Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 366. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Prentað upp.

Þskj. 507  —  366. mál.
Leiðréttur texti.
Breytingartillagavið frv. til l. um starfsmannaleigur.

Frá Össuri Skarphéðinssyni, Jóhönnu Sigurðardóttur,


Lúðvík Bergvinssyni og Valdimar L. Friðrikssyni.


    Á eftir 8. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
    Notendafyrirtæki bera ábyrgð á því að allir sem hjá þeim starfa njóti launa og annarra starfskjara sem fullnægi áskilnaði 1. gr. laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, þrátt fyrir að starfssamband viðkomandi starfsmanns og notendafyrirtækis sé byggt á milligöngu starfsmannaleigu.