Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 141. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 141  —  141. mál.
Frumvarp til lagaum breyting á lögum nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga.

Flm.: Steingrímur J. Sigfússon, Jón Bjarnason, Kolbrún Halldórsdóttir,
Hlynur Hallsson, Ögmundur Jónasson.


1. gr.

    Í stað „13,03%“ í 1. mgr. 23. gr. laganna kemur: 14,03%.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2006.

Greinargerð.


    Frumvarp þetta felur í sér þá einföldu breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga að rýmka heimildir þeirra til álagningar útsvars um eitt prósentustig, þ.e. úr 13,03% í 14,03% af tekjuskattsstofni eins og hann er skilgreindur í viðeigandi ákvæðum laga um tekjuskatt og eignarskatt, nr. 90/2003. Frumvarpið er flutt í beinum tengslum við þegar lögfest áform ríkisstjórnarinnar um að halda áfram lækkun tekjuskatts um sama hundraðshluta, þ.e. eitt prósentustig um næstu áramót. Samanlagt álagningarhlutfall tekjuskatts og hámarks útsvarsheimildar mun því haldast óbreytt nái frumvarpið fram að ganga og vera 37,78%. Hvergi yrði því um skattahækkun að ræða en lækkunin réðist af því í hve miklum mæli sveitarfélögin nýttu sér aukið svigrúm til útsvarshækkunar á móti lækkun á tekjuskatti til ríkissjóðs. Sams konar frumvarp var flutt á síðasta þingi (þskj. 194 á 131. löggjafarþingi) í tengslum við þá skattalækkun sem þá var framundan og tók gildi 1. janúar 2005. Það frumvarp náði ekki fram að ganga. Ekki er síður þörf nú en þá að gripið verði til róttækra aðgerða til að bæta óviðundi afkomu sveitarfélaganna. Engin varanleg úrlausn er fólgin í þeim takmörkuðu og tímabundnu aðgerðum sem niðurstaða síðustu endurskoðunarnefndar um tekjuleg samskipti ríkis og sveitarfélaga, þá loksins hún leit dagsins ljós í marsmánuði 2005, felur í sér. Þær tillögur eru að mestu bundnar við ráðstafanir sem hanga á því að sveitarfélög sameinist og framlögin verði að stærstum hluta tímabundin.
    Það er skoðun flutningsmanna að ekki verði undan því vikist að grípa til ráðstafana til að bæta stöðu sveitarfélaganna. Afkoma þeirra, sem vissulega er mismunandi, er í það heila tekið óviðunandi og hefur verið svo lengi. Þannig hafa sveitarfélögin sem heild verið gerð upp með halla og safnað skuldum nokkurn veginn samfellt í einn og hálfan áratug. Teljist ríkissjóður aflögufær um skatttekjur, sem vissulega má deila um, hlýtur því að vera nærtækast að færa þær tekjur a.m.k. að einhverjum hluta yfir til sveitarfélaganna. Á sveitarfélögunum standa miklar og vaxandi kröfur um þjónustu, þau hafa tekið við ýmsum nýjum verkefnum og fengið á herðar sínar nýjar skyldur, svo sem á sviði umhverfismála sem snerta eftirlit og leyfisveitingar svo dæmi sé tekið, sem ekki hafa fylgt auknir tekjumöguleikar. Í samskiptum við ríkisvaldið virðist sífellt sækja í það far að það halli á sveitarfélögin. Með yfirtöku kostnaðarsamra málaflokka hafa sveitarfélögin, hvað sem líður deilum um fullnægjandi tekjustofna á móti, óumdeilanlega fengið með í kaupunum miklar væntingar um úrbætur og aukin útgjöld, eins og sannast í tilviki grunnskólans. Í ýmsum samstarfsverkefnum hallar á sveitarfélögin með því að ríkið bindur kostnaðarþátttöku sína við framlög á fjárlögum sem oftar en ekki hrökkva hvergi nærri fyrir því kostnaðarhlutfalli sem ríkinu er að nafninu til ætlað að standa straum af. Dæmi um þetta eru húsaleigubætur og eyðing refa og minka. Svipaða sögu er einnig að segja af ákveðnum stofnkostnaðarverkefnum þar sem ætlunin er að ríki og sveitarfélög deili kostnaðinum. Óraunhæf kostnaðarviðmið eða norm valda því að ríkið leggur iðulega minna af mörkum hlutfallslega að lokum en ætlunin er, jafnvel samkvæmt lögbundnu kostnaðarhlutfalli. Loks er þess að geta að sveitarfélögin hafa orðið fyrir tekjutapi vegna ákvarðana um mál, óskyld þeim, svo sem um hagstæðara skattalegt umhverfi einkahlutafélaga sem leitt hefur til mikillar fjölgunar þeirra og tekjutaps sveitarfélaganna í formi minni útsvarstekna á móti sem talið er nema milljarði króna eða liðlega það.
