Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 375. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 804  — 375. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. um Siglingastofnun Íslands, nr. 6/1996, með síðari breytingum.

Frá samgöngunefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur, Sigurberg Björnsson og Jóhann Guðmundsson frá samgönguráðuneytinu.
    Nefndinni bárust skriflegar umsagnir um málið frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Samtökum verslunar og þjónustu, Félagi skipstjórnarmanna, Sjómannasambandi Íslands, Hafnasambandi sveitarfélaga, Landssambandi smábátaeigenda og Vélstjórafélagi Íslands.
    Með frumvarpinu er lagt til að samtök skemmtibátaeigenda tilnefni fulltrúa í siglingaráð þannig að fulltrúum í ráðinu fjölgi úr ellefu í tólf. Hlutverk siglingaráðs er m.a. að fjalla um öryggismál skipa og sjófarenda og þykir af þeim sökum eðlilegt að samtök skemmtibátaeigenda eigi þar fulltrúa til jafns við aðra hagsmunaaðila.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Jón Bjarnason sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er hann samþykkur áliti þessu.
    Lára Margrét Ragnarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    

Alþingi, 15. febrúar 2006.Hjálmar Árnason,


varaform., frsm.


Anna Kristín Gunnarsdóttir.


Guðjón Hjörleifsson.Kristján L. Möller.


Sigurrós Þorgrímsdóttir.


Guðjón A. Kristjánsson.Magnús Stefánsson.