Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 302. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 322  —  302. mál.
Fyrirspurntil viðskiptaráðherra um tryggingavernd torfæruhjóla.

Frá Siv Friðleifsdóttur.


    Telur ráðherra þörf á að endurskoða lög og reglur sem ná til trygginga torfæruhjóla, bæði við æfingar á lokuðum svæðum og í keppnum, m.a. með tilliti til aldurs og vaxandi fjölda þeirra sem aka slíkum hjólum og þess hversu óljós tryggingavernd torfæruhjóla virðist vera samkvæmt lögum? Ef svo er, hvenær má vænta þess að endurskoðun hefjist og hvað aðilar munu koma að henni?