    Svigrúm sveitarfélaganna til sjálfstæðra ákvarðana í uppbyggingu og rekstri og til umbóta, t.d. í félags- og umhverfismálum eða til að hlúa að nýsköpun í almennu atvinnulífi, er afar takmarkað eins og að líkum lætur í ljósi bágrar fjárhagsstöðu þeirra upp til hópa. Tilvist sveitarfélaganna einkennist af varnarbaráttu og sóknarfæri verða fá. Slíkt er óviðunandi því auðvitað þurfa sveitarfélögin að geta þróað og byggt upp þjónustu sína og tekið skref fram á við til eflingar velferðarsamfélagsins sem þau leggja ekki síst grunn að. Sem dæmi um slík verkefni má nefna það baráttumál Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs að leikskóladvöl verði gerð gjaldfrjáls með sérstöku samstarfsverkefni sveitarfélaganna og ríkisins, en flutningsmenn þessa frumvarps flytja jafnframt um það tillögu á yfirstandandi þingi. Sama gildir um möguleika þeirra til að bæta kjör starfsmanna sinna og koma til móts við kröfur um launahækkanir, þó réttmætar og nauðsynlegar séu til að sveitarfélögin geti verið samkeppnisfær um hæft starfsfólk. Sú spennitreyja sem sveitarfélögin eru í að þessu leyti kristallaðist í kennaradeilunni á síðasta ári. Alvarlegast er þó auðvitað að áframhaldandi fjárhagsvandi sveitarfélaganna grefur almennt séð undan þeirri mikilvægu nærþjónustu og þeim umhverfis- og velferðarverkefnum sem sveitarfélögin hafa með höndum. Þannig veikjast undirstöður velferðarsamfélagsins og sveitarstjórnir sjá sig jafnvel knúnar til óyndisúrræða eins og að selja eignir og láta af hendi aðstöðu sem þó er ómissandi fyrir undirstöðu samfélagsþjónustu á þeirra vegum.
    Tekjutap ríkissjóðs vegna áformaðrar eins prósentustigs lækkunar tekjuskatts verður væntanlega nálægt fimm og hálfum milljarði kr. brúttó en fjórum og hálfum milljörðum kr. nettó. Sé heimild sveitarfélaganna til hækkunar útsvars aukin að sama skapi og fari úr 13,03% í 14,03%, þá gæfi það sveitarfélögunum svigrúm af sömu stærðargráðu til að auka útsvarstekjur sínar, sbr. fylgiskjal I. Það ber þó að taka skýrt fram í þessu sambandi að ónotaðar eru hjá sveitarfélögunum heimildir til álagningar útsvars nálægt þrjú hundruð millj. kr. Er það talsverð breyting frá fyrra ári en þá námu ónýttar heimildir samtals yfir milljarði kr. Breytingin stafar af því að allmörg sveitarfélög hækkuðu útsvar sitt á árinu, flest með því að fara upp í þakið 13,03%. Óvíst er í hve ríkum mæli þau sveitarfélög sem eiga ónýttar heimildir fyrir mundu nýta sér aukið svigrúm. Einnig er ekki víst að öll sveitarfélög sem fullnýta heimildir sínar nú mundu nota sér aukið svigrúm til útsvarsinnheimtu, a.m.k. ekki þegar í stað. Hér ber einnig að leggja áherslu á mismunandi stöðu sveitarfélaganna, samspil eigin tekna þeirra og úthlutunar úr jöfnunarsjóði og fleira sem máli skiptir. Því fer fjarri að flutningsmenn telji þá ráðstöfun sem frumvarpið gengur út á einhverja allsherjarlausn. Æskilegast væri að breytingar af þessu tagi væru liður í heildarendurskoðun á tekjulegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga sem nauðsynlega þarf að fara fram og er forsenda þess að hægt sé í framhaldinu að ráðast í áfanga til eflingar sveitarstjórnarstiginu. Auknar heimildir til innheimtu útsvars væru þó skref í rétta átt fyrir sveitarfélögin. Þær mundu auka nokkuð svigrúm þeirra og sjálfstæði hvað varðar tekjuöflun og ef slíkri aðgerð yrði fylgt eftir með breytingum á úthlutunarreglum jöfnunarsjóðs, þannig að framlög sjóðsins nýtist til enn frekari tekjujöfnunar og jöfnunar á aðstöðu sveitarfélaganna, þá gæti það orðið til umtalsverðra bóta. Þetta er ekki síst mikilvægt vegna þess að auðvitað nýtast sveitarfélögunum misvel eðli málsins samkvæmt heimildir til hækkunar útsvars. Útsvarið er eftir sem áður langstærsti einstaki tekjustofn sveitarfélaganna, og skilar yfir 60% af tekjum þeirra, þannig að eigi að gera umtalsverðar ráðstafanir til að auka tekjur þeirra er erfitt annað en útsvarið komi þar a.m.k. við sögu.
Fylgiskjal I.

