Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 448. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Prentað upp.

Þskj. 874  —  448. mál.
Leiðrétting.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um stjórn fiskveiða, nr. 38 15. maí 1990, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar (GHj, MS, KÓ, EOK, SF).



     1.      Eftirfarandi breytingar verði á 2. gr.:
                  a.      Í stað hlutfallstalnanna „6%“ og „9%“ í a-lið komi: 4%; 5%.
                  b.      Í stað hlutfallstölunnar „6%“ í b-lið komi: 5%.
     2.      Við 4. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Þegar lög þessi hafa öðlast gildi skal fella meginmál þeirra inn í lög nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, og gefa þau út svo breytt með samfelldri greinatölu og kaflanúmerum og samfelldri röð töluliða, stafliða og ákvæða til bráðabirgða sem enn hafa gildi. Jafnframt verða eftirfarandi breytingar á lögunum:
                  a.      Við 6. gr. b bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þó er ráðherra heimilt að veita krókaaflamarksbátum leyfi til að stunda veiðar á botndýrum með þeim veiðarfærum sem til þarf, svo sem plógum og gildrum, svo og til hrognkelsaveiða í net.
                  b.      Lokamálsliður 6. mgr. 11. gr. orðast svo: Óheimilt er að framselja aflahlutdeild skips nema fyrir liggi samþykki þeirra aðila sem samningsveð áttu í skipinu 1. janúar 1991.
                  c.      Við 1. málsl. 3. mgr. 17. gr. bætist: og er skipstjórum skylt að veita þeim aðstoð, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 79 26. maí 1997.
     3.      Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Sé krókaaflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila við gildistöku laga þessara yfir þeim mörkum sem sett eru í 1. eða 2. mgr. 11. gr. a skal viðkomandi aðili þegar í stað senda Fiskistofu tilkynningu í samræmi við 1. mgr. 11. gr. b og gilda þá ákvæði 2. mgr. þeirrar greinar. Aðili skal þó hafa frest til 1. september 2009 til að ráðstafa krókaaflahlutdeildinni þannig að hún rúmist innan settra marka. Að öðru leyti gildir 2. mgr. 11. gr. b um hámark krókaaflahlutdeildar.