnugrein og því eru fyrirtækin misvel sett.“

Frekari hagræðing er nauðsynleg.
    Aðspurð hvort að búast megi við auknum gjaldþrotum í greininni sagðist Erna ekki telja það ólíklegt. „Við svo sterkt gengi tel ég að það geti orðið meira um gjaldþrot. Það er mjög brýnt að Alþingi fari að ræða meira um starfsskilyrði atvinnuveganna og taka á því máli. Samkeppnisstaða ferðaþjónustunnar er slæm og búa fyrirtækin á mörgum sviðum við hærri álögur en fyrirtækin í samkeppnislöndum. Ef við ætlum að halda þjóðfélaginu gangandi verður atvinnulífið að geta gengið. Það er sífellt verið að vega að starfsskilyrðum þessarar greinar og nú síðast var verið að hækka olíukostnaðinn hjá rútufyrirtækjum.“ „Stóra vandamálið í ferðaþjónustu er að arðsemin er ekki nægilega góð. Það er svo sem ýmislegt sem skýrir það. Það er gríðarlega mikil árstíðarsveifla í þessari grein, sérstaklega í dreifðari byggðum og hún er mjög vinnuaflsfrek. Aðföng eru einnig oft á tíðum mjög dýr, dýrari en í samkeppnislöndum.“ Erna sagði mörg fyrirtæki hafa gengið í gegnum mikla hagræðingu einfaldlega vegna þess að arðsemin hefur verið það léleg að ef að menn hafa ætlað sér að lifa af hafa þeir þurft að hagræða. „Þau þurfa samt mörg að gera betur í þeim efnum.“ Varðandi mögulega hagræðingarmöguleika sagði Erna að stærð fyrirtækja sé alltaf styrkur og með sameiningum mætti hugsanlega ná fram ákveðinni hagræðingu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.

Fylgiskjal XI.


Ólafur Teitur Guðnason:

Óbreytt gengi kostar sjávarútveginn á þriðja tug milljarða.
Viðtal við Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóra LÍÚ.
(Viðskiptablaðið, 4. mars 2005.)


    Þeir eru sjálfsagt fáir í íslensku atvinnulífi sem jafnærið tilefni er til að ræða við þessa dagana um stöðu mála og Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Það blasir við að langvarandi hátt gengi krónunnar hefur svipt sjávarútveginn gífurlega miklum tekjum. En hve miklum? Er kannski gert of mikið úr áhrifunum eða er greinin raunverulega illa stödd? Hverjum er um að kenna? Til hvaða aðgerða er nauðsynlegt að grípa?
    Friðrik segir að útgerðarmenn hafi skilning á því að tímabundin styrking krónunnar hafi að einhverju leyti verið réttmæt meðan mestu áhrifa stóriðjuframkvæmdanna gætir. Þeir hafi verið tilbúnir að taka á sig kostnað vegna þess. Núna sé hins vegar komið yfir mörkin.

Mannanna verk.
    Friðrik leggur áherslu á að rætur þessarar þróunar megi rekja til tiltekinna ákvarðana; ekki dugi fyrir stjórnvöld að fórna höndum og benda á að markaðurinn ráði einfaldlega för.
    „Menn segja: „Markaðurinn ræður þessu.“ Það er hins vegar einföldun. Að baki þessu öllu liggja ákvarðanir,“ segir Friðrik. „Til dæmis ákvarðanir um stóriðjuframkvæmdir, hækkun íbúðalána og hvernig þau vega inn í vísitöluna og síðast en ekki síst vaxtahækkanir Seðlabankans.Sem betur fer virðast allir sjá að þetta gengi stenst ekki til framtíðar. Og allir sem ég ræði við eru sammála um að eftir því sem teygist lengur úr þessu þeim mun hærra verði fallið og verðbólguáhrifin meiri. Auk þess munum við sitja eftir með miklu veikari atvinnuvegi en áður.“
    Sem sagt: Því fyrr sem gengið leitar jafnvægis á ný því betra. Helst ekki síðar en strax. Þangað til þarf sjávarútvegurinn að búa við það sem Friðrik gagnrýnir að sé notað nánast eins og fjarvistarsönnun í opinberum skýrslum um efnahagsál: „Ruðningsáhrif.“ Fínt og fræðilegt orð, en hvað felst í því? spyr Friðrik og svarar sjálfur:
    „Í því felst í rauninni að menn í opinberum stofnunum hafa sest niður og sagt: „Við ætlum að gera eigur ákveðinna aðila upptækar. Við ætlum að gera ákveðin fyrirtæki gjaldþrota. Hirðum allt eigið fé út úr þeim.“ Það kann að hljóma langsótt en maður kemst ekki hjá að velta því hreinlega fyrir sér hvar mörkin eru varðandi vernd eignarréttarins.
    Mér finnst menn afgreiða þetta með mikilli léttúð; í fjármálaráðuneytinu sitja menn og halla sér aftur vegna þess að styrking krónunnar þýðir meira innstreymi og aukna neyslu. Ríkissjóður fær tekjur af því. En neyslan er meira eða minna tekin að láni og skuldir hrannast upp. Allir vita að þetta brestur einhvern daginn en þeim sem sitja í fjármálaráðuneytinu líður bara vel.“

Allt að 27 milljarðar í súginn.
     Hver eru áhrif hins háa gengis krónunnar á sjávarútveginn?
    „Það er ekkert óskaplega flókið að reikna það út. Tekjur greinarinnar í fyrra voru um 120 milljarðar miðað við gengisvísitöluna 121. Segjum að jafnvægisgengi – eðlilegt gengi – sé 130–135. Þá sjáum við að gengið 110 felur í sér að sjávarútvegurinn verður af um það bil 20–27 milljörðum á ári miðað við jafnvægisgengi. Stór hluti af því er hrein framlegð vegna þess að kostnaðurinn lækkar ekki til jafns við tekjurnar. Þannig að þetta skiptir sköpum fyrir afkomuna.
    Menn segja að sjávarútvegurinn eigi auðvelt með að laga sig að þessu vegna þess að laun sjómanna séu í raun tengd við gengið. Við þurfum hinsvegar að greiða sjómönnum okkar góð laun og launalækkun þeirra er eins slæm og tekjuskerðing okkar. Hver maður sem við missum vegna lækkandi launa er okkur dýrmætur.“
     Þú hefur gagnrýnt stjórnvöld fyrir þeirra þátt.
    „Já, ég gagnrýni þau. Stjórnvöld verða að bregðast við. Á meðan stóriðjuframkvæmdirnar ganga yfir verður að beita aðhaldi á öllum sviðum , það er alveg ljóst. Seðlabankinn hefur til dæmis bent á þetta.“
     Það hefur náttúrlega verið gert að einhverju marki og auðveldara um að tala en í að komast að herða frekar á því.
    „Það er ekkert annað að gera. Mér liggur við að kalla það kæruleysi hvernig haldið hefur verið á málum; flýtur meðan ekki sekkur. – Auðvitað verður að fylgja sögunni að ríkisstjórnin hefur að mörgu leyti staðið sig mjög vel. Og hver er hinn kosturinn í þeim efnum? Maður sér hann ekki. En það verður að veita stjórnvöldum aðhald því að þetta er nánast að verða eins og með nýju fötin keisarans.Eins og ég sagði áðan: Þetta eru allt meðvitaðar ákvarðanir. Og ríkisstjórnin og Seðlabankinn verða að leggjast saman á árarnar. Það var ákveðið að vinna samkvæmt verðbólgumarkmiði, sem er hið besta mál, en síðan spila menn hvor í sína áttina. Ríkisstjórnin skilur Seðlabankann eftir með þetta eina tæki, sem eru vaxtaákvarðanirnar, og bankinn getur ekkert annað gert en að hækka vextina til þess að styrkja gengið, sem hefur aftur þessi áhrif. Þetta ýtir undir spákaupmennsku, dregur máttinn úr atvinnulífinu og er einfaldlega óskynsamlegt.“

