Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 332. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 600  —  332. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á lögum um búnaðargjald, nr. 84/1997, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 9. des.)1. gr.

    Í stað „2,00%“ í 1. málsl. 1. gr. laganna kemur: 1,2%.

2. gr.

    Í stað „2,00%“ í 2. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: 1,2%.

3. gr.

    Viðauki við lögin verður svohljóðandi:

Hlutfallsleg skipting tekna af búnaðargjaldi.


Afurðir
Bændasamtök
Íslands
Búnaðar-
sambönd
Búgreina-
samtök
Bjargráða-
sjóður

Alls
Nautgripaafurðir 0,35 0,50 0,30 0,05 1,20
Sauðfjárafurðir 0,40 0,50 0,15 0,15 1,20
Hrossaafurðir 0,40 0,40 0,35 0,05 1,20
Svínaafurðir 0,15 0,10 0,65 0,30 1,20
Alifuglakjöt 0,15 0,10 0,20 0,75 1,20
Egg 0,15 0,10 0,75 0,20 1,20
Kartöflur, rófur 0,35 0,10 0,60 0,15 1,20
Grænmeti, blóm 0,35 0,10 0,75 0,00 1,20
Grávara 0,40 0,10 0,70 0,00 1,20
Æðardúnn 0,40 0,10 0,55 0,15 1,20
Skógarafurðir 0,35 0,10 0,75 0,00 1,20

4. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2006 og koma til framkvæmda við ákvörðun fyrirframgreiðslu á árinu 2006 og við álagningu búnaðargjalds á árinu 2007.

Ákvæði til bráðabirgða.

    Mismunur á hluta Lánasjóðs landbúnaðarins, sbr. 6. gr. laganna, í endanlega ákvörðuðu búnaðargjaldi skv. 5. gr. laganna og fyrirframgreiddu gjaldi skv. 4. gr. laganna skal vera á ábyrgð Lífeyrissjóðs bænda.