Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 102. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 102  —  102. mál.
Fyrirspurntil iðnaðarráðherra um útflutning á íslensku vatni í neytendaumbúðum.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.     1.      Hve mörg fyrirtæki hafa verið stofnuð hér á landi á sl. tíu árum með það að markmiði að flytja út íslenskt drykkjarvatn?
     2.      Hve mikið magn drykkjarvatns í neytendaumbúðum hefur verið flutt út árin 2003, 2004 og 2005 og til hvaða landa?
     3.      Þurfa þeir sem ætla að hefja útflutning á neysluvatni að sækja um framkvæmdar- og/eða starfsleyfi? Ef svo er, hversu margir hafa sótt um slík leyfi?
     4.      Hefur ráðuneytið eða annar aðili unnið að markaðskönnun varðandi frekari möguleika á útflutningi íslensks drykkjarvatns?
     5.      Hve háa styrki hafa ráðuneytið, Byggðastofnun og Iðnþróunarsjóður veitt vegna neysluvatnsútflutnings sl. tíu ár og til hvaða fyrirtækja (sundurgreindar fjárhæðir)?
     6.      Hvert er álit ráðherrans á frekari útrás og á útflutningi neysluvatns í neytendaumbúðum?


Skriflegt svar óskast.