Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 605, 132. löggjafarþing 362. mál: ársreikningar (EES-reglur).
Lög nr. 135 20. desember 2005.

Lög um breyting á lögum nr. 144/1994, um ársreikninga, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
  1. Við 1. mgr. bætist: sbr. þó 2. mgr.
  2. 2. mgr. orðast svo:
  3.      Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. geta félög skv. 1. mgr. 1. gr. fengið heimild til að færa bókhaldsbækur í erlendum gjaldmiðli og semja og birta ársreikninga í þeim gjaldmiðli. Birti félag ársreikning sinn jafnframt í íslenskum krónum skal í skýringum geta um hvaða aðferðum er beitt við samningu ársreikningsins. Texti ársreiknings hjá félagi sem heimild hefur til færslu bókhalds og gerð ársreikninga í erlendum gjaldmiðli skal vera á íslensku, dönsku eða ensku.
  4. 3. mgr. fellur brott.


2. gr.

     Í stað orðsins „alþjóðlegum“ í 7. tölul. 2. mgr. 29. gr. laganna kemur: settum.

3. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „4. mgr. 59. gr.“ í 2. mgr. 62. gr. laganna kemur: 5. mgr. 59. gr.

4. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „2. gr.“ í 1. mgr. 71. gr. laganna kemur: 4. tölul. 1. mgr. 1. gr.

5. gr.

     90. gr. laganna orðast svo:
     Með lögum þessum eru tekin upp ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 78/660/EBE og nr. 83/349/EBE, og breytinga á þeim nr. 2001/65/EB og 2003/51/EB, og reglugerðar nr. 2002/1606/EB að því er varðar ársreikninga félaga með takmarkaða ábyrgð og samstæðureikningsskil þeirra.

6. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.
     Þegar lög þessi hafa öðlast gildi skal fella meginmál þeirra inn í lög nr. 144/1994, um ársreikninga, með síðari breytingum, og gefa þau út svo breytt með samfelldri greinatölu, kaflanúmerum og samfelldri röð töluliða og stafliða.

Samþykkt á Alþingi 9. desember 2005.