Lánin hækka aftur en hagnaðurinn er horfinn.
     Uppgjör sjávarútvegsfyrirtækja benda samt til þess að greinin þoli þetta ágætlega. Þormóður rammi skilaði 319 milljóna kr. hagnaði í fyrra og greiddi 650 milljónir í arð. Vinnslustöðin skilaði 547 milljónum eftir skatta, tvisvar sinnum meiri arðsemi eigin fjár en 2003 og greiddi 470 milljónir í arð. Þetta bendir ekki til óþolandi bágrar stöðu.
    „Þetta gefur ekki alveg rétta mynd. Stór hluti af þessu er mjög mikill bókfærður hagnaður vegna þess að erlend lán hafa lækkað með genginu. Um leið og gengið fer til baka fara lánin aftur í hina áttina. Og þegar þú skuldar nokkra milljarða geturðu auðvitað ekki reiknað með öðru en að því fylgi kostnaður til lengri tíma litið en ekki hagnaður!
    Það er alveg ljóst að við erum að tapa umtalsverðum peningum vegna stöðu krónunnar. Það, að lánin eru tímabundið lægri í krónum talið, breytir því ekki, þótt því fylgi einhver ávinningur í formi lægri vaxtabyrði. Þegar gengið fer í hina áttina hækka lánin aftur en hagnaðurinn sem við misstum af kemur ekki aftur. Hann er horfinn. Jafnvel þótt gengið héldist óbreytt, þannig að lækkun skuldanna yrði varanleg, myndi það ekki vinna upp á móti framlegðartapinu.. Áhrifin af tekjuskerðingunni eru miklu meiri til lengri tíma litið en áhrifin af lækkun skulda. Hvað arðgreiðslurnar varðar þá ráðast þær að hluta til af því að fyrirtækin eru að skipta um eigendur. Þetta er ekkert öðruvísi í sjávarútveginum en í öðrum atvinnugreinum. Oft eru þetta starfsmenn fyrirtækjanna sem eru að kaupa þau.“
     Hækkun á afurðaverði hefur samt unnið með ykkur. Aflaverðmæti á föstu verðlagi árið 2004 var óbreytt frá fyrra ári. Og verðmæti útfluttra sjávarafurða hækkaði að raungildi um 7% á fyrstu 11 mánuðum ársins miðað við sama tímabil árið áður.
    „Vissulega, en við eigum auðvitað að njóta þess þegar afurðaverð hækkar. Okkur veitir ekkert af því. En gengi krónunnar hefur svipt okkur þessum ávinningi. Það verður líka að hafa í huga að þessar tölur eru meðaltal yfir greinina í heild en sjávarútvegurinn er í dag nánast þrískiptur hvað varðar afkomu. Í fyrsta lagi er uppsjávargeirinn, þar sem afkoman getur á stundum verið mjög góð. Í öðru lagi er þorskveiðin, þar sem hagnaður er vissulega einhver en þó mjög misjafn og fer minnkandi. Í þriðja lagi eru öll önnur svið og þar er afkoman gjörsamlega óviðunandi.
    Auðvitað reyna menn að laga sig að aðstæðum. En það er ekki gott að hlaupa frá mörkuðum sem hafa verið byggðir upp áratugum saman. Þú kemur ekki svo glatt þangað inn aftur seinna þegar þér hentar.“

Óþolandi staða.
     Vægi dollarans í útflutningi sjávarafurða er minna en sumir myndu kannski halda eða um 20%. Dollarinn hefur einmitt lækkað mjög mikið gagnvart krónunni. Hins vegar eru um 66% afurða seld í evrum og pundum. Þessir gjaldmiðlar hafa lækkað miklu minna og stóðu reyndar nánast í stað 2003 og 2004. Þetta hlýtur að hafa mildandi áhrif.
    „Já, að sjálfsögðu. Og menn reyna vitanlega eftir megni að selja í hagstæðum gjaldmiðli. Það er hins vegar ekki alltaf hægt. Núna hefur til dæmis stóraukist sala á frosnum uppsjávarafurðum til fyrrum austantjaldsríkja en það er yfirgnæfandi í dollurum.. Þetta breytir heldur ekki því að heildaráhrifin eru þau sem ég nefndi áðan; um það bil 20–27 milljarða króna tekjutap á ári.“
     Fjármálaráðuneytið spáði því nýlega í þjóðhagsspá að hreinn hagnaður sjávarútvegsins fyrir skatta yrði um 6% á þessu ári, svipaður og í fyrra, en hann var um 10% næstu tvö ár þar á undan. Ráðuneytið segir að greinin geti vel við unað í sögulegu ljósi, þannig að þeir virðast bærilega bjartsýnir.
    „Já, þeir virðast vera í einhverjum öðrum heimi. Það sem skiptir máli og við höfum horft á er framlegðin. Hún verður samkvæmt spá ráðuneytisins 16,9%, og hefur aldrei verið minni frá 1990. Staðan er ekki glæsilegri en það og þeir sem lifa í raunveruleikanum eru ekki sammála því að greinin geti „vel við unað“. Þessi túlkun ráðuneytisins vakti mjög hörð viðbrögð og sumir gengu það langt að tala um blekkingar.“
     En hvað viltu að stjórnvöld geri?
    „Það verður að draga úr kostnaði hjá ríkinu. Það er ekki um annað að ræða. Sumum finnst það ódýrt að benda á ríkið. En við höfum tekið rækilega til hjá okkur. Útgerðarmenn hafa staðið í mjög erfiðum aðgerðum. Farðu út á land og talaðu við framkvæmdastjóra sem hafa staðið að því að segja upp tugum og jafnvel hundruðum manna til þess að reyna að hafa eitthvað út úr þessu. Núna standa þessir menn frammi fyrir því hvort þeir eigi að loka ákveðnum einingum, eða reyna að þrauka. Menn hafa þessi byggðarlög sum hver algjörlega í fanginu og standa frammi fyrir því að slökkva á samfélaginu. Í ákveðnum greinum hafa menn barist árum saman, meðal annars vegna hinna samfélagslegu áhrifa. Loks eiga þeir ekkert annað ráð en að loka eða fara á hausinn. Hvað gerist þá? Þá koma þessi sömu stjórnvöld, hirða af þeim aflaheimildirnar og úthluta öðrum og skekkja alla samkeppnisstöðu. Þetta er náttúrlega alveg óþolandi staða.“

