Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 525. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 767  —  525. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um ákvörðun loðnukvóta.

Frá Magnúsi Þór Hafsteinssyni.



     1.      Hefur verið tekið mið af því við ákvörðun loðnukvóta nú að sökum hlýnandi sjávar kann fæðuþörf botnfiska hér við land að vera mun meiri en í meðalári eða á kuldaskeiðum?
     2.      Hefur verið rannsakað hvort umfangsmiklar loðnuveiðar um áratuga skeið séu farnar að hafa áhrif til hins verra á vistkerfið á landgrunninu og þá fæðuframboð fyrir hina verðmætu botnfiskstofna?
     3.      Hefur ráðherra tekið mið af því við ákvörðun loðnukvóta að sennilega verða hlutfallslega mjög mikil afföll á loðnuhrognum nú þegar mikið er af ýsu á grunnslóðinni umhverfis landið?