Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 389. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 896  —  389. mál.
Breytingartillagavið frv. til l. um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur, Lúðvík Bergvinssyni, Valdimar L. Friðrikssyni,


Ögmundi Jónassyni og Magnúsi Þór Hafsteinssyni.


    19. gr. orðist svo:
    Lög þessi skulu öðlast gildi 1. júlí 2006. Ákvæði laganna eiga við um börn sem greinast með alvarlega og langvinna sjúkdóma eða alvarlega fötlun 1. janúar 2006 eða síðar. Ákvæði 1. mgr. 15. gr. getur þó átt við þegar barn hefur greinst í fyrsta skipti fyrir 1. janúar 2006.
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. getur foreldri sem á barn með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun sem greinst hefur fyrir 1. janúar 2006 átt rétt á greiðslum samkvæmt lögum þessum. Skilyrðin eru þau að foreldrið hafi sannanlega ekki komist út á vinnumarkað sökum verulegrar umönnunar vegna veikinda barnsins og skal foreldri sanna tekjuleysi sitt með skattframtali.