Samband íslenskra sveitarfélaga:

Útsvarstekjur sveitarfélaga.Svnr.

Sveitarfélag
Útsvar
2005
Útsvar
2004

Breyting
Hækkun
pr.stig
Hám.
13,03%
Lágm.
11,24%
Útsvarsstofn des.v/launa 2003 Vægi svfél.
í stofni
0000 Reykjavíkurborg 13,03% 12,70% Hækkun 0,33 1 196.693.554.456 0,41103997183 0,0535585083
1000 Kópavogsbær 13,03% 12,94% Hækkun 0,09 1 44.278.712.256 0,0925313526 0,0120568352
1100 Seltjarnarneskaupstaður 12,46% 12,46% 9.116.301.397 0,0190507731 0,002373726
1300 Garðabær 12,46% 12,46% 17.235.238.549 0,0360173061 0,004487756
1400 Hafnarfjarðarkaupstaður 13,03% 13,03% 1 34.489.985.645 0,0720753802 0,009391422
1603 Sveitarfélagið Álftanes 13,03% 13,03% 1 3.111.506.519 0,006502265 0,00084725
1604 Mosfellsbær 12,94% 12,94% 10.595.985.828 0,0221429407 0,002865297
1606 Kjósarhreppur 13,03% 13,03% 1 205.792.004 0,00043005 0,000056
2000 Reykjanesbær 12,70% 12,70% 17.127.549.466 0,0357922631 0,004545617
2300 Grindavíkurbær 13,03% 13,03% 1 3.739.109.304 0,007813796 0,001018138
2503 Sandgerðisbær 12,70% 12,70% 1.972.862.206 0,004122785 0,00052359
2504 Sveitarfélagið Garður 12,70% 12,70% 1.853.624.392 0,003873608 0,00049195
2506 Vatnsleysustrandarhreppur 13,03% 13,03% 1 1.256.268.118 0,002625284 0,00034207
3000 Akraneskaupstaður 13,03% 13,03% 1 9.010.391.084 0,0188294472 0,002453477
3501 Hvalfjarðarstrandarhreppur 11,24% 11,24% 1 221.133.881 0,00046211 0,0000519
3502 Skilmannahreppur 11,24% 11,24% 1 209.473.601 0,00043775 0,0000492
3503 Innri-Akraneshreppur 12,87% 12,85% Hækkun 0,02 179.302.943 0,0003747 0,0000482
3504 Leirár- og Melahreppur 13,03% 13,03% 1 157.528.983 0,0003292 0,0000429
3506 Skorradalshreppur 11,24% 11,24% 1 77.697.257 0,00016237 0,0000183
3510 Borgarfjarðarsveit 13,03% 13,03% 1 861.307.658 0,001799916 0,00023453
3601 Hvítársíðuhreppur 13,03% 13,03% 1 80.081.666 0,00016735 0,0000218
3609 Borgarbyggð 13,03% 13,03% 1 3.612.179.812 0,007548546 0,00098358
3701 Kolbeinsstaðahreppur 12,20% 12,20% 93.990.132 0,00019642 0,000024
3709 Grundarfjarðarbær 13,03% 13,03% 1 1.309.999.361 0,002737569 0,00035671
3710 Helgafellssveit 11,24% 11,24% 1 68.233.830 0,00014259 0,000016
3711 Stykkishólmsbær 13,03% 13,03% 1 1.816.120.237 0,003795234 0,00049452
3713 Eyja- og Miklaholtshreppur 12,80% 12,70% Hækkun 0,10 172.559.619 0,00036061 0,0000462Svnr.

