Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 462. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 836  —  462. mál.
Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. nr. 138/1994, um einkahlutafélög, með síðari breytingum (upplýsingaákvæði).

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jón Ögmund Þormóðsson frá viðskiptaráðuneyti. Þá bárust nefndinni umsagnir frá Samtökum verslunar og þjónustu, Viðskiptaráði Íslands, Kauphöll Íslands hf., Fjármálaeftirlitinu, Alþýðusambandi Íslands, Félagi löggiltra endurskoðenda, Samtökum atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands.
    Frumvarpið er byggt á ákvæðum um skyldu til upplýsingagjafar í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/58/EB frá 15. júlí 2003 um breytingu á tilskipun ráðsins 68/151/EBE að því er varðar birtingarskyldu félaga af tiltekinni gerð. Nánar tiltekið er um það að ræða að ríkið skuli kveða á um að tilteknar lágmarksupplýsingar skuli birta á vefsíðu hlutafélaga, þar á meðal samlagshlutafélaga, og einkahlutafélaga.
    Mál þetta var rætt og afgreitt samhliða 461. máli en þar eru lagðar til samsvarandi breytingar á lögum um hlutafélög.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    Í stað orðanna „heimasíðu einkahlutafélaga og útibúa þeirra“ í 1. gr. komi: vef einkahlutafélaga og útibúa þeirra ef til er.

    Jóhanna Sigurðardóttir og Ögmundur Jónasson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 28. febrúar 2006.Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Dagný Jónsdóttir.


Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.Lára Margrét Ragnarsdóttir.


Bjarni Benediktsson.


Siv Friðleifsdóttir.Lúðvík Bergvinsson.