Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 286. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 466  —  286. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 82/2004 og 134/2004, um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Grétar Má Sigurðsson, Ernu S. Hallgrímsdóttur, Nínu Björk Jónsdóttur og Ólöfu Hrefnu Kristjánsdóttur frá utanríkisráðuneyti og Kristínu Lindu Árnadóttur frá umhverfisráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvarðanir sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 82/2004 frá 4. júní 2004 og 134/2004 frá 24. september 2004, um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn tilskipanir Evrópuþingsins og ráðsins 2002/96/EB frá 27. janúar 2003 um raf- og rafeindabúnaðarúrgang og 2003/108/EB frá 8. desember 2003 um breytingu á tilskipun 2002/96/EB um raf- og rafeindabúnaðarúrgang.
    Markmið tilskipunar 2002/96/EB er að draga úr myndun raftækja- og rafeindatækjaúrgangs, auka endurnýtingu og endurnotkun á slíkum úrgangi og vinna að aukinni umhverfisvitund allra aðila sem koma að lífsferli vörunnar en í henni eru m.a. ákvæði um hvernig skuli fjármagna, safna, meðhöndla og endurnýta raftækja- og rafeindatækjaúrgang. Tilskipun 2003/108/EB felur í sér breytingar á fyrrnefndri tilskipun.
    Innleiðing tilskipananna krefst lagabreytinga hér á landi.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 23. nóv. 2005.



Halldór Blöndal,


form., frsm.


Ágúst Ólafur Ágústsson.


Siv Friðleifsdóttir.



Drífa Hjartardóttir.


Margrét Frimannsdóttir.


Steingrímur J. Sigfússon.



Jónína Bjartmarz.