Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 366. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 533  —  366. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um starfsmannaleigur.

Frá Ögmundi Jónassyni, Jóni Bjarnasyni, Kolbrúnu Halldórsdóttur,
Steringrími J. Sigfússyni og Þuríði Backman.


     1.      Við 1. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Lögin taka til allra erlendra launamanna sem starfa hér á landi á vegum starfsmannaleigna eða hliðstæðra fyrirtækja og atvinnurekenda sem nýta sér þjónustu þeirra. Enn fremur til starfsmanna sem starfa á skipum og í loftförum sem skráð eru hér á landi.
     2.      Á eftir 8. gr. kemur ný grein, svohljóðandi:
             Ákvæði laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, gilda um starfsmenn starfsmannaleigna sem lög þessi taka til.
     3.      Við 1. málsgrein 10. gr., sem verði 11. gr., bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Starfsmannaleigu og atvinnurekendum sem nýta sér þjónustu hennar er skylt að veita trúnaðarmönnum stéttarfélags í viðkomandi starfsgrein aðgang að ráðningarsamningum og öðrum upplýsingum um launakjör leigðra starfsmanna.
     4.      Við 13. gr. sem verði 14. gr.
       a.      Við bætist ný málsgrein, sem verði 3. mgr., svohljóðandi:
                 Auk skaðabóta má dæma þeim starfsmönnum sem lög þessi taka til miskabætur.
       b.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Viðurlög og bætur.

Greinargerð.


    Um rökstuðning fyrir þessum breytingartillögum er að svo stöddu vísað til frumvarps þingmanna Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs um breytingu á lögum nr. 55/1980, þskj. 171 í 171. máli. Vegna þess hve skammur fyrirvari var veittur til að gera athugasemdir við frumvarpið, og það var gagnrýnt af umsagnaraðilum, verður gerð frekari grein fyrir þessum breytingartillögum við 2. umræðu um frumvarpið.