Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 287. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 467  —  287. mál.




Nefndarálit



um till. til þál.um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 44/2004, um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Grétar Má Sigurðsson, Ernu S. Hallgrímsdóttur, Nínu Björk Jónsdóttur og Ólöfu Hrefnu Kristjánsdóttur frá utanríkisráðuneyti og Gylfa Kristinsson frá félagsmálaráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 44/2004 frá 23. apríl 2004, um breytingu á XVIII. viðauka (Öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum, vinnuréttur og jafnrétti kynjanna) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn tilskipun ráðsins 2003/72/EB frá 22. júlí 2003 um viðbætur við samþykktir fyrir evrópsk samvinnufélög að því er varðar aðild starfsmanna.
    Meginmarkmið löggjafar um evrópsk samvinnufélög er að gera einstaklingum, með búsetu í mismunandi aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eða lögaðilum, sem stofnaðir eru samkvæmt lögum mismunandi aðildarríkja, kleift að stofna evrópskt samvinnufélag. Tilskipun 2003/72/EB er svo ætlað að vernda rétt starfsmanna til aðildar að málum og ákvörðunum sem snerta starfsemi evrópska samvinnufélagsins sem þeir vinna hjá.
    Innleiðing tilskipunarinnar krefst lagabreytinga hér á landi.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 23. nóv. 2005.



Halldór Blöndal,


form., frsm.


Ágúst Ólafur Ágústsson.


Siv Friðleifsdóttir.



Drífa Hjartardóttir.


Margrét Frímannsdóttir.


Steingrímur J. Sigfússon.



Jónína Bjartmarz.