Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 244. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 331  —  244. mál.
Svarsamgönguráðherra við fyrirspurn Þórarins E. Sveinssonar um alþjónustu í fjarskiptum.

     1.      Hvernig hefur Póst- og fjarskiptastofnun framfylgt ákvæði a-liðar 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 69/2003 en samkvæmt því skal stofnunin m.a. vinna að því að allir landsmenn eigi aðgang að alþjónustu í fjarskiptum?
     2.      Eiga einhver svæði eða lögbýli ekki kost á alþjónustu og ef svo er, hver eru þau?

    Í      fyrirspurninni er vísað til laga nr. 69/2003, um Póst- og fjarskiptastofnun. Samkvæmt 3. mgr. 19. gr. fjarskiptalaga, nr. 81/2003, og 4. gr. reglugerðar um alþjónustu, nr. 641/2000, fellur eftirfarandi þjónusta undir alþjónustu: Talsímaþjónusta, handvirk þjónusta, þjónusta við öryrkja eða notendur með sérstakar þjóðfélagsþarfir, gagnaflutningsþjónusta með 128 Kb/s flutningsgetu, aðgangur að símaskrá, aðgangur að upplýsingaþjónustu með öllum símanúmerum, almenningssímar og aðgangur að neyðarþjónustu og svörun neyðarsímtala.

Talsímaþjónusta:
    Allir landsmenn hafa aðgang að almennri talsímaþjónustu og ekki er kunnugt um tilvik þar sem svo er ekki.

Gagnaflutningsþjónusta með 128 Kb/s flutningsgetu:
    Síminn hefur á undanförnum árum unnið við að uppfæra símstöðvar svo að allir sem eftir því óska hafi möguleika á internettengingu með 128 Kb/s flutningsgetu. Við upplýsingaöflun sem gerð var vegna fjarskiptaáætlunar, sem samþykkt hefur verið af Alþingi, kom fram að um 70 sveitabæir ættu ekki kost á að fá internettengingu með 128 Kb/s flutningshraða. Síðan skýrslan kom út hefur Síminn unnið að því að uppfæra símkerfin á þeim stöðum þar sem ekki hefur verið mögulegt að veita internettengingu með 128 Kb/s flutningshraða. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum er nú unnið að því að þjónustan nái til síðustu lögbýla á landinu og er nú þegar lokið við að tengja þjónustuna við Ísafjarðardjúp. Einnig kemur fram að í nóvember verður lokið við að tengja alla þá sem sótt hafa um samband.

Almenningssímar:
    Í byrjun árs 2001 var gengið endanlega frá yfirliti yfir þá almenningssíma sem falla undir kvöð um alþjónustu. Um er að ræða alls 294 almenningssíma. Landssími Íslands hf. hefur ekki farið fram á endurskoðun listans.

Önnur þjónusta:
    Önnur þjónusta sem fellur undir alþjónustu, svo sem aðgangur að 118, útgáfa símaskrár og aðgangur að neyðarsímsvörun, hefur ekki gefið tilefni til sérstakra aðgerða af hálfu Póst- og fjarskiptastofnunar.

     3.      Ef þörf er á úrbótum, er þá ljóst hvenær af þeim verður? Er ætlunin að nota tekjur af sölu Símans í þær?
    Sjá svar við 1. lið varðandi úrbætur. Um fjármögnun alþjónustu sem skylt er að veita fer skv. 21. gr. fjarskiptalaga. Því er séð fyrir fjármögnun alþjónustu í fjarskiptalögum og ekki gert ráð fyrir né þörf að nota tekjur af sölu Símans í þær.

     4.      Er sama gjald tekið fyrir alþjónustu um allt land?

    Sama gjaldskrá gildir um allt land varðandi verðlagningu á þeirri þjónustu sem fellur undir alþjónustu, sbr. 2. mgr. 20. gr. fjarskiptalaga. Póst- og fjarskiptastofnun hefur auk þess gert verðkannanir á talsímaþjónustu, símtölum úr almenningssímum og símtölum í upplýsinganúmerið 118. Niðurstaðan var sú að ekki væri ástæða til að setja hámarksverð.
    Í fylgiskjali er yfirlit yfir kröfur sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur sett varðandi gæði alþjónustu.

Samanburður á gjaldskrám fyrir almenningssíma og upplýsinganúmerið 118.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Alþjóðlegur verðsamanburður á farsímaþjónustu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


OECD-lönd.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Norðurlönd.

Alþjóðlegur verðsamanburður á fastlínusíma.


OECD-lönd.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Norðurlönd.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Fylgiskjal.


Póst- og fjarskiptastofnun:


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Lágmarkskröfur fyrir alþjónustu.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.