Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 170. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 170  —  170. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um kjarnorkuvinnslustöðina í Sellafield.

Frá Sigurjóni Þórðarsyni.



     1.      Hefur skýrsla breskra stjórnvalda, sem ráðherra óskaði eftir í bréfi til breskra yfirvalda þar sem lýst var yfir miklum áhyggjum af starfrækslu kjarnorkuvinnslustöðvarinnar í Sellafield og leka geislavirkra efna frá henni, borist íslenskum stjórnvöldum?
     2.      Hyggst ráðherra fylgja málinu frekar eftir, og þá hvernig?