Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 399  —  1. mál.




Breytingartillögur



við frv. til fjárlaga fyrir árið 2006.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar (MS, EOK, ArnbS, BJJ, DrH, ÁMöl, BHar).



    1.     Við 6. gr. Nýir liðir:
         2.24    Að selja fasteignina Laugarnesveg 91 og semja við Listaháskóla Íslands um aðra hentuga lausn á húsnæðismálum skólans.
         2.25    Að selja flugafgreiðslu á Húsavíkurflugvelli.
         2.26    Að selja einangrunarstöðina í Hrísey.
    2.     Við 6. gr. Liður 3.23 orðist svo:
         Að selja eignarhluta ríkisins í fasteigninni Brautarholt 6, Reykjavík, og leigja hentugra húsnæði.
    3.     Við 6. gr. Nýir liðir:
         4.54    Að selja jörðina Borg í Skriðdal í sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði.
         4.55    Að selja hluta jarðarinnar Þormóðsdals í Mosfellsbæ.
         4.56    Að selja hluta jarðarinnar Saurbæjar í Eyjafjarðarsveit.
         4.57    Að selja íbúðarhúsið Sigtún í Grímsey.
         4.58    Að selja jörðina Þrándarstaði í Kjósarhreppi.
    4.     Við 6. gr. Liður 5.1 falli brott.
    5.     Við 6. gr. Nýr liður:
         5.3        Að selja hlut ríkissjóðs í Hitaveitu Suðurnesja.
    6.     Við 6. gr. Nýir liðir:
         6.24    Að kaupa húsnæði fyrir skammtímavistun fatlaðra á Suðurnesjum.
         6.25    Að kaupa húsnæði fyrir skammtímavistun fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu.
         6.26    Að kaupa húsnæði fyrir þrjú sambýli á höfuðborgarsvæðinu.
         6.27    Að kaupa 25 íbúðir vegna átaks í málefnum geðfatlaðra.
         6.28    Að kaupa eða leigja húsnæði fyrir sameinaða stofnun Heyrnar- og talmeinastöðvar og Sjónstöðvar.
         6.29    Að kaupa eða leigja húsnæði fyrir líknardeild á Akureyri.
    7.     Við 6. gr. Liður 7.8 falli brott.
    8.     Við 6. gr. Nýir liðir:
         7.11    Að heimila Háskóla Íslands að gera lóðarleigusamning um hluta af lóðarréttindum skólans í Vatnsmýri í Reykjavík vegna uppbyggingar vísindagarða.
         7.12    Að heimila Rafmagnsveitum ríkisins að stofna hlutafélag um öflun og sölu raforku í samstarfi við aðra aðila á raforkumarkaði og leggja félaginu til nauðsynlegar eignir.