Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 502. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 734  —  502. mál.
Fyrirspurntil heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um sjúkraflutninga til og frá Íslandi.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.     1.      Hve oft á ári var flogið með sjúklinga til og frá Íslandi árin 2000–2004 og hvað voru það margir sjúklingar?
     2.      Hve oft var flogið frá:
              a.      Reykjavíkurflugvelli,
              b.      Keflavíkurflugvelli,
         og með hvað marga sjúklinga frá hvorum velli?
     3.      Hve oft var lent á:
              a.      Reykjavíkurflugvelli,
              b.      Keflavíkurflugvelli,
         og með hvað marga sjúklinga?
     4.      Eru til upplýsingar um hversu „akút“ sjúkraflug frá landinu var í hverju tilviki? Svar óskast sundurliðað eftir því hvort flogið var frá Reykjavík eða Keflavík.
     5.      Eru til upplýsingar um hversu „akút“ sjúkraflug til landsins var í hverju tilviki? Svar óskast sundurliðað eftir því á hvorum flugvellinum var lent.
     6.      Liggur fyrir rannsókn á afdrifum sjúklinga sem flogið var með frá landinu og eftir brottfararvelli?
     7.      Liggur fyrir rannsókn á afdrifum sjúklinga sem flogið var með til landsins og eftir lendingarstað?
     8.      Hve stór hluti þessa sjúkraflugs var greiddur af:
              a.      Tryggingastofnun ríkisins,
              b.      tryggingafélögum (erlendum/innlendum),
              c.      innlendum sjúkrastofnunum,
              d.      öðrum?


Skriflegt svar óskast.