Minnkandi vægi ógnun?
     Sjávarútvegur hefur ekki verið „in“ á undanförnum misserum, ef svo mætti að orði komast. Það er rætt um sjávarútveg á þeim nótum að vægi hans í þjóðarframleiðslunni og útflutningsverðmætum sé að minnka svo og svo mikið. Athyglin hefur beinst að mikilli útrás á allt öðrum sviðum, þar sem allt aðrir eru í sviðsljósinu; menn sem hafa sumir haft á orði að innan tíðar þurfum við ekki á fiskinum að halda lengur. Þetta hlýtur að veikja vígstöðu sjávarútvegsins í hagsmunabaráttunni gagnvart stjórnmálamönnum. Talið þið ekki fyrir daufari eyrum en áður?
    „Ég er alveg sannfærður um að þetta hefur áhrif, en við höfum hins vegar alltaf sagt að það sé nauðsynlegt að styrkja undirstöður efnahagslífsins. Menn mega þó ekki gleyma því að áhrif sjávarútvegs eru mjög víðtæk. Flutningastarfsemin er nærtækt dæmi. Við flytjum út óhemjumagn af vörum. Hver ætli flutningskostnaður þjóðarbúsins væri ef við flyttum bara vörur aðra leiðina, bara inn til landsins?
    Við höfum sjávarútveginn og aðrar framleiðslugreinar sem kjölfestu. Við erum alveg jafnháð því að hann gangi vel og þessar nýju greinar. Það má líka spyrja að hve miklu leyti þessi nýju umsvif skila sér hingað heim, og hve lengi? Það getur gjörbreyst nánast á einni nóttu.“
     En skynjarðu þessa þróun sem ógn við greinina á þann hátt að það verði til dæmis meiri freisting fyrir stjórnmálamenn að ganga nær henni vegna þess að þeir telji sig ekki lengur vera með „ósnertanlegt“ fjöregg efnahagslífsins í höndunum?
    „Ég held að það sé hætta á því. Og mér finnst ég skynja tilhneigingu í þessa átt hjá þeim sem eru að mínu viti ekki nægilega ábyrgir. Ég skal viðurkenna að ég er hræddur um að þegar menn standa frammi fyrir tilteknum ákvörðunum sé meiri hætta á því nú en oft áður að niðurstaðan verði óábyrg. Vegna þess að það er rétt sem þú segir: Fréttirnar eru oft á þá leið að sjávarútvegur skipti orðið svo litlu máli. En það er bara ekki þannig. Hann skiptir gríðarlega miklu máli og mun gera það áfram. Þess vegna skiptir líka miklu að hann sé almennilega rekinn.“

Samfylkingin hlýtur að bakka.
     Hvað er títt af störfum hágengisnefndarinnar sem sjávarútvegsráðherra skipaði?
    „Hún er að störfum og mér skilst að hún eigi að skila af sér í þessum mánuði. Hún starfar sjálfstætt en við höfum hitt hana að máli. Nefndinni var falið að kanna hvort hægt væri að fara aðrar leiðir varðandi gengið og það verður spennandi að sjá hvort eitthvað kemur út úr því.“
     Sérðu fyrir þér frekari hagræðingu í sjávarútvegi?
    „Já. Fræg eru ummæli starfsmanns á bandarísku einkaleyfastofunni sem sagði um aldamótin 1900 að búið væri að finna upp allt sem hægt væri að finna upp. Það stóðst auðvitað ekki og ég held að sama gildi um þetta. Það eru að vísu takmörk fyrir því hvað hægt er að gera og hversu hratt, en hagræðing í sjávarútvegi heldur áfram.“
     Það er stundum gagnrýnt að kvótinn sé meira og minna að færast á hendur fáeinna fyrirtækja. Er það slæmt að ykkar mati?
    „Nei, stór og öflug fyrirtæki eru nauðsynleg, en við höfum líka fjölda smærri fyrirtækja sem eru mjög vel rekin. Þróunin hefur vissulega verið í þá átt sem þú nefnir og ástæðan fyrir því að minni aðilar hafa selt sinn kvóta hefur ekki síst verið óvissa um lagaumhverfið. Það er alveg ljóst að óvissan hefur haft gríðarleg áhrif. Menn hafa einfaldlega selt og forðað sér áður en Samfylkingin kemst hugsanlega til valda og hirðir af þeim eigur þeirra. Það er bara þannig, því miður. Ég tel reyndar að Samfylkingin muni aldrei ráðast í þá eignaupptöku sem felst í fyrningarleiðinni. Það voru þingmenn hennar sem settu lögin um stjórn fiskveiða þar sem kveðið var á um framsal; þeir hvöttu menn til þess að hagræða til þess að þjóðin hefði eitthvað út úr auðlindinni. Ég trúi því ekki að ef þeir komast aftur til valda geti þeir hugsað sér að segja: „Jæja, núna eruð þið búnir að hagræða og kaupa þessar aflaheimildir, en nú ætlum við að taka þær af ykkur aftur.“ Ég hef ekki trú á því – en sumir menn hafa ekki viljað taka þá áhættu.“

