Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 411. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 587  —  411. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um flutning aflaheimilda milli skipa.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



     1.      Hvað reglur hafa verið settar um framkvæmd á flutningi aflahlutadeildar og aflamarks milli skipa til þess að tryggja að veiðiheimildir skips verði ekki bersýnilega umfram veiðigetu þess, sbr. ákvæði 11. og 12. gr. laga um stjórn fiskveiða, nr. 38/1990?
     2.      Hvaða atriði eru tekin til athugunar við mat á veiðigetu skips og hvernig er hámarksveiðigeta skips fundin?
     3.      Hve oft og hvenær hefur verið synjað um flutning á aflaheimildum milli skipa af þeim ástæðum að eftir flutning væru veiðiheimildir skips bersýnilega umfram veiðigetu þess og hverjar voru helstu ástæður hverju sinni?


Skriflegt svar óskast.