Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 301. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 321  —  301. mál.
Fyrirspurntil samgönguráðherra um lög og reglur um torfæruhjól.

Frá Siv Friðleifsdóttur.


    Telur ráðherra þörf á að endurskoða lög og reglur um akstur torfæruhjóla, bæði í keppnum og utan þeirra, með tilliti til vaxandi fjölda þeirra sem aka slíkum hjólum og þess hversu ólíkar reglur gilda annars staðar á Norðurlöndum? Ef svo er, hvenær má vænta þess að endurskoðun hefjist og hvaða aðilar munu koma að henni?