Sveitarfélag
Útsvar
2005
Útsvar
2004

Breyting
Hækkun
pr.stig
Hám.
13,03%
Lágm.
11,24%
Útsvarsstofn des.v/launa 2003 Vægi svfél.
í stofni
3714 Snæfellsbær 13,03% 13,03% 1 2.679.075.816 0,005598593 0,0007295
3809 Saurbæjarhreppur 13,03% 13,03% 1 91.936.920 0,00019213 0,000025
3811 Dalabyggð 13,00% 13,00% 848.576.762 0,001773312 0,00023053
4100 Bolungarvíkurkaupstaður 13,03% 13,03% 1 1.522.365.241 0,00318136 0,00041453
4200 Ísafjarðarbær 13,03% 13,03% 1 6.425.221.234 0,0134270935 0,00174955
4502 Reykhólahreppur 13,03% 13,03% 1 390.748.246 0,00081657 0,0001064
4604 Tálknafjarðarhreppur 13,03% 12,99% Hækkun 0,04 1 489.917.546 0,001023804 0,0001334
4607 Vesturbyggð 13,03% 13,03% 1 1.582.460.536 0,003306944 0,00043089
4803 Súðavíkurhreppur 13,03% 13,03% 1 357.022.449 0,00074609 0,0000972
4901 Árneshreppur 13,03% 13,03% 1 69.761.040 0,00014578 0,000019
4902 Kaldrananeshreppur 13,03% 13,03% 1 180.580.294 0,00037737 0,0000492
4908 Bæjarhreppur 12,50% 12,30% Hækkun 0,20 122.988.732 0,00025702 0,0000321
4909 Broddaneshreppur 12,70% 12,70% 77.101.713 0,00016112 0,0000205
4910 Hólmavíkurhreppur 13,03% 13,03% 1 657.127.049 0,00137323 0,00017893
5000 Siglufjarðarkaupstaður 13,03% 13,03% 1 2.288.883.274 0,004783189 0,00062325
5200 Sveitarfélagið Skagafjörður 13,03% 13,03% 1 6.025.880.632 0,0125925723 0,001640812
5508 Húnaþing vestra 13,03% 13,03% 1 1.543.737.093 0,003226022 0,00042035
5601 Áshreppur 12,45% 12,45% 82.605.433 0,00017262 0,0000215
5602 Sveinsstaðahreppur 12,80% 12,41% Hækkun 0,39 112.582.392 0,00023527 0,0000301
5603 Torfalækjarhreppur 12,80% 12,80% 117.597.255 0,00024575 0,0000315
5604 Blönduósbær 13,03% 13,03% 1 1.421.930.101 0,002971476 0,00038718
5605 Svínavatnshreppur 12,20% 12,20% 144.509.187 0,00030199 0,0000368
5606 Bólstaðarhlíðarhreppur 12,75% 12,75% 99.941.641 0,00020885 0,0000266
5609 Höfðahreppur 13,03% 13,03% 1 1.006.411.710 0,002103147 0,00027404
5611 Skagabyggð 12,40% 12,40% 87.335.963 0,00018251 0,0000226
5706 Akrahreppur 13,03% 13,03% 1 263.996.571 0,00055169 0,0000719
6000 Akureyrarkaupstaður 13,03% 13,03% 1 24.928.521.887 0,05209433 0,006787891
6100 Húsavíkurbær 13,03% 13,03% 1 3.683.568.028 0,007697729 0,001003014
6200 Ólafsfjarðarbær 13,03% 13,03% 1 1.733.942.496 0,003623503 0,00047214
6400 Dalvíkurbyggð 13,03% 13,03% 1 2.891.951.054 0,006043449 0,00078746
6501 Grímseyjarhreppur 13,03% 13,03% 1 185.838.652 0,00038836 0,0000506
6506 Arnarneshreppur 13,00% 13,00% 259.146.193 0,00054155 0,0000704
6513 Eyjafjarðarsveit 13,03% 13,03% 1 1.277.369.506 0,00266938 0,00034782Svnr.