Næstu vígstöðvar.
     Er ekki deilan mikla um kvótakerfið nánast unnin? Orðið „sægreifi“ heyrist til dæmis sjaldan núna en tröllreið umræðunni fyrir fáeinum árum.
    „Nei, mér fannst umræðan fyrir síðustu kosningar ekki benda til þess að deilan væri unnin. Að vísu held ég að æ fleiri átti sig á því að það skiptir hvern og einn Íslending máli að hér sé vel rekinn sjávarútvegur og að það gerist ekki öðru vísi en með þessu fyrirkomulagi. Ég er hins vegar hræddur um að það verði einhverjar deilur enn um sinn.“
     Hvað verður erfiðast fyrir ykkur útgerðarmenn í þeim deilum?
    „Ég held að það verði einna erfiðast að fá menn til að hætta að blanda saman óskyldum málum. Menn tengja til dæmis viðgang fiskistofna við kvótakerfið. En kvótakerfið er fyrst og fremst aðferð til þess að framfylgja þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið um heildarafla á sem hagkvæmastan hátt. Það hefur ekkert með viðgang fiskistofna að gera. Menn kenna kvótakerfinu um slæmt ástand fiskistofna en í þessu sama kvótakerfi eru sumir fiskistofnar í hámarki. Best fannst mér þegar varaformaður Frjálslynda flokksins sagði í ræðu að fiskistofnarnir væru í rúst vegna kvótakerfisins, en seinna í sömu ræðu sagði hann að vandamálið væri ekki að það vantaði fisk. Það væri nógur fiskur í sjónum, það þyrfti bara að leyfa fólkinu að veiða hann!
    Menn tengja líka kvótakerfið og svokallaða byggðaröskun. En byggðaröskun væri auðvitað miklu meiri ef við hefðum ekki vel rekinn sjávarútveg úti á landi. Auk þess ræðst fækkun starfa aðallega af tækniframförum. Í dag getur eitt skip veitt hátt í 100 þúsund tonn á einu ári. Fyrir nokkrum áratugum þurfti tugi skipa til þess.“
     Hvernig meturðu það sem kalla mætti Evrópugælur Framsóknarflokksins?
    „Það skiptir auðvitað sköpum hvort við höldum forræði yfir auðlindinni ef við göngum einhvern tímann í Evrópusambandið. Þar liggja mörkin.“
     Við munum ekki hafa sjálfsforræði yfir henni innan sambandsins, í það minnsta ekki formlega, ekki satt?
    „Það er ekki líklegt. Og ef ný stjórnarskrá ESB verður samþykkt óbreytt sýnist mér líkurnar ekki aukast. Halldór Ásgrímsson hefur á hinn bóginn sett fram hugmyndir um að við gætum hugsanlega haldið forræðinu innan sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar eins og hún er núna.
    En af því að þú spyrð sérstaklega um Framsóknarflokkinn minni ég á að ég hef engan Íslending heyrt tala jafnákveðið um það og Halldór Ásgrímsson að það komi ekki til greina að láta forræðið á auðlindinni af hendi. Og Halldór er náttúrlega maður sem ég treysti. Í því ljósi held ég að málið sé í öruggum höndum hans og Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra.“Fylgiskjal XII.


KB-banki:

Efnahagsfregnir – september 2005.


Stiklað á stóru.
          Greiningardeild gerir ráð fyrir að Seðlabankinn muni hækka vexti um 50 punkta við útgáfu Peningamála þann 29 september næstkomandi. Þenslumerki sjást alls staðar í efnahagslífinu, vinnuaflsskortur hefur gert vart við sig og líklegt að verðbólgan fari í annað skipti upp fyrir 4% vikmörk verðbólgumarkmiðsins í næstu mælingu hagstofunnar.
          Greiningardeild spáir því að vaxtamunur við útlönd muni ná hámarki í byrjun næsta ár verði 8% en lækki síðan hægt og sígandi þegar líða tekur á árið 2006.
          Á fjármálamarkaði er litið svo á hátt gengi krónunnar geta verkað sem hemill á vaxtahækkanir Seðlabankans sem vill ýta vöxtum upp en án þess að gengið hækki um of.
          Samkvæmt nýrri gengisspá verður meðalgengi krónunnar í ár um 110 stig í stað 116 stiga líkt og spáð var áður. Meðalgengi næsta árs verður 121 stig í stað um 130 stiga, eins og gert var ráð fyrir í desember í fyrra.
          Á síðustu 2–3 vikum hafa erlendir aðilar gefið út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir rúma 28 milljarða. þessir fjármunir koma inn á gjaldeyrismarkaðinn þegar krónan er í styrkingarferli og mun án efa flæða út þegar krónan er í veikingu. Þannig verður ekki önnur ályktun dregin en þessi útgáfa muni víkka það bil sem krónan mun sveiflast á næstu tveimur árum.Gengisspá greiningardeildar.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Ágrip.
Vaxtaspá fyrir Seðlabankann.
    Greiningardeild gerir ráð fyrir að Seðlabankinn muni hækka vexti um 50 punkta við útgáfu Peningamála þann 29 september næstkomandi. Þessi skoðun virðist ráðandi á fjármálamarkaði og felur væntanlega í sér að ef vaxtahækkunin verður minni mun gengi krónunnar líklega gefa eftir í kjölfarið. Eins staðan er nú í efnahagslífinu bendir fátt til þess að Seðlabankinn muni látið staðar numið í vaxtahækkunum. Þenslumerki sjást alls staðar í efnahagslífinu, vinnuaflsskortur hefur gert vart við sig og líklegt að verðbólgan fari í annað skipti upp fyrir 4% vikmörk verðbólgumarkmiðsins í næstu mælingu hagstofunnar. Greiningardeild gerir ráð fyrir því að stýrivextir Seðlabankans muni fara upp fyrir 10% fyrir lok þessa árs og verði 10,5% verði yfir 10% fram á mitt ár 2006. Greiningardeild gerir ekki ráð fyrir því að skipun nýs Seðlabankastjóra muni hafa neinar grundvallarbreytingar í för með sér fyrir peningamálastefnu Seðlabankans.

Vaxtamunur við útlönd.
    Greiningardeild spáir því að vaxtamunur við útlönd muni ná hámarki í byrjun næsta árs og verði 8% en lækki síðan hægt og sígandi þegar líða tekur á árið 2006. Þetta er mun meiri og langvinnari vaxtamunur en áður var reiknað með í spá greiningardeildar frá því í desember. Ástæðan er tvíþætt. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir því að Seðlabanki Íslands hækki vexti eilítið meira og muni einnig halda vöxtunum háum mun lengur vegna þess að uppsveiflan muni dragast á langinn. Í öðru lagi er því nú spáð að erlendir stýrivextir hækki mun minna en áður var gert var ráð fyrir.

Gengisspá.
    Gengisspálíkan greiningardeildar byggir á núvirtum vaxtamun við útlönd samkvæmt óvörðu vaxtajafnvægi og er ætlað að segja fyrir um meginstefnu krónunnar. Spá líkansins frá desember gekk eftir í aðalatriðum fyrir næstu sex mánuði á en eftir útgáfu Peningamála í júní síðastliðnum varð ákveðið framvindubrot þegar vaxtavæntingar markaðarins hliðruðust upp eftir vaxtahækkun og yfirlýsingar Seðlabankans auk þess sem erlendir vextir hafa hækkað mun minna en spáð var. Ný spá greiningardeildar gerir ráð fyrir að vaxtamunur við útlönd verði nægjanlega mikill til þess að halda gengi krónunnar tiltölulega háu fram að áramótum, þrátt fyrir vaxandi viðskiptahalla. Samkvæmt nýrri spá verður meðalgengi krónunnar í ár um 110 stig í stað 116 stiga líkt og spáð var áður. Meðalgengi næsta árs verður 121 stig í stað um 130 stiga.

