Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 593. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 876  —  593. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um viðbúnað við áföllum í fjármálakerfinu.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Liggur fyrir skýrsla eða viðbragðsáætlun eftir tveggja ára óformlegt samráð forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, viðskiptaráðuneytisins, Fjámálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands um viðbúnað og viðbrögð ef upp kemur fjármálakreppa eða alvarleg áföll verða í fjármálakerfinu?
     2.      Ef svo er, verður þessi skýrsla gerð opinber? Ef ekki, mun ráðherra verða við ósk um að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis verði kynnt efni hennar?
     3.      Hver er skilgreind verkefnalýsing í því formlega samráði sem komið var á um miðjan febrúar sl. á milli fyrrgreindra aðila, sbr. 1. tölul.?
     4.      Hafa verið mótaðar reglur um viðbúnað við áföllum í fjármálakerfinu og hvert er megininntak þeirra reglna?
     5.      Hvaða reglur gilda annars staðar á Norðurlöndum um viðbúnað við fjármálakreppu eða alvarlegum áföllum í fjármálakerfinu?


Skriflegt svar óskast.