Sveitarfélag
Útsvar
2005
Útsvar
2004

Breyting
Hækkun
pr.stig
Hám.
13,03%
Lágm.
11,24%
Útsvarsstofn des.v/launa 2003 Vægi svfél.
í stofni
6514 Hörgárbyggð 13,03% 12,80% Hækkun 0,23 1 486.833.185 0,001017359 0,00013256
6601 Svalbarðsstrandarhreppur 13,03% 12,85% Hækkun 0,18 1 484.992.751 0,001013513 0,00013206
6602 Grýtubakkahreppur 13,03% 13,03% 1 640.340.425 0,00133815 0,00017436
6607 Skútustaðahreppur 13,03% 13,03% 1 646.719.670 0,001351481 0,0001761
6609 Aðaldælahreppur 13,03% 13,03% 1 364.315.133 0,00076133 0,0000992
6611 Tjörneshreppur 12,85% 12,85% 80.377.186 0,00016797 0,0000216
6612 Þingeyjarsveit 13,03% 13,03% 1 857.502.507 0,001791964 0,00023349
6701 Kelduneshreppur 13,03% 13,03% 1 149.324.468 0,00031205 0,0000407
6702 Öxarfjarðarhreppur 13,03% 13,03% 1 440.430.189 0,00092039 0,00011993
6705 Raufarhafnarhreppur 13,03% 13,03% 1 381.087.949 0,00079638 0,00010377
6706 Svalbarðshreppur 12,50% 12,00% Hækkun 0,50 156.046.116 0,0003261 0,0000408
6707 Þórshafnarhreppur 13,03% 13,03% 1 669.808.933 0,001399732 0,00018239
7000 Seyðisfjarðarkaupstaður 13,03% 13,03% 1 1.207.767.910 0,002523931 0,00032887
7300 Fjarðabyggð 13,03% 13,03% 1 5.445.614.963 0,0113799632 0,001482809
7501 Skeggjastaðahreppur 13,03% 13,03% 1 218.697.069 0,00045702 0,0000596
7502 Vopnafjarðarhreppur 13,03% 13,03% 1 1.162.505.404 0,002429343 0,00031654
7505 Fljótsdalshreppur 13,03% 13,03% 1 114.675.734 0,00023964 0,0000312
7509 Borgarfjarðarhreppur 13,03% 13,03% 1 191.092.496 0,00039934 0,000052
7605 Mjóafjarðarhreppur 13,03% 13,03% 1 61.111.850 0,00012771 0,0000166
7610 Fáskrúðsfjarðarhreppur 12,70% 12,70% 67.100.584 0,00014022 0,0000178
7613 Breiðdalshreppur 13,03% 13,03% 1 366.101.911 0,00076506 0,0000997
7617 Djúpavogshreppur 13,03% 13,03% 1 742.596.542 0,00155184 0,0002022
7619 Austurbyggð 13,03% 13,03% 1 1.378.039.372 0,002879755 0,00037523
7620 Fljótsdalshérað 13,03% 13,03% 1 4.174.458.167 0,008723566 0,001136681
7708 Sveitarfélagið Hornafjörður 13,03% 13,03% 1 3.411.663.569 0,007129517 0,00092898
8000 Vestmannaeyjabær 13,03% 13,03% 1 7.183.213.441 0,0150111063 0,001955947
8200 Sveitarfélagið Árborg 13,03% 13,03% 1 9.641.233.589 0,0201477491 0,002625252
8508 Mýrdalshreppur 13,03% 13,03% 1 671.041.497 0,001402308 0,00018272
8509 Skaftárhreppur 13,03% 13,03% 1 686.799.907 0,001435239 0,00018701
8610 Ásahreppur 11,24% 11,24% 1 188.989.784 0,00039494 0,0000444
8613 Rangárþing eystra 13,03% 12,99% Hækkun 0,04 1 2.106.099.255 0,004401217 0,00057348
8614 Rangárþing ytra 12,99% 12,99% 1.962.684.323 0,004101516 0,00053279
8701 Gaulverjabæjarhreppur 12,70% 12,70% 131.480.238 0,00027476 0,0000349Svnr.

