Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 510. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 747  —  510. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um athugun á stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð.

Frá Birki J. Jónssyni.



     1.      Verður haft formlegt samráð við heimamenn þegar metnir verða kostir þess að stofna framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð?
     2.      Telur ráðherra forsendur fyrir því að stofnsetja framhaldsskóla þar? Ef svo er, hvenær telur ráðherra að af því gæti orðið?