Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 341. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 375  —  341. mál.
Fyrirspurntil iðnaðarráðherra um Landsvirkjun.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.


     1.      Hver er áætluð þróun eigin fjár Landsvirkjunar næsta áratug, bæði í fjárhæð eigin fjár og sem hlutfall af eignum, miðað við þær ákvarðanir um framkvæmdir og sölu raforku sem þegar liggja fyrir?
     2.      Hver er áætluð þróun skulda fyrirtækisins næsta áratug og hvaða áhrif hefur hún á lánshæfismat þess?
     3.      Þarf að auka eigið fé fyrirtækisins á þessu tímabili og ef svo er, hve mikið?
     4.      Hvaða framkvæmdir eru fyrirhugaðar næsta áratug til viðbótar þeim sem þegar hafa verið ákveðnar og hver er áætlaður kostnaður við þær?
     5.      Hvert verður svarið við 1.–3. lið ef ráðist verður í þær framkvæmdir sem um er spurt í 4. lið fyrirspurnarinnar?


Skriflegt svar óskast.