Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 362. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 478  —  362. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 144/1994, um ársreikninga, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Elmar Hallgríms Hallgrímsson frá fjármálaráðuneyti og Guðmund Guðbjarnason frá ríkisskattsttjóra.
    Við undirbúning á endurútgáfu laga um ársreikninga í samræmi við 2. mgr. 75. gr. laga nr. 45/2005, um breyting á lögum nr. 144/1994, um ársreikninga, kom í ljós að röng málsgrein féll niður með lögum nr. 45/2005. Enn fremur kom í ljós að millivísanir milli lagagreina voru ekki að öllu leyti réttar. Frumvarp þetta er flutt til að leiðrétta framangreint áður en lögin verða endurútgefin. Þá er einnig lagt til að 74. gr. laga nr. 45/2005 verði tekin upp í lögin enda talið nauðsynlegt að fram komi í endurútgáfu laganna tilvísun til tilskipana og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins sem ákvæði laganna byggjast á.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Guðmundur Magnússon var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 3. des. 2005.Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Dagný Jónsdóttir.


Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.Birgir Ármannsson.


Jóhanna Sigurðardóttir.


Ásta Möller.Siv Friðleifsdóttir.


Lúðvík Bergvinsson.