Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 583. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 845  —  583. mál.
Fyrirspurntil heilbrigðisráðherra um Reyksímann.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.     1.      Hversu lengi hefur verið boðið upp á þjónustu Reyksímans, hve lengi og hvenær er hann opinn daglega, hve margir starfsmenn sinna þjónustunni og í hverju er starfsemin fólgin?
     2.      Hve margir hafa nýtt sér þjónustuna og hversu oft er hringt að meðaltali í hverjum mánuði?
     3.      Hefur verið kannað hvaða árangri þjónustan hefur skilað?
     4.      Hversu miklu fé hefur verið varið til þjónustunnar árlega?


Skriflegt svar óskast.