Sveitarfélag
Útsvar
2005
Útsvar
2004

Breyting
Hækkun
pr.stig
Hám.
13,03%
Lágm.
11,24%
Útsvarsstofn des.v/launa 2003 Vægi svfél.
í stofni
8706 Hraungerðishreppur 13,03% 13,03% 1 241.956.151 0,00050563 0,0000659
8707 Villingaholtshreppur 13,03% 13,03% 1 198.315.317 0,00041443 0,000054
8710 Hrunamannahreppur 13,03% 13,03% 1 869.417.871 0,001816864 0,00023674
8716 Hveragerðisbær 13,03% 12,99% Hækkun 0,04 1 2.615.222.777 0,005465157 0,00071211
8717 Sveitarfélagið Ölfus 13,03% 13,03% 1 2.588.563.131 0,005409445 0,00070485
8719 Grímsnes- og Grafningshreppur 12,74% 12,04% Hækkun 0,70 479.949.607 0,001002974 0,00012778
8720 Skeiða- og Gnúpverjahreppur 13,03% 13,03% 1 647.608.433 0,001353338 0,00017634
8721 Bláskógabyggð 13,03% 13,03% 1 1.217.683.806 0,002544652 0,00033157
12,98% 12,83% 71 5 478.526.586.060 1 12,9773%
Ríki 24,75% 25,75%
Staðgreiðsluhlutfall samtals 37,73% 38,58%
Álagning
útsvars
Fjöldi
sveitarfélaga
Álagningar-
hlutfall
Hámark 71 13,03%
Lágmark 5 11,24%
Meðalálagning 12,83%
Fylgiskjal II.


Steingrímur J. Sigfússon
og Jón Bjarnason:


Sveitarfélögin svelt til hlýðni.
(Morgunblaðið, 29. september 2004.)


    Sveitarfélögin á Íslandi hafa lengi búið við óviðunandi afkomu og fer fjarri að það ástand sé bundið við minnstu sveitarfélögin. Taprekstur og skuldasöfnun er veruleiki sveitarfélaga af öllum stærðum og gerðum. Aukning skulda hefur að undanförnu hefur verið á bilinu 3–5 milljarðar á ári, t.d. tæpir 8 milljarðar samtals sl. tvö ár. Er það nokkuð í takt við aukningu heildarskulda sveitarfélaganna uppá um 35 milljarða samtals sl. 11 ár. Varðandi samanburð milli ára ber þó að hafa í huga að reikningsskilaaðferðum var breytt upp úr 2000.
    Þingmenn vinstri-grænna hafa ítrekað reynt að vekja athygli á þessum vanda og lagt til úrbætur í þeim efnum, því miður með litlum árangri. Gætt hefur ótrúlegs tómlætis um afkomu sveitarfélaganna, ekki síst í ljósi þess að á undanförnum árum hafa veigamiklir velferðarmálaflokkar færst þangað.

