Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 90. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 90  —  90. mál.
Fyrirspurntil félagsmálaráðherra um fæðingarorlof.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.     1.      Hve miklar heildargreiðslur vegna fæðingarorlofs hafa sparast fyrstu 9 mánuði yfirstandandi árs, sundurliðaðar eftir ákvæðum nýrra fæðingarorlofslaga sem leiða áttu til sparnaðar, t.d. ákvæðum um þak á fæðingarorlofsgreiðslur og breytt viðmiðunartímabil tekna sem fæðingarorlofsgreiðslur miðast við?
     2.      Hve mikið hafa breyttar viðmiðunarreglur um tekjur vegna greiðslu fæðingarorlofs lækkað fæðingarorlofsgreiðslur sem hlutfall af launum að meðaltali, miðað við að raungildi þeirra væri 80% af meðaltali heildarlauna og miðað við sömu viðmiðunarreglu um tekjur og gilti fyrir gildistöku nýrra laga um fæðingarorlof?
     3.      Er ráðherra reiðubúinn að beita sér fyrir því að fjárhæðir fæðingarorlofsgreiðslna haldi raungildi sínu miðað við að foreldrar í fæðingarorlofi fái 80% heildartekna sem taki breytingum í samræmi við launavísitölu á hverjum tíma og að útreikningar á meðaltali heildarlauna taki tillit til breytinga á launavísitölu á viðmiðunartímabilinu?
     4.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir lagabreytingu á þessu þingi sem tryggi að fæðingarorlofsgreiðslur skerði ekki rétt til umönnunar- og lífeyrisgreiðslna?
     5.      Telur ráðherra rétt að gera breytingar á fæðingarorlofslögum til að tryggja betur rétt einstæðra foreldra og rétt ófeðraðra barna?


Skriflegt svar óskast.