Gengisviðmið hjá Seðlabankanum?
    Á fjármálamarkaði er litið svo á að hátt gengi krónunnar geti verkað sem hemill á vaxtahækkanir Seðlabankans sem vill ýta vöxtum upp en án þess að gengið hækki um of. Ef eitthvert sannleikskorn leynist í þessari skoðun er ljóst að gengishækkun krónunnar á síðustu dögum og vikum mun draga úr stærð þeirrar vaxtahækkunar sem er væntanleg við útgáfu næstu Peningamála, þann 29. september. Hvað sem því líður er ljóst að sökum þess að vaxtamunur við útlönd er mun hærri en reiknað var með er ljóst að gengisleiðin verður mun fyrirferðarmeiri í miðlunarferli peningamálastefnunar en ella hefði verið sem kann ekki að vera að skapi Seðlabankamanna.

Erlendar verðbréfaútgáfur í íslenskum krónum.
    Á síðustu 2–3 vikum hafa erlendir aðilar gefið út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir rúma 28 milljarða. Hér um að ræða bréf sem eru til 1–2 ára eða til loka stóriðjuframkvæmdanna og svo virðist sem erlendir kaupendur þessara bréfa séu að veðja á sterkt gengi krónunnar á þeim tíma. Erfitt er að gera sér grein fyrir framhaldi þessarar útgáfu þar sem nafnvaxtamarkaður hérlendis er fremur smár. Hins vegar koma þessir fjármunir inn á gjaldeyrismarkaðinn þegar krónan er í styrkingarferli og mun án efa fara þegar krónan er í veikingu. Þannig verður ekki önnur ályktun dregin en þessi útgáfa muni víkka það bil sem krónan mun sveiflast á næstu tveimur árum.

Efnahagshorfur að hausti 2005.
    Íslenska hagkerfið hefur verið að hitna jafnt og þétt á síðustu mánuðum og atvinnuleysi hefur gengið niður. Nú þegar dregur að hausti og skólar hefjast að nýju ber á töluverðum skorti á vinnuafli, sérstaklega í þjónustugreinum á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan fyrir því að skorturinn kemur fram í þjónustugreinum er ekki sú að þær séu endilega að bæta við sig miklu af fólki heldur eru þær í auknum mæli yfirboðnar í launum af öðrum greinum sem eru í miklum vexti, s.s. byggingariðnaði. Þessum vinnuaflsskorti verður að einhverju leyti mætt með innflutningi erlends vinnuafls en samt sem áður hljóta áhrifin af þenslu á vinnumarkaði að koma fram með gamalkunnum hætti og leiða af sér launaskrið og kostnaðarþrýsting fyrir atvinnulífið. Lágt atvinnuleysi – eða aukið starfsöryggi – ýtir einnig við bjartsýni fólks og eykur neyslu og kaupgleði. Til að mynda var væntingavísitala Gallups sem mælir væntingar um atvinnuástand í hæsta gildi í ágúst frá því að mælingar hófust. Þegar þetta tvennt fer saman – kostnaðarþrýstingur og hratt vaxandi eftirspurn – er sú hætta orðin mjög raunveruleg að bylgja verðhækkana geti risið í hagkerfinu.

Verðbólguþrýstingur og vaxtahækkanir.
    Þenslan á vinnumarkaði var að einhverju leyti vænt af hálfu Seðlabankans samkvæmt spám um framleiðsluspennu sem birst hafa ársfjórðungslega í Peningamálum og er höfuðástæða þess að stýrivextir bankans hafa hækkað um 4,2 prósentur eða úr 5,3% í 9,5% á rúmu ári. Þessar vaxtahækkanir hafa vitaskuld stoðað lítt gegn hækkunum á fasteignamarkaði og rísandi olíuverði sem hafa rekið áfram verðbólgu á síðustu 12 mánuðum. En hærri vextir hafa aukið vaxtamun við útlönd og þannig styrkt gengi krónunnar. Hærra gengi lækkar innflutningsverðlag og hefur þannig að mestu haldið vísitölu neysluverðs innan vikmarka verðbólgumarkmiðsins. Sú spurning er hins vegar opin hvernig hærri vextir munu duga gegn þeirri almennu þenslu sem er að skapast í efnahagslífinu. Flest bendir til þess að mæld verðbólga í september – sem birtist 12. þessa mánaðar – muni leita upp fyrir vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands í kjölfar hærra olíuverðs, útsöluloka og áframhaldandi hækkunar fasteignaverðs. Það er í annað skipti sem slíkt gerist á þessu ári og í kjölfarið þarf Seðlabankinn að rita bréf til ríkisstjórnarinnar því til skýringar.

Seðlabankinn og gengi krónunnar.
    Í síðustu þremur útgáfum Peningamála hafa Seðlabankamenn gefið sterklega skyn að þeir horfi fremur fast á gengið sem aðhaldstæki fyrir peningamálastefnuna. Á fjármálamarkaði hefur þetta verið lagt út þannig að Seðlabankinn hafi eitthvert ákveðið gengisviðmið – yfirleitt talið vera í kringum vísitölugildið 110 – og hagi vaxtaákvörðunum sínum samkvæmt því. Er þetta m.a. dregið af því að ef vísitölugildi krónunnar hafi verið neðan við vísitölugildið 110 hafi Seðlabankinn hækkað vexi minna en búist var við – líkt og gerðist í mars á þessu ári – og krónan því veikst í kjölfarið. Hins vegar ef krónan hafi verið komin fyrir ofan gildið 110 hafi Seðlabankinn því hækkað meira en búist var við – líkt og gerðist í febrúar þegar bankinn hækkaði vexti um 25 punkta – og krónan veiktist í kjölfarið. Þetta þýðir í raun að hátt gengi krónunnar getur verkað sem hemill á vaxtahækkanir Seðlabankans sem vill ýta vöxtum upp en án þess að gengið hækki um of.
    Ef eitthvert sannleikskorn leynist í þessari skoðun er ljóst að gengishækkun krónunnar á síðustu dögum og vikum mun draga úr stærð þeirrar vaxtahækkunar sem er væntanleg við útgáfu næstu peningamála, þann 29. september. Hvað sem því líður er ljóst að vaxtamunur við útlönd er mun hærri en reiknað var með sökum þess að erlendar stýrivaxtahækkanir hafa látið standa á sér – til mynda hafa vextir ekki hreyfst á evrópska myntsvæðinu. Það leiðir til þess að gengisleiðin kann að vera fyrirferðarmeiri í miðlunarferli peningamálastefnunar en ella hefði verið.

