Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 563. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 817  —  563. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um MFS-eininguna á Landspítala – háskólasjúkrahúsi.

Frá Ágústi Ólafi Ágústssyni.



     1.      Er ráðherra tilbúinn að tryggja áframhaldandi þjónustu svokallaðrar MFS-einingar (meðganga, fæðing og sængurlega) innan Landspítala – háskólasjúkrahúss?
     2.      Ef ekki, verður þjónustan og núverandi frelsi einstaklinga til að velja um mismunandi þjónustu tryggt annars staðar og þá með hvaða hætti?
     3.      Hvernig verður sú aðstaða nýtt sem MFS-einingin hefur notið verði þjónustan lögð niður á Landspítalanum?
     4.      Hve margar konur hafa valið þjónustu MFS-einingarinnar á undanförnum árum og hversu hátt hlutfall er það af heildarfjölda kvenna sem eignast hafa börn á spítalanum?
     5.      Hvað kostar þjónusta MFS-einingarinnar í samanburði við aðra þjónustu Landspítalans sem varðar meðgöngu, fæðingu og sængurlegu?