Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 455. máls.
Þskj. 679 — 455. mál.
Alþingi ályktar að holtasóley ( Dryas octopetala) verði þjóðarblóm Íslendinga.
Árið 2004 vann starfshópur á vegum landbúnaðarráðherra, í samvinnu við menntamálaráðherra, samgönguráðherra og umhverfisráðherra, að því að velja þjóðarblóm Íslendinga.
Tilgangur verkefnisins var að velja blóm sem gæti haft táknrænt gildi og þjónaði hlutverki sem sameiningartákn, blóm sem nýta mætti í kynningar- og fræðslustarfi bæði hér á landi og á erlendum vettvangi. Sömuleiðis var markmið verkefnisins að skapa umræður um blóm og gróður til að auka samstöðu um gróðurvernd.
Úrslitin urðu þau að holtasóley ( Dryas octopetala) var valin eftir skoðanakönnun og kosningu landsmanna. Niðurstöður voru kynntar ríkisstjórn og síðan opinberaðar við sérstaka athöfn í Salnum í Kópavogi föstudaginn 22. október 2004.
Ríkisstjórnin hefur síðan fjallað um málið og til að staðfesta enn frekar að holtasóley sé þjóðarblóm Íslendinga er lagt til að Alþingi álykti þar um og því er þessi tillaga lögð fram.
Þskj. 679 — 455. mál.
Tillaga til þingsályktunar
um þjóðarblóm Íslendinga.
(Lögð fyrir Alþingi á 132. löggjafarþingi 2005–2006.)
Alþingi ályktar að holtasóley ( Dryas octopetala) verði þjóðarblóm Íslendinga.
Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.
Árið 2004 vann starfshópur á vegum landbúnaðarráðherra, í samvinnu við menntamálaráðherra, samgönguráðherra og umhverfisráðherra, að því að velja þjóðarblóm Íslendinga.
Tilgangur verkefnisins var að velja blóm sem gæti haft táknrænt gildi og þjónaði hlutverki sem sameiningartákn, blóm sem nýta mætti í kynningar- og fræðslustarfi bæði hér á landi og á erlendum vettvangi. Sömuleiðis var markmið verkefnisins að skapa umræður um blóm og gróður til að auka samstöðu um gróðurvernd.
Úrslitin urðu þau að holtasóley ( Dryas octopetala) var valin eftir skoðanakönnun og kosningu landsmanna. Niðurstöður voru kynntar ríkisstjórn og síðan opinberaðar við sérstaka athöfn í Salnum í Kópavogi föstudaginn 22. október 2004.
Ríkisstjórnin hefur síðan fjallað um málið og til að staðfesta enn frekar að holtasóley sé þjóðarblóm Íslendinga er lagt til að Alþingi álykti þar um og því er þessi tillaga lögð fram.