Erlend skuldabréfaútgáfa í íslenskum krónum.
    Hátt gengi krónunnar nú síðustu misserin má einnig að einhverju leyti rekja til kerfisbreytinga á gjaldeyrismarkaði sem felast í aukinni aðkomu erlendra spákaupmanna sem fjallað var um í Efnahagsfregnum í júní síðastliðnum. Það nýjasta í þeim leik er erlend skuldabréfaútgáfa í íslenskum krónum sem felst í því að erlendar fjármálastofnanir gefa út skuldabréf með sjálfstæðum hætti og selja til erlendra viðskiptavina. Í hnotskurn má orða þetta sem svo að einn erlendur aðili hafi keypt íslenskar krónur og selt öðrum erlendum aðila. Það sem rekur viðskiptin áfram eru hinir háu vextir sem eru til staðar hérlendis sem virðast vega á móti þeirri gengisáhættu sem hinir erlendu aðilar eru að taka með viðskiptum sínum. Þetta eru því klassísk högnunarviðskipti eða spákaupmennska á gjaldeyrismarkaði sem hefur styrkt gengi krónunnar að undanförnu en á síðustu tveimur vikum hafa þessi viðskipti numið um 28,5 milljörðum íslenskra króna. Í flestum tilvikum er hér um að ræða bréf sem eru til 1–2 ára eða til loka stóriðjuframkvæmdanna og svo virðist sem hinir erlendu kaupendur þessara bréfa séu að veðja á sterkt gengi krónunnar á þeim tíma.


Ávöxtunarkrafa 10 ára ríkisskuldabréfa í ýmsum löndum.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
    Þegar þetta er ritað er erfitt að gera sér grein fyrir því hve mikið framhald verður á þessari útgáfu. En nafnvaxtamarkaðurinn á Íslandi er fremur smár og setur hömlur á útgáfu erlendu bréfanna. Ástæða þess er sú að erlendu fjármálastofnanirnar verja sig fyrir gjaldeyrisáhættu með því að gera vaxtaskiptasamninga við innlendar fjármálastofnanir sem skipta á íslenskum krónum og erlendum vöxtum fyrir erlendar myntir og innlenda vexti. Til þess að innlendar fjármálastofnanir geti borgað innlenda vexti þurfa þær að hafa innlend skammtíma nafnvaxtabréf sem tryggingu. Heildarstærð ríkisbréfaflokkana tveggja þ.e. RIKB07 og RIKB10, sem henta hvað best sem trygging er aðeins um 40,7 milljarðar. Hins vegar er ljóst að þetta erlenda fjármagn kemur á gjaldeyrismarkaðinn þegar krónan er verulega hátt skráð og mun útgáfan því ýta genginu hærra frá langtímajafnvægi. Ennfremur munu þessir fjármunir leita aftur út aftur úr hagkerfinu innan 1–2 ára og gætu aukið við veikingarferli krónunnar sem þá verður væntanlega hafið. Af þeim sökum verður ekki önnur ályktun dregin en að erlend verðbréfaútgáfa í íslenskum krónum muni víkka það bil sem krónan mun sveiflast á næstu tveimur árum.

Stýrivaxtaspá fyrir Seðlabanka Íslands.
    Flest bendir til þess að vaxtavæntingar markaðarins miði nú við um 50 punkta hækkun við útgáfu Peningamála þann 29 september næstkomandi, en það þýðir að ef vaxtahækkunin verður minni mun gengi krónunnar líklega gefa eftir í kjölfarið. Samt sem áður – eins og staðan er nú – bendir fátt til þess að Seðlabankinn muni látið staðar numið í vaxtahækkunum enda líklega skammt í að verðbólgan fari í annað skipti upp fyrir 4% vikmörk verðbólgumarkmiðsins. Stýrivextir nú eru um 25 punktum hærri nú en greiningardeild gerði ráð fyrir í spá sinni í desember síðastliðnum. Flest bendir einnig til þess að efnahagsuppsveiflan verði langvinnari en áður er talið og vöxtur eftirspurnar verði ívið meiri. Af þeim sökum gerir greiningardeild ráð fyrir því að stýrivextir Seðlabankans muni fara uppfyrir 10% fyrir lok þessa árs og verði 10,5% samanborið spá um 9,75% vexti frá því í desember síðastliðnum. Meginmunur á spánni nú samanborið við desember síðastliðinn er þó sá að greiningardeild reiknar með að stýrivextir bankans muni haldast háir lengur og meiri bið verði á því að vaxtalækkunarferlið hefjist þannig að stýrivextir Seðlabankans verði yfir 10% fram á mitt ár 2006.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Stýrivextir Seðlabanka Íslands og spá greiningardeildar.


Spá um vaxtamun við útlönd.
    Greiningardeild spáir því að vaxtamunur við útlönd muni ná hámarki í byrjun næsta ár og hækka upp í um 8% og verði því mun meiri og langvinnari en reiknað var með í spá greiningardeildar frá því í desember síðastliðnum. Ástæðan fyrir breyttri spá um vaxtamun er tvíþætt. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir því að Seðlabanki Íslands hækki vexti eilítið meira en áður var gert ráð fyrir og muni einnig halda vöxtunum háum mun lengur vegna þess að uppsveiflan muni dragast á langinn. Í öðru lagi er því nú spáð að erlendir stýrivextir hækki mun minna en áður var gert var ráð fyrir en að meðaltali eru spár erlendra greiningaraðila um stýrivexti ytra um 0,7% lægri en þær voru í desember síðastliðnum en væntingar um vaxtahækkanir erlendis hafa frestast um 6 til 12 mánuði. Af þessum sökum mun vaxtamunur milli innlendra og erlendra vaxta hæstur verða um tæplega 8% í stað tæplega 7% sem fyrri spá hljóðaði upp á.

