Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 333. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 514  —  333. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum.


Frá landbúnaðarnefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ingibjörgu Ólöfu Vilhjálmsdóttur, Ólaf Friðriksson og Eystein Jónsson frá landbúnaðarráðuneytinu, Sigurgeir Þorgeirsson og Harald Benediktsson frá Bændasamtökum Íslands, Þórólf Sveinsson frá Landssambandi kúabænda, Ingva Stefánsson frá Svínaræktarfélagi Íslands, Hildi Traustadóttur frá Félagi eggjaframleiðenda, Matthías Guðmundsson frá Félagi kjúklingabænda, Bergvin Jóhannsson frá Landssambandi kartöflubænda, Þórhall Bjarnason og Helgu Hauksdóttur frá Sambandi garðyrkjubænda, Árna V. Kristjánsson frá Sambandi íslenskra loðdýrabænda og Jónas Helgason frá Æðarræktarfélagi Íslands, Stefán Úlfarsson frá Alþýðusambandi Íslands, Jónas Bjarnason frá Hagþjónustu landbúnaðarins og Sigurjón Högnason frá ríkisskattstjóra.
    Með frumvarpinu er lagt til að í kjölfar frumvarps um lækkun búnaðargjalds úr 2% í 1,2% verði samtímis fellt niður verðskerðingargjald af nautgripakjöti. Enn fremur er lagt til að 5 kr. verðmiðlunargjald vegna flutnings sláturfjár að afurðastöð og kindakjöts á markað falli niður og í stað þess komi 2 kr. verðskerðingargjald.
    Nefndin telur rétt að árétta að lögin þarfnist heildarendurskoðunar þar sem mörg atriði eru barn síns tíma og úrelt að einhverju leyti.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:

    Efnismálsgrein 2. gr. orðist svo:
    Innheimta skal verðskerðingargjald af verði hrossakjöts til framleiðenda og skal gjaldið vera 2% af framleiðendaverði hrossakjöts. Innheimta skal verðskerðingargjald á heildsölustigi af kindakjöti sem ætlað er til sölu á innlendum markaði og skal gjaldið vera 2 kr. á kg.

    Anna Kristín Gunnarsdóttir, Margrét Frímannsdóttir og Valdimar L. Friðriksson skrifa undir álitið með fyrirvara.
    Guðjón A. Kristjánsson sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti þessu með fyrirvara.


Alþingi, 5. des. 2005.Drífa Hjartardóttir,


form., frsm.


Anna Kristín Gunnarsdóttir,


með fyrirvara.


Magnús Stefánsson.Einar Oddur Kristjánsson.


Margrét Frímannsdóttir,


með fyrirvara.


Kjartan Ólafsson.Dagný Jónsdóttir.


Valdimar L. Friðriksson,


með fyrirvara.