Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 115. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 115  —  115. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um einkarekna grunnskóla.

Frá Björgvini G. Sigurðssyni.



     1.      Er von á almennri löggjöf um einkarekna grunnskóla, þ.e. skóla sem reknir eru af öðrum en opinberum aðilum, utan ramma hverfisskólanna?
     2.      Ef svo er, ætti í slíkri löggjöf að mati ráðherra að samræma framlög til einkarekinna grunnskóla og takmarka eða banna innheimtu skólagjalda til viðbótar við opinbera framlagið?