Nafnvaxtamunur við útlönd – spár greiningardeildar.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Spá um gengi íslensku krónunnar.
    Spálíkan greiningardeildar byggir á núvirtum vaxtamun við útlönd samkvæmt óvörðu vaxtajafnvægi (uncovered interest parity) og er ætlað að spá fyrir um meginstefnu eða leitni gjaldmiðla en ekki skammtímagengissveiflur. Líkanið var fyrst kynnt í desember 2004 og spá þess um gengisþróun næstu sex mánuði gekk eftir í aðalatriðum, þ.e. að gengisvísitala krónunnar myndi ná hámarki í byrjun ársins en myndi síðan veikjast. Hins vegar varð framvindubrot eftir útgáfu Peningamála í júníbyrjun þegar Seðlabankinn hækkaði vexti um 50 punkta – sem var meira en búist var við – og hliðraði vaxtavæntingum markaðarins upp á við. Við þetta bætist að vaxtahækkanir létu á sér standa á evrusvæðinu og vaxtalækkanir eru hafnar á Bretlandi. Af þeim sökum hefur vaxtamunur við útlönd verið meiri og gengi krónunnar hærra en við mátti búast auk þess sem erlendir spákaupmenn hafa komið með mjög kröftugum hætti inn á gjaldeyrismarkaðinn Eins og fram kemur hér að ofan gerir greiningardeild ráð fyrir að vaxtamunur við útlönd fari vaxandi og verði nægjanlega mikill til þess að halda gengi krónunnar háu fram að áramótum, þrátt fyrir vaxandi viðskiptahalla.

Gengisspá greiningardeildar.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
    Hins vegar mun gengi krónunnar fara að gefa eftir í lok ársins er fjárfestar sjá fram á að uppsafnaður vaxtamunur er að ná hámarki og ávinningur af stöðu í gengi krónunnar fer dvínandi. Þannig mun gengi krónunnar byrja að veikjast rétt áður en þensla í hagkerfinu mun ná hámarki um mitt ár 2006. Samkvæmt nýrri spá verður meðalgengi krónunnar í ár um 110 stig í stað 116 stiga líkt og spáð var áður. Meðalgengi næsta árs verður 121 stig á næsta ári í stað um 130 stiga. Þar sem að þenslan hér heima verður lengri og erlendar stýrivaxtahækkanir hafa frestast um 6 til 12 mánuði hafa væntingar fjárfesta um gengisveikingu einnig frestast en eins og fjallað verður um í kaflanum hér á eftir skipta erlendar stýrivaxtaákvarðanir hagkerfið meira máli en áður.Fylgiskjal XIII.


Greining Íslandsbanka:

Þjóðarbúskapurinn 2005–2009.
Helstu niðurstöður.

(September 2005.)


Góðæri en mikil þenslueinkenni.
    Gera má ráð fyrir 6,1% hagvexti í ár sem er umtalsvert meiri vöxtur en verið hefur að meðaltali undanfarin 10 ár. Þetta er einnig mun hraðari vöxtur en nú er í helstu viðskiptalöndum okkar, en í ríkjum OECD er spáð 2,6% hagvexti að jafnaði í ár. Útlit er fyrir að nokkuð hægi á hagvexti á næsta ári og að vöxturinn verði 4,2%. Rætur vaxtarins munu líkt og í ár fyrst og fremst vera í miklum fjárfestingum og aukningu einkaneyslu sem drifin er áfram af aukningu kaupmáttar, háu gengi krónunnar, lágum vöxtum og miklum hækkunum eignaverðs. Áhrif stóriðjuframkvæmda eru mikil, sem og áhrif markaðsvæðingar og opnunar hagkerfisins. Ytri skilyrði eru á margan hátt góð þar sem fiskverð er hátt og erlendir vextir lágir. Á móti kemur hátt olíuverð og hægur vöxtur í mörgum af helstu viðskiptalöndunum.
    Hagvöxtur í ár og á næsta ári reynir mjög á þanþol hagkerfisins. Merki ofþenslu sjást orðið víða. Má þar nefna verðbólgu sem mælist nú 4,8%. Reikna má með því að verðbólgan eigi eftir að verða enn meiri á næsta ári og fara í nær 8% á árinu 2007. Viðskiptahalli hefur einnig aukist hratt og stefnir í að verða tæplega 13% af landsframleiðslu þetta árið og fara yfir 13% á næsta ári. Viðskiptahalli af þessari stærðargráðu er merki um mikið ójafnvægi þjóðarbúsins og myndar viðvarandi þrýsting til lækkunar gengis krónunnar. Viðskiptahallinn er ein helsta ástæða þess að við reiknum með allt að 25% gengislækkun krónunnar á næstu tveimur árum.
    Það þensluástand sem nú ríkir í efnahagslífinu reynir verulega á hagstjórnarsamspil Seðlabankans og hins opinbera. Seðlabankinn hefur brugðist við horfum um vaxandi verðbólgu með vaxtahækkunum. Stýrivextir bankans eru nú 9,5% og má reikna með því að bankinn hækki þá í 10% fyrir lok þessa mánaðar. Líkur eru á því að bankinn láti ekki þar við sitja heldur hækki vexti sína upp í 11% í 2 til 3 skrefum snemma á næsta ári. Aðhald í opinberum fjármálum hefur aukist nokkuð og þannig stutt peningastefnuna. Aðhaldið hefur hins vegar verið langt frá því nægjanlegt til að halda hagkerfinu í viðunandi jafnvægi og koma í veg fyrir ruðningsáhrif yfirstandandi stóriðjuframkvæmda og eftirspurnarþrýstings.

Skammvinnt samdráttarskeið.
    Líkur eru á að skammvinnt samdráttarskeið taki við innan tveggja ára af því vaxtarskeiði sem nú stendur yfir. Stefnir í tæplega 1% samdrátt landsframleiðslu árið 2007, einkum vegna minnkandi fjárfestingar í atvinnulífinu en einnig af völdum samdráttar í einkaneyslu. Um er að ræða nauðsynlega leiðréttingu á því ójafnvægi sem nú er að myndast á hagkerfinu. Árið 2007 mun þannig væntanlega verða ár sviptinga í ýmsum hagstærðum með hátt nær fjórðungssamdrætti í fjárfestingum í fararbroddi, samdrætti í kaupmætti og útgjöldum heimilanna. Hraður vöxtur útflutnings m.a. vegna hagstæðari stöðu raungengis mun aftur, ásamt aukningu í útflutningi áls, verða til þess að hratt dregur úr viðskiptahallanum. Að líkum mun hann helmingast milli ára og verða rúmlega 6% á árinu 2007.
    Að loknu samdráttarárinu 2007 eru líkur á bata efnahagslífsins sem drifinn verður af vexti útflutnings. Reiknum við með 2,4% hagvexti 2008 og 3,4% hagvexti 2009 og að vöxturinn verði við skilyrði aukins stöðugleika efnahagslífsins með um 2,5% verðbólgu og nánast jafnvægi á utanríkisviðskiptum og vinnumarkaði.Fylgiskjal XIV.


Landsbankinn:

Hagspá Landsbankans 2005–2010.
(September 2005.)


