Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 497. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 773  —  497. mál.




Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Jóns Kr. Óskarssonar um sjóvarnir við Hvaleyri.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Eru uppi áform um að efla sjóvarnir við Hvaleyri í Hafnarfirði á þessu ári?

    Engar fjárveitingar eru fyrirhugaðar til sjóvarna við Hvaleyri á þessu ári. Samkvæmt samgönguáætlun fyrir tímabilið 2005–2008 er fyrirhugað að veita 10,4 millj. kr. til þessa verks árið 2007 og 52,3 millj. kr. árið 2008 eða sem nemur um 60% af áætluðum heildarkostnaði við sjóvarnir á þessum stað. Hlutur ríkisins í framkvæmdakostnaði árin 2007–2008 verður 39,2 millj. kr. eða um 5/ 8 hlutar heildarkostnaðar.