Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 554. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 802  —  554. mál.
Fyrirspurntil fjármálaráðherra um skattbyrði.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.     1.      Hvernig hefur skattbyrði hjóna með tvö börn undir sjö ára aldri þróast frá 1995 til 2006 að teknu tilliti til þróunar launavísitölu, miðað við eftirfarandi mánaðarlaun árið 1995:
                  a.      100 þús. kr.,
                  b.      150 þús. kr.,
                  c.      175 þús. kr.,
                  d.      208 þús. kr.,
                  e.      290 þús. kr.,
                  f.      1 millj. kr.?
     2.      Hve hátt hlutfall framteljenda, hjón annars vegar og einstaklingar hins vegar, ber meiri skattbyrði nú en árið 1995 að teknu tilliti til þróunar launa miðað við launavísitölu á tímabilinu?


Skriflegt svar óskast.