    Staðan í efnahagsmálum nú um stundir er á margan hátt sérstök. Eins og reiknað var með í spá Landsbankans, sem kynnt var í október 2004, hefur hagvöxtur verið óvenju mikill á þessu og síðasta ári og áfram stefnir í mikinn vöxt á því næsta. Líkt og oft áður þegar íslensk efnahagsmál eru annarsvegar hefur raunveruleikinn þó orðið lyginni líkastur. Hagvöxtur á síðasta ári varð 6,2% og á þessu ári stefnir í 7,6% vöxt samanborið við 5 1/ 2% og 6 1/ 2% vöxt eins og reiknað var með í síðustu hagspá Landsbankans. Viðskiptahallinn hefur einnig orðið mun meiri en þá var talið og gengi krónunnar styrkst langt umfram það sem flestir reiknuðu með. Það hefur því reynt á þanþol hagkerfisins af enn meiri þunga en flestir sáu fyrir og því ekki að undra að gripið sé til orða á borð við ógnarjafnvægi til að fanga það ástand sem nú ríkir í efnahagsmálunum.
    En felst ekki mótsögn í því að tala um jafnvægi við þær aðstæður sem nú ríkja? Getur það kallast jafnvægi af einhverju tagi þegar viðskiptahallinn stefnir í hærri hlutfallstölu en sést hefur hér á landi frá stríðslokum eða að raungengi krónunnar sé komið í svipað gildi og 1988. Svarið er að sjálfsögðu nei, enda er hugsunin með ógnarjafnvæginu sú að lýsa ástandi sem einkennist af mikilli óvissu og óöryggi um stöðuna eins og hún er, en jafnframt hræðslu við að breytingar geti falið í sér enn verri niðurstöðu.
    Stundum er sagt að þegar neyðin sé stærst þá sé hjálpin næst og ef til vill má heimfæra þennan málshátt upp á þá efnahagsframvindu sem við blasir í þeirri hagspá sem hér er sett fram, þar sem ásættanlegt jafnvægisástand næst á tiltölulega skömmun tíma án þess að upp úr sjóði.
    Lykillinn að þessari framvindu felst í aðlögunarhæfni og sveigjanleika þess markaðshagkerfis sem hér hefur skotið rótum á síðustu árum. Í þessu sambandi skipta þrír markaðir langmestu máli, þ.e. vinnumarkaður, fasteignamarkaður og gjaldeyrismarkaður.
          Framvindan á vinnumarkaði mun ráða því hvort núverandi þensluástand þróast yfir í hefðbundna víxlverkun launa og verðlags. Ef ekki næst samkomulag um kjarasamninga í nóvember er hætta á að svo geti fari. Sú opnun og alþjóðavæðing sem einkennt hefur vinnumarkaðinn í þessari uppsveiflu hefur enn sem komið er staðið í vegi fyrir almennu launaskriði.
          Stóraukinn aðgangur að lánsfé, lækkun vaxta og hækkun fasteignaverðs síðastliðið ár er einn helsti drifkraftur einkaneyslu um þessar mundir. Áframhaldandi hækkanir fasteignaverðs skapa svigrúm til enn frekari skuldsetningar og innlendrar eftirspurnar, sem aftur kyndir undir þenslu, viðskiptahalla og verðbólgu.
          Á gjaldeyrismarkaði mun framvindan ráðast af því hvernig krónunni reiðir af á ólgusjó hins alþjóðlega gjaldeyrismarkaðar, nú þegar erlendir fjárfestar virðast loksins hafa fengið áhuga á íslensku hávaxtaumhverfi. Áframhaldandi styrking krónunnar er því líklegri en áður sem myndi reyna enn frekar á þolrif útflutnings- og samkeppnisgreina sem nú þegar eru mjög aðþrengdar.
    Þessar þrjár fráviksleiðir virðast fremur ógnvænlegar og því er mikilvægt að allt sé gert til þess að engin þeirra verði að veruleika. Þar skiptir hagstjórnin að sjálfsögðu mjög miklu máli, bæði stjórn peningamála sem og ríkisfjármála. Ákvarðanir varðandi virkni vinnumarkaðarins og framtíð Íbúðalánasjóðs geta einnig skipt sköpum við núverandi aðstæður. Þegar upp er staðið hafa allir hag af því að vinda ofan af því ógnarjafnvægi sem nú hefur skapast í efnahagsmálum og við slíkar aðstæður er mikilvægast að enginn fari á taugum.

Hagspá Landsbankans 2005–2010.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Neðanmálsgrein: 1
1     Þó verður að minnast þess að full vitneskja um hve mikil ofþenslan var á árinu 2000 lá ekki fyrir fyrr en nokkuð var liðið á árið 2001.
Neðanmálsgrein: 2
2     Greinargerðin var m.a. birt í Peningamálum 2005/1 sem gefin voru út í mars sl.
Neðanmálsgrein: 3
3     Til eru ýmsar útgáfur af Taylor-reglum, en almennt séð byggjast þær á því að stýrivextir seðlabanka ráðist af fráviki verðbólgu frá markmiði og framleiðsluspennu. Útreikningar í mynd 6 byggjast á því að náttúrulegir stýrivextir Seðlabankans séu 5,5% og að viðbragðsteygni stýrivaxta við fráviki verðbólgu frá markmiði sé 1,5 og viðbragðsteygni við framleiðsluspennu sé 0,5. Myndin sýnir ársfjórðungsleg meðaltöl og byggist á árlegu hlaupandi meðaltali framleiðsluspennu síðustu fjögurra ársfjórðunga. Sýndar eru tvær útgáfur af reglunni þar sem önnur miðast við verðbólgustig viðkomandi ársfjórðungs en hin miðar við spá Seðlabankans um verðbólgu tvö ár fram í tímann. Nánari umfjöllun um Taylor-reglur er að finna í Peningamálum 2002/2, rammagrein 5, bls. 23–25. Myndin sýnir einnig framvirka stýrivexti miðað við fólgna framvirka markaðsvexti þann 2. febrúar sl.
Neðanmálsgrein: 4
4     Í þessu samhengi er þó rétt að hafa í huga að 21/2% verðbólgumarkmið bankans er miðuð við vísitölu neysluverðs með húsnæði. Væri tekin ákvörðun um að miðað peningastefnuna við vísitölu neysluverðs án húsnæðis þyrfti að endurskoða verðbólgumarkmiðið í því ljósi og þá væntanlega til lækkunar. Þannig má nefna að þegar Englandsbanki breytti viðmiðun verðbólgumarkmiðs síns um síðustu áramót í samræmda vísitölu Evrópubandalagsins (HICP) í takt við vilja stjórnvalda til aukinnar samræmingar við stefnu evrópska seðlabankans, var verðbólgumarkmið bankans lækkað úr 21/2% í 2%.
Neðanmálsgrein: 5
5     Þórarinn G. Pétursson (2002), „Mat á kjarnaverðbólgu og notkun við mótun peningastefnunnar“, Peningamál, 2002/4, bls. 52–61.