Lengt í hengingarólinni.
    Í stað aðgerða hefur gætt tilhneigingar af hálfu ríkisvaldsins til að hvetja menn til að lengja í hengingarólinni með sölu eigna. Enginn vafi er á því að um meðvitaða pólitík er að ræða. Einkavæðingarsinnar líta til þess með velþóknun að sveitarfélögin sjái iðulega engin önnur úrræði en að selja verðmætar félagslegar eignir sem þó eru sveitarfélaginu bráðnauðsynlegar til að veita undirstöðuþjónustu. Þetta lagar bókhaldið tímabundið en verður svo dýrara og þar með staðan verri til lengri tíma litið.
    Við nýjar framkvæmdir eru aðstæður yfirleitt þannig að aðeins er um tvennt að ræða; viðbótarlántöku til að fjármagna fjárfestingarnar eða semja um að þær fari fram í svokallaðri einkaframkvæmd. Þ.e. að einkaaðili byggi, reki og jafnvel eigi um aldur og ævi viðkomandi eign og sveitarfélagið borgi síðan árlega leigu. Yfirgnæfandi líkur eru á því að einkaframkvæmd reynist dýrari leið þegar upp er staðið. Fyrir því er sú einfalda meginástæða að í einkarekstrinum ætla menn sér arð sem þeir taka út árlega. Ekki er þó síður alvarlegt að þessi aðferð bindur sveitarfélagið á klafa langtímasamninga sem hafa að lokum í för með sér aukinn kostnað og geta einnig kostað erfiðleika við að ná fram ýmsum félagslegum og faglegum markmiðum.
    Fyrir nokkru áttu sveitarfélög á Vestfjörðum í miklum erfiðleikum. Þá datt ríkisstjórninni það snjallræði í hug að kaupa af þeim verðmætustu sameiginlegu eign þeirra, Orkubú Vestfjarða, vel rekna og þarfa stofnun sem sá Vestfirðingum fyrir rafmagni á hagstæðu verði. Í batnandi og sterkum fjárhag Orkubúsins gátu verið fólgnir miklir framtíðarmöguleikar fyrir Vestfirðinga. Þeir urðu engu að síður að sjá á eftir þessu gulleggi sínu til að fleyta sér áfram. Svipuðu máli gegnir víðar. Má nú síðast nefna Vestmannaeyinga sem fyrir stuttu seldu veitur sínar og eru nú lagðir af stað í aðra umferð eignasölu, þ.e. sölu fasteigna bæjarins til utanaðkomandi eignarhaldsfélags. Ekki höfum við þá trú að það sé einlægur vilji forsvarsmanna Vestmannaeyjakaupstaðar heldur þvert á móti að neyðin hrekji menn út í aðgerðir af þessu tagi. Það er umhugsunarefni að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna skuli taka slíkar aðgerðir góðar og gildar. Er opinberri eftirlitsnefnd stætt á því að leggja slík skammtímasjónarmið til grundvallar starfi sínu? Hvernig réttlætir nefndin það að leggja blessun sína yfir aðgerðir til meintrar lausnar á fjárhagsvanda sveitarfélaga sem þýða að eftir 15–20 ár, jafnvel fyrr, verður afkoman að öðru óbreyttu enn þá verri en ella?

Pólitíkin undir yfir og allt um kring.
    Ofan í fyrrgreindar aðstæður er nú farin í gang opinber áætlun um stórfellda sameiningu sveitarfélaganna. Nátengd eru áform um að færa yfir til þeirra enn aukin og mjög útgjaldafrek verkefni, s.s. á sviði heilbrigðismála og umönnunar aldraðra. Minna heyrist af þeim tekjum sem sveitarfélögin eiga að fá til að mæta hinum nýju verkefnum. Minnst hefur þó heyrst af aðgerðum til að lagfæra núverandi stöðu þeirra sem auðvitað er brýnasta verkefnið. Furðu sætir hversu þögulir og þolinmóðir sveitarstjórnarmenn hafa verið við þessar aðstæður.
    Enginn vafi er að óviðunandi afkoma sveitarfélaganna skapar stórfellda hættu hvað snertir framtíðarhorfur samábyrgs velferðarsamfélags á Íslandi. Þá er ljóst að bág afkoma sveitarfélaganna er einn mesti Akkilesarhællinn í byggðalegu tilliti. Félagshyggjufólk og áhugafólk um jafnvægi í byggðaþróun verður að láta þessa hluti til sín taka. Skattalækkunaráform ríkisstjórnarinnar koma svo eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Sé ríkissjóður aflögufær um skatttekjur, sem verulega má efast um, væri þá ekki nær að þær tekjur færðust a.m.k. að verulegu leyti yfir til sveitarfélaganna til að bæta afkomu þeirra? Ætla sveitarstjórnarmenn ekki að minna á tilveru sína í tengslum við þessa skattaumræðu, eða hvað?
    Vinstrihreyfingin – grænt framboð mun hafa það eitt af sínum forgangsverkefnum á komandi þingi að knýja fram umræður og vonandi aðgerðir til úrbóta í fjármálum sveitarfélaganna. Við núverandi ástand verður ekki lengur unað.